Sköpum öflugri íþróttahéruð með sameiginlegt hlutverk Haukur Valtýsson og Jóhann Steinar Ingimundarson skrifa 12. október 2021 09:30 Í íþróttalögum er kveðið á um að eitt héraðssamband eða íþróttabandalag skuli vera í hverju íþróttahéraði. Íslandi er í dag skipt upp í 25 íþróttahéruð, þar sem annars vegar eru sjö íþróttabandalög og hins vegar átján héraðssambönd, sem ÍSÍ og UMFÍ ákveða skv. íþróttalögum. Hlutverk íþróttahéraðanna er að vinna að fjölbreyttum hagsmunamálum íþrótta- og ungmennafélaga á hverju svæði. Mörg íþróttahéruð eru stofnuð á öðrum og þriðja áratug tuttugustu aldar, nokkur á fimmta áratugnum og örfá síðar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Veigamiklar breytingar hafa hins vegar ekki orðið á lögbundnu hlutverki héraðanna frá stofnun þeirra. Á stofnárum íþróttahéraðanna voru samgöngur talsvert verri en við eigum að venjast í dag. Byggða- og tækniþróun hefur tekið stakkaskiptum sem meðal annars hefur skilað sér í betri samskiptum á milli svæða og fólksins sem þar býr. Því má velta fyrir sér hvort sá grunnur sem íþróttahéruðin byggja á sé mögulega barn síns tíma og hvort unnt sé að efla héruðin, skerpa á hlutverki þeirra og skyldum til hagsbóta fyrir félögin og íbúa þeirra. Stjórnendur og starfsfólk íþrótta- og ungmennafélaga, sem víða eru í hlutastarfi eða sjálfboðastarfi, sinna mjög öflugu og góðu starfi um allt land. Kröfur samfélagsins um starfsemi og skyldur félaganna hafa aukist mikið og einnig til þeirra sem starfa fyrir félögin. Víða eru félög í þröngri stöðu fjárhagslega og ráða illa við að hafa starfsfólk sem gerir þeim erfiðara að skipuleggja starfsemi sína fram í tímann. Fjölmörg umbóta- og samstarfsverkefni styðja við starf íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Þar má nefna Sýnum karakter, starfsemi Æskulýðsvettvangsins og Samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá vinna ÍSÍ og UMFÍ að því að búa til verkfærakistu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt því að samræma verkferla og auðvelda starfsfólki vinnuna. Þessi verkefni þarfnast innleiðingar og sífelldrar endurskoðunar. Þar gætu öflug íþróttahéruð haft frumkvæði og veitt stuðning. Á þessu ári hefur staðið yfir umfangsmikil stefnumótunarvinna hjá UMFÍ í nánu samstarfi við stjórnendur aðildarfélaganna. Stefnan, sem er lifandi skjal, verður kynnt á sambandsþingi UMFÍ á Húsavík um næstu helgi. Þar hittast fulltrúar allra 450 aðildarfélaga UMFÍ af öllu landinu. Stefnan nær m.a. til málefna íþróttahéraða enda ljóst að ákveðin verkefni standa útaf miðað við núverandi fyrirkomulag þeirra. Því verðum við að ræða af alvöru hvert hlutverk og markmið íþróttahéraðanna skuli vera þannig að þau þjóni hlutverki sínu betur í samfélagi nútímans. Öflugri íþróttahéruð með sameiginlegt hlutverk og skýr markmið eru samfélaginu til góða. Haukur Valtýsson er formaður UMFÍ og Jóhann Steinar Ingimundarson er varaformaður UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Íþróttir barna Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í íþróttalögum er kveðið á um að eitt héraðssamband eða íþróttabandalag skuli vera í hverju íþróttahéraði. Íslandi er í dag skipt upp í 25 íþróttahéruð, þar sem annars vegar eru sjö íþróttabandalög og hins vegar átján héraðssambönd, sem ÍSÍ og UMFÍ ákveða skv. íþróttalögum. Hlutverk íþróttahéraðanna er að vinna að fjölbreyttum hagsmunamálum íþrótta- og ungmennafélaga á hverju svæði. Mörg íþróttahéruð eru stofnuð á öðrum og þriðja áratug tuttugustu aldar, nokkur á fimmta áratugnum og örfá síðar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Veigamiklar breytingar hafa hins vegar ekki orðið á lögbundnu hlutverki héraðanna frá stofnun þeirra. Á stofnárum íþróttahéraðanna voru samgöngur talsvert verri en við eigum að venjast í dag. Byggða- og tækniþróun hefur tekið stakkaskiptum sem meðal annars hefur skilað sér í betri samskiptum á milli svæða og fólksins sem þar býr. Því má velta fyrir sér hvort sá grunnur sem íþróttahéruðin byggja á sé mögulega barn síns tíma og hvort unnt sé að efla héruðin, skerpa á hlutverki þeirra og skyldum til hagsbóta fyrir félögin og íbúa þeirra. Stjórnendur og starfsfólk íþrótta- og ungmennafélaga, sem víða eru í hlutastarfi eða sjálfboðastarfi, sinna mjög öflugu og góðu starfi um allt land. Kröfur samfélagsins um starfsemi og skyldur félaganna hafa aukist mikið og einnig til þeirra sem starfa fyrir félögin. Víða eru félög í þröngri stöðu fjárhagslega og ráða illa við að hafa starfsfólk sem gerir þeim erfiðara að skipuleggja starfsemi sína fram í tímann. Fjölmörg umbóta- og samstarfsverkefni styðja við starf íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Þar má nefna Sýnum karakter, starfsemi Æskulýðsvettvangsins og Samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá vinna ÍSÍ og UMFÍ að því að búa til verkfærakistu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt því að samræma verkferla og auðvelda starfsfólki vinnuna. Þessi verkefni þarfnast innleiðingar og sífelldrar endurskoðunar. Þar gætu öflug íþróttahéruð haft frumkvæði og veitt stuðning. Á þessu ári hefur staðið yfir umfangsmikil stefnumótunarvinna hjá UMFÍ í nánu samstarfi við stjórnendur aðildarfélaganna. Stefnan, sem er lifandi skjal, verður kynnt á sambandsþingi UMFÍ á Húsavík um næstu helgi. Þar hittast fulltrúar allra 450 aðildarfélaga UMFÍ af öllu landinu. Stefnan nær m.a. til málefna íþróttahéraða enda ljóst að ákveðin verkefni standa útaf miðað við núverandi fyrirkomulag þeirra. Því verðum við að ræða af alvöru hvert hlutverk og markmið íþróttahéraðanna skuli vera þannig að þau þjóni hlutverki sínu betur í samfélagi nútímans. Öflugri íþróttahéruð með sameiginlegt hlutverk og skýr markmið eru samfélaginu til góða. Haukur Valtýsson er formaður UMFÍ og Jóhann Steinar Ingimundarson er varaformaður UMFÍ.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun