Hefur sjálfsskaði tilgang? Agla Hjörvarsdóttir og Fanney Björk Ingólfsdóttir skrifa 17. september 2021 16:01 Við þekkjum það á eigin skinni að nota sjálfsskaða sem leið til að lifa af. Við höfum oft fundið fyrir því að fólk á erfitt með að skilja af hverju við séum að valda sjálfum okkur skaða. Hvers vegna að bæta sársauka ofan á sársauka? Í nýju bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum fjöllum við um að það er ekki einhver ein sérstök ástæða fyrir því að manneskja stundar sjálfsskaða. Raunin er sú að það eru mjög fjölbreyttar ástæður og flóknar tilfinningar sem geta legið að baki. Í gegnum tíðina hefur verið tilhneiging til þess að líta á sjálfsskaða út frá einhæfum vinkli. Við getum ekki horft á sjálfsskaða almennt með rörsýn heldur þurfum við að vera opin gagnvart fjölbreytileikanum. Þótt ótrúlegt megi virðast þá gegnir sjálfsskaði mikilvægum tilgangi. Hann er raunverulegt bjargráð sem oft á tíðum virkar mjög vel. Það er þó mikilvægt að árétta strax að þó svo að eitthvað sé bjargráð þá þýðir það ekki að það sé sjálfkrafa gott eða heilbrigt. Bjargráð geta verið verulega skaðleg þó svo að þau virki vel til þess að lifa af erfiðar aðstæður sem okkur þykja yfirþyrmandi eða jafnvel óyfirstíganlegar. Hvaða tilgangi gæti hann þjónað? Sjálfsskaði er miklu algengari en fólk heldur en samt getur verið erfitt að skilja hvernig eitthvað sem er svona slæmt fyrir mann geti haft tilgang. Okkur finnst mikilvægt að koma því á framfæri að fólk skaðar sig ekki að ástæðulausu. Sjálfsskaði getur verið ákveðin losun, huggun eða slegið á yfirþyrmandi tilfinningar. Fólk skaðar sig af ýmsum ástæðum; til að refsa sér, til að hafa einhverja stjórn, til að ná jarðtengingu eða sem viðbragð við álagi svo eitthvað sé nefnt. Stundum þjónar hann því hlutverki að dempa miklar sjálfsvígshugsanir og koma í veg fyrir að fólk framkvæmi hættulegri hugmyndir. Hann sinnir þá þeim mikilvæga tilgangi að vera sjálfsvígsforvörn. Þess vegna er ekki hægt að fjarlægja sjálfskaðann án þess að það komi eitthvað raunverulega hjálplegt í staðinn. Þrátt fyrir að það geti verið tenging á milli þess að stunda sjálfsskaða og að hugsa um að vilja taka eigið líf þá getur sjálfsskaðinn líka staðið einn og sér. Þú getur skaðað þig án þess að vilja deyja. Til þess að hætta að stunda sjálfsskaða var fyrsta skrefið okkar að skilja ástæðurnar sem lágu að baki. Okkar reynsla er sú að manneskja hættir ekki að skaða sig á einni nóttu. Þetta er ferðalag sem þarf að fara í gegnum. Það felur í sér að skilja hvers vegna við sköðum okkur, hvenær við erum líklegri til þess, hvaða bjargráð virka og hvaða bjargráð virka alls ekki. Þetta þýðir tilraunastarfsemi, þetta þýðir bakslög. Fólk stoppar ekki sjálfsskaða, fólk vinnur sig í gegnum hann. Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum það á eigin skinni að nota sjálfsskaða sem leið til að lifa af. Við höfum oft fundið fyrir því að fólk á erfitt með að skilja af hverju við séum að valda sjálfum okkur skaða. Hvers vegna að bæta sársauka ofan á sársauka? Í nýju bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum fjöllum við um að það er ekki einhver ein sérstök ástæða fyrir því að manneskja stundar sjálfsskaða. Raunin er sú að það eru mjög fjölbreyttar ástæður og flóknar tilfinningar sem geta legið að baki. Í gegnum tíðina hefur verið tilhneiging til þess að líta á sjálfsskaða út frá einhæfum vinkli. Við getum ekki horft á sjálfsskaða almennt með rörsýn heldur þurfum við að vera opin gagnvart fjölbreytileikanum. Þótt ótrúlegt megi virðast þá gegnir sjálfsskaði mikilvægum tilgangi. Hann er raunverulegt bjargráð sem oft á tíðum virkar mjög vel. Það er þó mikilvægt að árétta strax að þó svo að eitthvað sé bjargráð þá þýðir það ekki að það sé sjálfkrafa gott eða heilbrigt. Bjargráð geta verið verulega skaðleg þó svo að þau virki vel til þess að lifa af erfiðar aðstæður sem okkur þykja yfirþyrmandi eða jafnvel óyfirstíganlegar. Hvaða tilgangi gæti hann þjónað? Sjálfsskaði er miklu algengari en fólk heldur en samt getur verið erfitt að skilja hvernig eitthvað sem er svona slæmt fyrir mann geti haft tilgang. Okkur finnst mikilvægt að koma því á framfæri að fólk skaðar sig ekki að ástæðulausu. Sjálfsskaði getur verið ákveðin losun, huggun eða slegið á yfirþyrmandi tilfinningar. Fólk skaðar sig af ýmsum ástæðum; til að refsa sér, til að hafa einhverja stjórn, til að ná jarðtengingu eða sem viðbragð við álagi svo eitthvað sé nefnt. Stundum þjónar hann því hlutverki að dempa miklar sjálfsvígshugsanir og koma í veg fyrir að fólk framkvæmi hættulegri hugmyndir. Hann sinnir þá þeim mikilvæga tilgangi að vera sjálfsvígsforvörn. Þess vegna er ekki hægt að fjarlægja sjálfskaðann án þess að það komi eitthvað raunverulega hjálplegt í staðinn. Þrátt fyrir að það geti verið tenging á milli þess að stunda sjálfsskaða og að hugsa um að vilja taka eigið líf þá getur sjálfsskaðinn líka staðið einn og sér. Þú getur skaðað þig án þess að vilja deyja. Til þess að hætta að stunda sjálfsskaða var fyrsta skrefið okkar að skilja ástæðurnar sem lágu að baki. Okkar reynsla er sú að manneskja hættir ekki að skaða sig á einni nóttu. Þetta er ferðalag sem þarf að fara í gegnum. Það felur í sér að skilja hvers vegna við sköðum okkur, hvenær við erum líklegri til þess, hvaða bjargráð virka og hvaða bjargráð virka alls ekki. Þetta þýðir tilraunastarfsemi, þetta þýðir bakslög. Fólk stoppar ekki sjálfsskaða, fólk vinnur sig í gegnum hann. Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun