Ábyrg framtið-xY Ari Tryggvason skrifar 21. september 2021 09:31 Senn líður að kosningum til Alþingis, kosningar í kjölfar fordæmalausra tíma í sögu þjóðarinnar. Undanfarið eitt og hálft ár hefur gildismati okkar verið snúið á haus. Það sem þótti óhugsandi áður er norm dagsins í dag. Það sem þóttu sjálfsögð réttindi, að gera það sem fólk vildi í dagsins önn og í fríum, þykir nú eðlilegt að okkur sé skammtað líkt og um munaðarvöru væri að ræða. Frelsi okkar á aldrei að vera umsemjanlegt. Þrátt fyrir þessar fordæmalausu skerðingar eru þær hvergi á dagskrá kosningabaráttunnar. Í lok ágúst sagðist formaður eins stjórnarflokksins hvorki óttast dóm sögunnar né dóm kjósenda og ekki heldur að kórónuveiran yrði að kosningamáli. Þetta eru athyglisverð orð í ljósi þeirra fórna sem landsmenn hafa mátt færa á altari kórónuveirunnar. Við eigum að láta sem ekkert sé. Svo virðist sem enn ein kúlan hafi séð dagsins ljós; Draumakúlan. Eitt framboð sker sig þó úr; Ábyrg framtíð. Við viljum ekki vera í neinni kúlu, heldur ætlum við að vera í kúlulausum raunveruleika. Við viljum splundra þessari kosningakúlu með þremur ófrávíkjanlegum loforðum: Endum fárið. Allri valdbeitingu hætt. Leyfum snemmmeðferðir og beitum stýrðri vernd. Bóluefnatilraunir barna lúti reglum um lyfjatilraunir. Gagnsætt uppgjör. Öll vafaatriði fái úrskurð dómstóla, gagnsæ rannsókn gerð á skaða sóttvarnaraðgerða og brotlegir látnir sæta ábyrgð. Eflum tjáningarfrelsið. Fólk ráði til hvaða fjölmiðils eða menningarefnis útvarpsgjaldið renni. Haldið áfram þrátt fyrir aðvaranir þriggja lækna Seinni part ágústs birtust nokkrar greinar í Morgunblaðinu þar sem fjallað var um bólusetningar vegna kórónuveirunnar. Tveir hjartalæknar vöruðu þar við því að sprauta börn vegna þess að það gæti valdið varanlegum skaða á hjartavöðvanum sem kæmi oft ekki í ljós fyrr en að mörgum árum liðnum. Viku síðar birtist grein í sama miðli eftir heimilislækni þar sem einnig var varað við þessum bólusetningum barna vegna kórónuveirunnar. Það breytti engu, haldið var áfram eins og ekkert hefði í skorist og fólk boðið í Laugardalshöllina með bros á vör í ˶bólusetningardiskó˝. Það vita það allir sem vilja, að mikið þarf til svo læknar finni sig knúna til að fjalla um slíka hluti. Íslenskur almenningur á eftir að átta sig á því að hann var vélaður í tilraunasprautur og allar sóttvarnaraðgerðir voru hluti þeirra vélráða. Íslensk stjórnvöld tryggðu sér 1,4 milljón skammta af bóluefnum strax í upphafi. Ennfremur voru sóttvarnaraðgerðirnar á skjön við alla þá þekkingu sem við höfum öðlast í faraldsfræði í gegnum tíðina. Má því nefndur flokksformaður bæði óttast dóm sögunnar og dóm kjósenda. Í ljósi alls þessa er bara einn raunveruleiki til, að merkja með x-i við Y, Ábyrga framtíð nema fólk vilji halda áfram með kúlu-samfélagið. Höfundur er frambjóðandi í þriðja sæti í Rvk.-N fyrir Ábyrga framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ábyrg framtíð Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Senn líður að kosningum til Alþingis, kosningar í kjölfar fordæmalausra tíma í sögu þjóðarinnar. Undanfarið eitt og hálft ár hefur gildismati okkar verið snúið á haus. Það sem þótti óhugsandi áður er norm dagsins í dag. Það sem þóttu sjálfsögð réttindi, að gera það sem fólk vildi í dagsins önn og í fríum, þykir nú eðlilegt að okkur sé skammtað líkt og um munaðarvöru væri að ræða. Frelsi okkar á aldrei að vera umsemjanlegt. Þrátt fyrir þessar fordæmalausu skerðingar eru þær hvergi á dagskrá kosningabaráttunnar. Í lok ágúst sagðist formaður eins stjórnarflokksins hvorki óttast dóm sögunnar né dóm kjósenda og ekki heldur að kórónuveiran yrði að kosningamáli. Þetta eru athyglisverð orð í ljósi þeirra fórna sem landsmenn hafa mátt færa á altari kórónuveirunnar. Við eigum að láta sem ekkert sé. Svo virðist sem enn ein kúlan hafi séð dagsins ljós; Draumakúlan. Eitt framboð sker sig þó úr; Ábyrg framtíð. Við viljum ekki vera í neinni kúlu, heldur ætlum við að vera í kúlulausum raunveruleika. Við viljum splundra þessari kosningakúlu með þremur ófrávíkjanlegum loforðum: Endum fárið. Allri valdbeitingu hætt. Leyfum snemmmeðferðir og beitum stýrðri vernd. Bóluefnatilraunir barna lúti reglum um lyfjatilraunir. Gagnsætt uppgjör. Öll vafaatriði fái úrskurð dómstóla, gagnsæ rannsókn gerð á skaða sóttvarnaraðgerða og brotlegir látnir sæta ábyrgð. Eflum tjáningarfrelsið. Fólk ráði til hvaða fjölmiðils eða menningarefnis útvarpsgjaldið renni. Haldið áfram þrátt fyrir aðvaranir þriggja lækna Seinni part ágústs birtust nokkrar greinar í Morgunblaðinu þar sem fjallað var um bólusetningar vegna kórónuveirunnar. Tveir hjartalæknar vöruðu þar við því að sprauta börn vegna þess að það gæti valdið varanlegum skaða á hjartavöðvanum sem kæmi oft ekki í ljós fyrr en að mörgum árum liðnum. Viku síðar birtist grein í sama miðli eftir heimilislækni þar sem einnig var varað við þessum bólusetningum barna vegna kórónuveirunnar. Það breytti engu, haldið var áfram eins og ekkert hefði í skorist og fólk boðið í Laugardalshöllina með bros á vör í ˶bólusetningardiskó˝. Það vita það allir sem vilja, að mikið þarf til svo læknar finni sig knúna til að fjalla um slíka hluti. Íslenskur almenningur á eftir að átta sig á því að hann var vélaður í tilraunasprautur og allar sóttvarnaraðgerðir voru hluti þeirra vélráða. Íslensk stjórnvöld tryggðu sér 1,4 milljón skammta af bóluefnum strax í upphafi. Ennfremur voru sóttvarnaraðgerðirnar á skjön við alla þá þekkingu sem við höfum öðlast í faraldsfræði í gegnum tíðina. Má því nefndur flokksformaður bæði óttast dóm sögunnar og dóm kjósenda. Í ljósi alls þessa er bara einn raunveruleiki til, að merkja með x-i við Y, Ábyrga framtíð nema fólk vilji halda áfram með kúlu-samfélagið. Höfundur er frambjóðandi í þriðja sæti í Rvk.-N fyrir Ábyrga framtíð.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar