Aðför að villtum dýrum á Íslandi Valgerður Árnadóttir skrifar 20. október 2021 10:00 Refurinn Gústi hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu, fólk hefur misjafnar skoðanir á stöðunni sem upp er komin varðandi þennan ref sem haldinn er sem gæludýr í borg. Ég efast ekki um að eigandi refsins þyki vænt um hann og sé að hugsa um hann eins vel og hann getur miðað við aðstæður, en það þýðir ekki að það hafi verið rétt að taka hann úr náttúrunni og komið þannig í veg fyrir að hann gæti lært að bjarga sér sjálfur. Á Íslandi eru refir friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og sama gildir um greni á grenjatíma. Í náttúruverndarlögum nr. 60/2013, er ákvæði um að varðveita erfðafræðilega fjölbreytni tegunda og tryggja ákjósanlega verndarstöðu þeirra í náttúrulegum búsvæðum sínum. Það er villtum dýrum fyrir bestu að lifa óáreitt í náttúrunni og það er okkar hlutverk að reyna að vernda stofna þeirra og standa vörð um viðkvæmt vistkerfi íslenskrar náttúru. Síðan við námum land hafa stofnar allra villtra dýra á og við landið minnkað stórlega, það má nánast tala um aðför að villtum dýrum á Íslandi. Íslenski refastofninn, melrakkinn var næstum útdauður á Íslandi 1979 þegar stofninn taldi færri en 1000 dýr og sama á við um landsel, útsel, margar hvalategundir og fuglategundir sem eru á válista í dag að ógleymdum rostungum sem eru útdauðir á Íslandi. Lundi er metinn í bráðri hættu en samt er enn verið að veiða og drepa lunda á Íslandi? Rjúpnastofninn er í sögulegu lágmarki og samt er ekki búið að grípa til aðgerða, að banna veiðar og afturkalla veiðitímabil þessa árs? Það virðist vera að réttur manna til að drepa dýr sé sterkari en réttur villtra dýra til að lifa? Það er heilagari sú hefð að steikja rjúpu á jólum en að vernda stofninn fyrir útrýmingu. Í ljósi þessa alvarlegs ástands skýtur skökku við að umhverfis- og auðlindaráðherra sem tekur ákvarðanir er varðar villt dýr og hefur vald til að banna eða heimila veiðar skuli vera í stjórnmálaflokki sem hefur verndun vistkerfa á stefnuskrá? Ísland er með lög um villt dýr af mjög svo gildri ástæðu, fyrir um 12 þúsund árum voru 96% spendýra á jörðinni villt dýr og mannfólk einungis um 4%. Síðan mannfólk fór að halda húsdýr hafa hlutföllin breyst þannig að einungis um 4% spendýra eru villt dýr, um 60% eru húsdýr/gæludýr haldin til manneldis og mannfólk er um 36%. Eins og David Attenborough hefur reynt að benda okkur á þá munum við með því að útrýma villtum dýrum á jörðinni einnig útrýma okkur sjálfum, það er því sjálfum okkur fyrir bestu að breyta neysluháttum okkar. Yfirburðir og völd mannsins hefur haft óafturkræf áhrif á vistkerfi jarðar og við eigum í fullu fangi með að snúa þeirri þróun við til að lifa af sem tegund. Við getum ekki gert það nema að vernda einnig aðrar dýrategundir. Aftur af refnum Gústa, hann er ekki fyrsti refur sem eigandinn hefur tekið að sér, faðir hans komst í fréttirnar fyrir að temja refi fyrir 8 árum og viðurkenndi að það væri til að laða að sér ferðamenn, það er semsagt ekki til að hlífa eða vernda refastofninn, það er ekki af góðmennsku og velvild í garð refa sem verið er að taka þá úr náttúrunni og temja þá. Það er til að nýta sér þá til skemmtunar. Ef eiganda Gústa verður leyft að halda Gústa sem gæludýr þá gefur það fordæmi fyrir og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama, það er fordæmi sem við ættum eftir fremsta megni að forðast. Höfundur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Valgerður Árnadóttir Tengdar fréttir Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Refurinn Gústi hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu, fólk hefur misjafnar skoðanir á stöðunni sem upp er komin varðandi þennan ref sem haldinn er sem gæludýr í borg. Ég efast ekki um að eigandi refsins þyki vænt um hann og sé að hugsa um hann eins vel og hann getur miðað við aðstæður, en það þýðir ekki að það hafi verið rétt að taka hann úr náttúrunni og komið þannig í veg fyrir að hann gæti lært að bjarga sér sjálfur. Á Íslandi eru refir friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og sama gildir um greni á grenjatíma. Í náttúruverndarlögum nr. 60/2013, er ákvæði um að varðveita erfðafræðilega fjölbreytni tegunda og tryggja ákjósanlega verndarstöðu þeirra í náttúrulegum búsvæðum sínum. Það er villtum dýrum fyrir bestu að lifa óáreitt í náttúrunni og það er okkar hlutverk að reyna að vernda stofna þeirra og standa vörð um viðkvæmt vistkerfi íslenskrar náttúru. Síðan við námum land hafa stofnar allra villtra dýra á og við landið minnkað stórlega, það má nánast tala um aðför að villtum dýrum á Íslandi. Íslenski refastofninn, melrakkinn var næstum útdauður á Íslandi 1979 þegar stofninn taldi færri en 1000 dýr og sama á við um landsel, útsel, margar hvalategundir og fuglategundir sem eru á válista í dag að ógleymdum rostungum sem eru útdauðir á Íslandi. Lundi er metinn í bráðri hættu en samt er enn verið að veiða og drepa lunda á Íslandi? Rjúpnastofninn er í sögulegu lágmarki og samt er ekki búið að grípa til aðgerða, að banna veiðar og afturkalla veiðitímabil þessa árs? Það virðist vera að réttur manna til að drepa dýr sé sterkari en réttur villtra dýra til að lifa? Það er heilagari sú hefð að steikja rjúpu á jólum en að vernda stofninn fyrir útrýmingu. Í ljósi þessa alvarlegs ástands skýtur skökku við að umhverfis- og auðlindaráðherra sem tekur ákvarðanir er varðar villt dýr og hefur vald til að banna eða heimila veiðar skuli vera í stjórnmálaflokki sem hefur verndun vistkerfa á stefnuskrá? Ísland er með lög um villt dýr af mjög svo gildri ástæðu, fyrir um 12 þúsund árum voru 96% spendýra á jörðinni villt dýr og mannfólk einungis um 4%. Síðan mannfólk fór að halda húsdýr hafa hlutföllin breyst þannig að einungis um 4% spendýra eru villt dýr, um 60% eru húsdýr/gæludýr haldin til manneldis og mannfólk er um 36%. Eins og David Attenborough hefur reynt að benda okkur á þá munum við með því að útrýma villtum dýrum á jörðinni einnig útrýma okkur sjálfum, það er því sjálfum okkur fyrir bestu að breyta neysluháttum okkar. Yfirburðir og völd mannsins hefur haft óafturkræf áhrif á vistkerfi jarðar og við eigum í fullu fangi með að snúa þeirri þróun við til að lifa af sem tegund. Við getum ekki gert það nema að vernda einnig aðrar dýrategundir. Aftur af refnum Gústa, hann er ekki fyrsti refur sem eigandinn hefur tekið að sér, faðir hans komst í fréttirnar fyrir að temja refi fyrir 8 árum og viðurkenndi að það væri til að laða að sér ferðamenn, það er semsagt ekki til að hlífa eða vernda refastofninn, það er ekki af góðmennsku og velvild í garð refa sem verið er að taka þá úr náttúrunni og temja þá. Það er til að nýta sér þá til skemmtunar. Ef eiganda Gústa verður leyft að halda Gústa sem gæludýr þá gefur það fordæmi fyrir og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama, það er fordæmi sem við ættum eftir fremsta megni að forðast. Höfundur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi
Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun