Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. október 2021 13:20 Bjarni Pálsson, formaður undirbúningsnefndar Íslands og Hildigunnur H. Thorsteinsson, varaformaður. aðsend Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það. Heimsþingið er haldið á fimm ára fresti í mismunandi löndum og er gjarnan kallað „Ólympíuleikar jarðhitans". Um tvö þúsund gestir eru skráðir á þingið og mun rúmur helmingur þeirra vera viðstaddur í Hörpu en aðrir í gegn um fjarfundabúnað, vegna heimsfaraldursins. „Þetta er búið að vera í ferli frá árinu 2013, þegar við sóttum um að fá að halda það og þurftum að berjast um það við nokkur lönd," segir Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar heimsþingsins. Hann nefnir þar til dæmis Bandaríkin, Þýskaland, Holland, Filippseyjar og Chile. Afar umfangsmikið verkefni „Við skiptum ráðstefnunni í tvennt. Annars vegar héldum við 6 gríðarlega vel heppnaða vefviðburði í samstarfi við tæknimenn Hörpu og frá hugbúnaðarfyrirtækinu Advania þar sem um 1500 erindi voru kynnt. Nú er hins vegar komið að hápunktinum þar sem 200 stærstu erindin verða flutt á staðráðstefnunni í Hörpu,“ segir Bjarni. Frá útsendingarherbergi fyrir vefhluta ráðstefnunnar. Skipleggjendur WGC með tæknifólki frá Hörpunni og Advanía.aðsend Þátttakendur frá 101 landi verða á ráðstefnunni auk þess sem 50 stofnanir og fyrirtæki kynna starfsemi sína. Að sögn Bjarna er þetta því ein umfangsmesti ráðstefnuviðburður sem haldinn hefur verið á landinnu; þar verða vörusýning, fyrirlestrar, viðburðir, skoðunarfeðrir og námskeið. Ísland færir sambandinu gjöf Bjarni segir helsta tilgang ráðstefnunnar að ræða stærstu áskorunina við jarðnýtingar sem sé á sama tíma stærsta tækifæri hennar; að styðja við loftslagsaðgerðir um heim allan. „Víða er tækifæri til að skipta út þessum gömlu orkugjöfum fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Og Jarðhitanýtingin spilar þar lykilhlutverk." Á morgun munu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra koma fram á opnunarviðburðinum. Einnig dr. Megan Woods, orkumálaráherra Nýja Sjálands. Þá munu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðni A. Jóhannesson, fyrrverandi orkumálastjóri, færa Alþjóðajarðhitasambandinu tæki til að meta sjálfbærni jarðhitaverkefna. „Þá geta ríki um heim allan nýtt það til að meta góð jarðhitaverkefni og þetta er staðall sem mun hjálpa þeim að ákveða hvert er til dæmis best að beina styrkjum sínum,“ segir Bjarni. Jarðhiti Orkumál Reykjavík Utanríkismál Harpa Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Heimsþingið er haldið á fimm ára fresti í mismunandi löndum og er gjarnan kallað „Ólympíuleikar jarðhitans". Um tvö þúsund gestir eru skráðir á þingið og mun rúmur helmingur þeirra vera viðstaddur í Hörpu en aðrir í gegn um fjarfundabúnað, vegna heimsfaraldursins. „Þetta er búið að vera í ferli frá árinu 2013, þegar við sóttum um að fá að halda það og þurftum að berjast um það við nokkur lönd," segir Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar heimsþingsins. Hann nefnir þar til dæmis Bandaríkin, Þýskaland, Holland, Filippseyjar og Chile. Afar umfangsmikið verkefni „Við skiptum ráðstefnunni í tvennt. Annars vegar héldum við 6 gríðarlega vel heppnaða vefviðburði í samstarfi við tæknimenn Hörpu og frá hugbúnaðarfyrirtækinu Advania þar sem um 1500 erindi voru kynnt. Nú er hins vegar komið að hápunktinum þar sem 200 stærstu erindin verða flutt á staðráðstefnunni í Hörpu,“ segir Bjarni. Frá útsendingarherbergi fyrir vefhluta ráðstefnunnar. Skipleggjendur WGC með tæknifólki frá Hörpunni og Advanía.aðsend Þátttakendur frá 101 landi verða á ráðstefnunni auk þess sem 50 stofnanir og fyrirtæki kynna starfsemi sína. Að sögn Bjarna er þetta því ein umfangsmesti ráðstefnuviðburður sem haldinn hefur verið á landinnu; þar verða vörusýning, fyrirlestrar, viðburðir, skoðunarfeðrir og námskeið. Ísland færir sambandinu gjöf Bjarni segir helsta tilgang ráðstefnunnar að ræða stærstu áskorunina við jarðnýtingar sem sé á sama tíma stærsta tækifæri hennar; að styðja við loftslagsaðgerðir um heim allan. „Víða er tækifæri til að skipta út þessum gömlu orkugjöfum fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Og Jarðhitanýtingin spilar þar lykilhlutverk." Á morgun munu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra koma fram á opnunarviðburðinum. Einnig dr. Megan Woods, orkumálaráherra Nýja Sjálands. Þá munu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðni A. Jóhannesson, fyrrverandi orkumálastjóri, færa Alþjóðajarðhitasambandinu tæki til að meta sjálfbærni jarðhitaverkefna. „Þá geta ríki um heim allan nýtt það til að meta góð jarðhitaverkefni og þetta er staðall sem mun hjálpa þeim að ákveða hvert er til dæmis best að beina styrkjum sínum,“ segir Bjarni.
Jarðhiti Orkumál Reykjavík Utanríkismál Harpa Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira