Baráttan um almannavaldið Gunnar Smári Egilsson skrifar 21. september 2021 13:16 Það sem auðvaldið óttast fyrir þessar kosningar er að því verði ýtt frá völdum og það missi þar með aðgengi að reginafli ríkissjóðs og Seðlabanka. Eftir áratugi af ríkisfjármálastefnu nýfrjálshyggjunnar, þar sem þetta afl var tjóðrað í reglur um skuldahámark og bann við hallarekstri, hafa þjóðir heims áttað sig á hvers kyns mistök þetta voru. Hrunið 2008 afhjúpaði þessa dellukenningu og hún féll endanlega í kórónafaraldrinum. Það að halda aftur af almannavaldi ríkisins og svelta opinbera þjónustu veldur miklum skaða, heftir uppbyggingu samfélaga, dregur úr hagvexti, eykur ójöfnuð og magnar upp vantraust og óeiningu. Þau einu sem nutu ávinnings af þessari stefnu voru hin ríku. Þegar búið var að tjóðra almannavaldið og hefta opinbera þjónustu voru völd, eignir og auðlindir almennings og verkefni ríkisvalds og sveitarfélaga flutt til auðvaldsins, því haldið fram að hið opinbera réði ekki við þetta, að einkafyrirtæki væru betur til þess fallin og yrðu að hlaupa undir bagga. Þessi dellukenning er nú fallin. Við sjáum það alls staðar í kringum okkur. Ríkisstjórn Joe Biden boðar mikla innviðauppbyggingu, átak í húsbyggingum fyrir fólk sem liðið hefur fyrir húsnæðiseklu hins svokallaða frjálsa markaðar og er meira að segja með plön um að innleiða almennt leikskólakerfi í Bandaríkjunum. Svipaðar ráðagerðir eru á borðum annarra ríkja. Við lifum sambærilega tímamót og urðu við hrun nýfrjálshyggjunnar 1929 og þeirrar stefnubreytingar sem fylgdi í kjölfarið. Eins og þá munu næstu áratugir í okkar heimshluta einkennast af samfélagslegri uppbyggingu sem knúin verður áfram af almannavaldinu. Síðast þegar þetta gerðist spratt upp heilbrigðiskerfi fyrir alla, menntun fyrir alla, almannatryggingar, félagslegt húsnæðiskerfi og sá grunnur sem velferðarríki eftirstríðsáranna byggðu á. Nú stendur okkur til boða að endurreisa þann grunn og byggja ofan á hann stórkostlegt samfélag sem tekur mið af þörfum og væntingum almennings, að skrifa nýjan samfélagssáttmála sem tekur við af græðgissáttmála hinna fáu, sáttmála nýfrjálshyggjunnar sem leiðir til niðurbrots samfélagsins og þess að auðvaldið tekur yfir völd, eignir og auðlindir almennings. Auðvaldinu er vel kunnugt um þessi vatnaskil. Í efnahagsaðgerðum vegna kórónafaraldursins hækkuðu skuldir ríkissjóðs úr um 30% upp í nálægt 50%. Helmingurinn rann í atvinnuleysisbætur og annan stuðning við almenning, en helmingurinn rann til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Og þeir vilja meira. Það sést á kröfugerð Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og annarra hagsmunasamtaka hinna fáu sem flestir stjórnmálaflokkar hafa gert að sínum. Þar er þess krafist að skattar á auðvaldið verði lækkaðir og það verði styrkt til allra hluta; til að ráða fólk og halda á launum, til að fjárfesta í nýsköpun eða orkuskiptum, til að innleiða stafrænar lausnir og síðan áfram endalaust. Auðvaldið vill að almenningur greiði fyrir uppbyggingu fyrirtækja og rekstur en ætlar sjálft að hirða ávinninginn. Markmið auðvaldsins er að það afl sem leyst verður úr læðingi þegar höftin á ríkisrekstrinum verða losuð enn frekar þjóni sér; muni enn styrkja stöðu auðvaldsins í samfélaginu á kostnað almennings. Við sáum þetta gerast undir ríkisstjórn Trump. Þetta er í gangi í Brasilíu undir ríkisstjórn Bolsonaro, í Rússlandi undir ríkisstjórn Pútíns og í öðrum ríkjum þar sem óligarkismi og þjófræði hefur tekið við af lýðræðis fjöldans. Í stað þess að nýta lækkun vaxta og þar með aukna fjárfestingargetu ríkissjóðs til að fjárfesta í betra samfélagi nýta valdaklíkur þessara landa svigrúmið til að auðgast enn frekar. Kosningarnar á laugardaginn snúast um þetta. Þær eru um hvort Halldór Benjamín Þorbergsson, Bjarni Benediktsson og slíkir menn eigi að stjórna því til hvers þetta aukna svigrúm í ríkisfjármálum fer. Eða hvort við kjósum að byggja hér upp samfélag í sameiningu, samfélag sem er gott okkur öllum og samfélag sem við viljum skila til barna okkar og komandi kynslóða. Þið getið skilað bláu og valið leið nýfrjálshyggjuflokkanna áfram, leið sem endar í alræði auðvaldsins. Eða þið getið skilað rauðu og valið Íslandi aðra framtíð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það sem auðvaldið óttast fyrir þessar kosningar er að því verði ýtt frá völdum og það missi þar með aðgengi að reginafli ríkissjóðs og Seðlabanka. Eftir áratugi af ríkisfjármálastefnu nýfrjálshyggjunnar, þar sem þetta afl var tjóðrað í reglur um skuldahámark og bann við hallarekstri, hafa þjóðir heims áttað sig á hvers kyns mistök þetta voru. Hrunið 2008 afhjúpaði þessa dellukenningu og hún féll endanlega í kórónafaraldrinum. Það að halda aftur af almannavaldi ríkisins og svelta opinbera þjónustu veldur miklum skaða, heftir uppbyggingu samfélaga, dregur úr hagvexti, eykur ójöfnuð og magnar upp vantraust og óeiningu. Þau einu sem nutu ávinnings af þessari stefnu voru hin ríku. Þegar búið var að tjóðra almannavaldið og hefta opinbera þjónustu voru völd, eignir og auðlindir almennings og verkefni ríkisvalds og sveitarfélaga flutt til auðvaldsins, því haldið fram að hið opinbera réði ekki við þetta, að einkafyrirtæki væru betur til þess fallin og yrðu að hlaupa undir bagga. Þessi dellukenning er nú fallin. Við sjáum það alls staðar í kringum okkur. Ríkisstjórn Joe Biden boðar mikla innviðauppbyggingu, átak í húsbyggingum fyrir fólk sem liðið hefur fyrir húsnæðiseklu hins svokallaða frjálsa markaðar og er meira að segja með plön um að innleiða almennt leikskólakerfi í Bandaríkjunum. Svipaðar ráðagerðir eru á borðum annarra ríkja. Við lifum sambærilega tímamót og urðu við hrun nýfrjálshyggjunnar 1929 og þeirrar stefnubreytingar sem fylgdi í kjölfarið. Eins og þá munu næstu áratugir í okkar heimshluta einkennast af samfélagslegri uppbyggingu sem knúin verður áfram af almannavaldinu. Síðast þegar þetta gerðist spratt upp heilbrigðiskerfi fyrir alla, menntun fyrir alla, almannatryggingar, félagslegt húsnæðiskerfi og sá grunnur sem velferðarríki eftirstríðsáranna byggðu á. Nú stendur okkur til boða að endurreisa þann grunn og byggja ofan á hann stórkostlegt samfélag sem tekur mið af þörfum og væntingum almennings, að skrifa nýjan samfélagssáttmála sem tekur við af græðgissáttmála hinna fáu, sáttmála nýfrjálshyggjunnar sem leiðir til niðurbrots samfélagsins og þess að auðvaldið tekur yfir völd, eignir og auðlindir almennings. Auðvaldinu er vel kunnugt um þessi vatnaskil. Í efnahagsaðgerðum vegna kórónafaraldursins hækkuðu skuldir ríkissjóðs úr um 30% upp í nálægt 50%. Helmingurinn rann í atvinnuleysisbætur og annan stuðning við almenning, en helmingurinn rann til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Og þeir vilja meira. Það sést á kröfugerð Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og annarra hagsmunasamtaka hinna fáu sem flestir stjórnmálaflokkar hafa gert að sínum. Þar er þess krafist að skattar á auðvaldið verði lækkaðir og það verði styrkt til allra hluta; til að ráða fólk og halda á launum, til að fjárfesta í nýsköpun eða orkuskiptum, til að innleiða stafrænar lausnir og síðan áfram endalaust. Auðvaldið vill að almenningur greiði fyrir uppbyggingu fyrirtækja og rekstur en ætlar sjálft að hirða ávinninginn. Markmið auðvaldsins er að það afl sem leyst verður úr læðingi þegar höftin á ríkisrekstrinum verða losuð enn frekar þjóni sér; muni enn styrkja stöðu auðvaldsins í samfélaginu á kostnað almennings. Við sáum þetta gerast undir ríkisstjórn Trump. Þetta er í gangi í Brasilíu undir ríkisstjórn Bolsonaro, í Rússlandi undir ríkisstjórn Pútíns og í öðrum ríkjum þar sem óligarkismi og þjófræði hefur tekið við af lýðræðis fjöldans. Í stað þess að nýta lækkun vaxta og þar með aukna fjárfestingargetu ríkissjóðs til að fjárfesta í betra samfélagi nýta valdaklíkur þessara landa svigrúmið til að auðgast enn frekar. Kosningarnar á laugardaginn snúast um þetta. Þær eru um hvort Halldór Benjamín Þorbergsson, Bjarni Benediktsson og slíkir menn eigi að stjórna því til hvers þetta aukna svigrúm í ríkisfjármálum fer. Eða hvort við kjósum að byggja hér upp samfélag í sameiningu, samfélag sem er gott okkur öllum og samfélag sem við viljum skila til barna okkar og komandi kynslóða. Þið getið skilað bláu og valið leið nýfrjálshyggjuflokkanna áfram, leið sem endar í alræði auðvaldsins. Eða þið getið skilað rauðu og valið Íslandi aðra framtíð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar