Styrkari heilbrigðisþjónusta á Austurlandi Svandís Svavarsdóttir skrifar 17. september 2021 11:30 Íbúar í heilbrigðisumdæmi Austurlands voru árið 2020 10.795 talsins. Samkvæmt lýðheilsuvísum Embættis landlæknis frá árinu 2020 mælist vellíðan eldri grunnskólanema í umdæminu yfir meðallagi góð og sama er að segja um andlega heilsu framhaldsskólanema. Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) veitir heilbrigðisþjónustu á svæðinu en fjármagn til HSA hefur frá árinu 2017-2021 hækkað um 8,1% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Á heilbrigðisstofnuninni er lögð áhersla á framþróun og nýjungar í starfsemi og veitingu þjónustu. Öflug heilbrigðisstofnun HSA rekur almenna lyflækningadeild, almenna skurðdeild og fæðingadeild, auk þess sem stofnunin sinnir göngudeildarstarfsemi, s.s. lyfjagjöfum og blóðskilun á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Þar er einnig endurhæfingardeild. Á sjúkrahúsinu eru einnig röntgendeild og rannsóknardeild. HSA rekur heilsugæslustöðvar í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum, Seyðisfirði og Vopnafirði og heilsugæslusel eru á Borgarfirði eystri, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. HSA rekur einnig fimm hjúkrunarheimili ásamt heimahjúkrun, en heimahjúkrun er rekin frá Egilsstöðum, Seyðisfirði og Fjarðabyggð. Unnið er að innleiðingu aðferðafræði jákvæðrar heilsu innan HSA, en sú aðferðafræði byggir á því að nýta styrkleika einstaklinga til heilsueflingar og ýta undir þá með það að markmiði styrkja einstaklinga í því að takast á við áskoranir daglegs lífs. Einnig er unnið að ýmiss konar endurbótum á húsnæði HSA, t.d. stækkun heilsugæslustöðvarinnar á Reyðarfirði, auk þess sem unnið er að því að bæta einni hæð við sjúkrahúsið í Neskaupstað, þar sem áætluð verklok eru í lok ársins 2021. Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. HSA hefur notið góðs af þessari áherslu og til dæmis fest kaup á tveimur nýjum röntgentækjum og tækjum sem sérstaklega eru ætluð til fjarheilbrigðisþjónustu, bæði á heilsugæslum og á hjúkrunarheimilum. Kraftmikil fjarþjónusta og samstarf við aðrar stofnanir HSA hefur lagt mikla áherslu á þróun fjarheilbrigðisþjónustu, enda er þjónustusvæði stofnunarinnar dreifbýlt. HSA hefur gert samninga við LSH annars vegar og SAK hins vegar um þjónustu ákveðinna sérgreina. Sú samvinna styrkir þjónustuna á Austurlandi verulega. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar frá árinu 2020 kemur fram að HSA sé einna fremst á Norðurlöndum varðandi þróun fjarheilbrigðisþjónustu. Nýjungar í þjónustu í heilsugæslu HSA hefur verið í fararbroddi þegar kemur að því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu í heilsugæslu, til dæmis með því að bjóða upp á beinar tímabókanir hjá sjúkraþjálfara og hjá félagsráðgjafa í heilsugæslu. Stofnunin hefur í hyggju að ráða enn fleiri fagstéttir inn á heilsugæslurnar, en þjónustan hefur gefist mjög vel og eftirspurnin verið mikil. Geðheilsuteymi starfar einnig innan heilsugæslunnar en teymið hefur verið eflt verulega með nýlegri ráðningu yfirlæknis geðheilbrigðismála fyrir Austurland. Stofnunin fékk einnig viðbótarfjármagn vegna ráðningar sálfræðings til að tryggja íbúum Seyðisfjarðar áfallaþjónustu í kjölfar hamfaranna í lok árs 2020. Fyrsti sálfræðingurinn við HSA var ráðinn árið 2017, og nú starfa þar fjórir sálfræðingar. Þar er um að ræða mikilvæga uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þjónusta við aldraða og endurhæfing Á Austurlandi eru hlutfallslega flest hjúkrunarrými á landsvísu á hverja 1000 íbúa, 80 ára og eldri og þar eru tiltölulega ný hjúkrunarheimili bæði á Egilsstöðum og á Eskifirði. HSA tók að sér rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð fyrr á þessu ári og hugsanlegt er að dagþjálfunarstarfsemi muni hefjast á svæðinu í kjölfar þess. Á HSA hefur verið komið á fót þverfaglegu endurhæfingarteymi, því fyrsta á landinu. Stofnun teymisins er liður í framkvæmd aðgerðaráætlunar um endurhæfingu, sem er grundvölluð á endurhæfingarstefnu sem heilbrigðisráðherra lét vinna árið 2020 fyrir heilbrigðisráðuneytið. Hugmyndafræði slíkra úrræða er snemmtæk íhlutun, teymisvinna, áhersla á færni og samþætting við heilsugæsluna. Fyrst um sinn mun teymið á Austurlandi þjónusta einstaklinga sem eru að glíma við langvinna verki. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Austurland verið styrkt á fjölbreytta vegu, auk þess sem ýmis nýmæli hafa verið tekin upp í þjónustu stofnunarinnar, sem skila sér í enn betri þjónustu fyrir landsmenn. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Heilbrigðisstofnun Austurlands Alþingiskosningar 2021 Heilsugæsla Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Íbúar í heilbrigðisumdæmi Austurlands voru árið 2020 10.795 talsins. Samkvæmt lýðheilsuvísum Embættis landlæknis frá árinu 2020 mælist vellíðan eldri grunnskólanema í umdæminu yfir meðallagi góð og sama er að segja um andlega heilsu framhaldsskólanema. Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) veitir heilbrigðisþjónustu á svæðinu en fjármagn til HSA hefur frá árinu 2017-2021 hækkað um 8,1% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Á heilbrigðisstofnuninni er lögð áhersla á framþróun og nýjungar í starfsemi og veitingu þjónustu. Öflug heilbrigðisstofnun HSA rekur almenna lyflækningadeild, almenna skurðdeild og fæðingadeild, auk þess sem stofnunin sinnir göngudeildarstarfsemi, s.s. lyfjagjöfum og blóðskilun á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Þar er einnig endurhæfingardeild. Á sjúkrahúsinu eru einnig röntgendeild og rannsóknardeild. HSA rekur heilsugæslustöðvar í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum, Seyðisfirði og Vopnafirði og heilsugæslusel eru á Borgarfirði eystri, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. HSA rekur einnig fimm hjúkrunarheimili ásamt heimahjúkrun, en heimahjúkrun er rekin frá Egilsstöðum, Seyðisfirði og Fjarðabyggð. Unnið er að innleiðingu aðferðafræði jákvæðrar heilsu innan HSA, en sú aðferðafræði byggir á því að nýta styrkleika einstaklinga til heilsueflingar og ýta undir þá með það að markmiði styrkja einstaklinga í því að takast á við áskoranir daglegs lífs. Einnig er unnið að ýmiss konar endurbótum á húsnæði HSA, t.d. stækkun heilsugæslustöðvarinnar á Reyðarfirði, auk þess sem unnið er að því að bæta einni hæð við sjúkrahúsið í Neskaupstað, þar sem áætluð verklok eru í lok ársins 2021. Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. HSA hefur notið góðs af þessari áherslu og til dæmis fest kaup á tveimur nýjum röntgentækjum og tækjum sem sérstaklega eru ætluð til fjarheilbrigðisþjónustu, bæði á heilsugæslum og á hjúkrunarheimilum. Kraftmikil fjarþjónusta og samstarf við aðrar stofnanir HSA hefur lagt mikla áherslu á þróun fjarheilbrigðisþjónustu, enda er þjónustusvæði stofnunarinnar dreifbýlt. HSA hefur gert samninga við LSH annars vegar og SAK hins vegar um þjónustu ákveðinna sérgreina. Sú samvinna styrkir þjónustuna á Austurlandi verulega. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar frá árinu 2020 kemur fram að HSA sé einna fremst á Norðurlöndum varðandi þróun fjarheilbrigðisþjónustu. Nýjungar í þjónustu í heilsugæslu HSA hefur verið í fararbroddi þegar kemur að því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu í heilsugæslu, til dæmis með því að bjóða upp á beinar tímabókanir hjá sjúkraþjálfara og hjá félagsráðgjafa í heilsugæslu. Stofnunin hefur í hyggju að ráða enn fleiri fagstéttir inn á heilsugæslurnar, en þjónustan hefur gefist mjög vel og eftirspurnin verið mikil. Geðheilsuteymi starfar einnig innan heilsugæslunnar en teymið hefur verið eflt verulega með nýlegri ráðningu yfirlæknis geðheilbrigðismála fyrir Austurland. Stofnunin fékk einnig viðbótarfjármagn vegna ráðningar sálfræðings til að tryggja íbúum Seyðisfjarðar áfallaþjónustu í kjölfar hamfaranna í lok árs 2020. Fyrsti sálfræðingurinn við HSA var ráðinn árið 2017, og nú starfa þar fjórir sálfræðingar. Þar er um að ræða mikilvæga uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þjónusta við aldraða og endurhæfing Á Austurlandi eru hlutfallslega flest hjúkrunarrými á landsvísu á hverja 1000 íbúa, 80 ára og eldri og þar eru tiltölulega ný hjúkrunarheimili bæði á Egilsstöðum og á Eskifirði. HSA tók að sér rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð fyrr á þessu ári og hugsanlegt er að dagþjálfunarstarfsemi muni hefjast á svæðinu í kjölfar þess. Á HSA hefur verið komið á fót þverfaglegu endurhæfingarteymi, því fyrsta á landinu. Stofnun teymisins er liður í framkvæmd aðgerðaráætlunar um endurhæfingu, sem er grundvölluð á endurhæfingarstefnu sem heilbrigðisráðherra lét vinna árið 2020 fyrir heilbrigðisráðuneytið. Hugmyndafræði slíkra úrræða er snemmtæk íhlutun, teymisvinna, áhersla á færni og samþætting við heilsugæsluna. Fyrst um sinn mun teymið á Austurlandi þjónusta einstaklinga sem eru að glíma við langvinna verki. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Austurland verið styrkt á fjölbreytta vegu, auk þess sem ýmis nýmæli hafa verið tekin upp í þjónustu stofnunarinnar, sem skila sér í enn betri þjónustu fyrir landsmenn. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun