Milt viðhorf almennings til skattsvika Gréta Stefánsdóttir skrifar 29. október 2021 11:01 Skattalagabrot hafa alltaf átt stað í hinni almennu umræðu. En þrátt fyrir fjölda þeirra og þá staðreynd að Ísland er eina vestræna ríkið sem sett hefur verið á hinn svokallaða gráa lista þá má draga þær ályktanir að ekki er um að ræða nægilega gagnrýna umræðu. Haustið 2019 var Ísland sett á gráan lista sökum alvarlegra annarmarka á sviði varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fyrirtæki í viðskiptum við ríki sem hafa verið sett á gráa listann hafa frekar kosið að slíta viðskiptasamböndum sínum en að leggja á sig aukna áreiðanleikakönnun sem er skylt að framkvæma á viðskiptamönnum frá löndum á gráa listanum. Vekja verður athygli á því að skv. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 teljast öll refsiverð brot með fjárhagslegum ávinningi vera frumbrot peningaþvættis. Á Íslandi eru skattalagabrot algengustu frumbrot peningaþvættis samkvæmt áhættumati ríkislögreglustjóra, gefið út á tveggja ára fresti, árin 2017, 2019 og 2021. Ásamt þessum staðreyndum þá hefur greind ógn sökum skattalagbrota á Íslandi verið flokkuð í alvarlegasta flokk greiningartöflu Evrópusambandsins. Jafnvel þó að með breytingu laga nr. 149/2009 hafi 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verið látin taka til allra refsiverðra brota með fjárhagslegan ávinning og þau lög tóku gildi 1. janúar 2010 þá er framkvæmdin nýlega farin að samræmast lögunum. Það var ekki fyrr en Ísland var sett á gráa listann árið 2019 sem ýtti framkvæmdinni af stað. Í dag rúmlega 10 árum eftir þessa lagabreytingu hefur aðeins einn dómur fallið á hæsta dómstigi um skattalagabrot sem frumbrot peningaþvættis og það var Hrd. 25. mars 2021 (29/2020). Í því máli var skattalagabrotið sjálft fyrnt, s.s. frumbrotið, en um er að ræða tvö sjálfstæð brot, skattalagabrot og sjálfsþvættisbrot. Hinn ólögmæti ávinningur sem stafar af skattalagabrotinu var enn til staðar hvort sem hann var bundinn í fasteign eða inn á bankareikningi en 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 tekur einnig til þess að geyma eða meðhöndla ólögmætan ávinning. Þess vegna taldist sjálfsþvættisbrotið vera ófyrnt, þetta er ástandsbrot og fyrnist ekki fyrr en ástandinu lýkur sbr. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða m.ö.o. lýkur ástandinu ekki svo lengi sem hinn ólögmæti ávinningur er til staðar. Þá má draga þá ályktun að ef hinum ólögmæta ávinningi hefði verið eytt í neyslu og væri ekki lengur til staðar að þá myndi fyrningarfrestur teljast frá þeim degi skv. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það hlýtur að teljast merkilegt að þrátt fyrir bókstaf laganna hafi framkvæmdin ekki verið í samræmi í lög fyrr en rúmum 10 árum síðar. Sem leiðir mig að kjarna málsins sem er viðhorf almennings til skattalagabrota. Í áhættumati ríkislögreglustjóra árin 2019 og 2021 kom fram að viðhorf almennings gagnvart skattsvikum er mun mildara en til annarra refsiverðra brota, þrátt fyrir gífurlegt umfang þeirra. Þetta viðhorf almennings er verulegur veikleiki í þjóðfélaginu og siðferðislegur vandi. Framlag skattborgara á að sjá um rekstur heilbrigðiskerfisins, samgöngukerfis, menntakerfis o.s.frv. sem allir í þjóðfélaginu nýta og treysta á. Þetta er það sem er í húfi. Hvers vegna er viðhorfið milt? Höfundur er að ljúka mastersnámi í lögfræði í HÍ núna í vetur með sérstakri áherslu á skattarétt. Meistararitgerðin fjallar um skattsvik í samhengi peningaþvættis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Skattalagabrot hafa alltaf átt stað í hinni almennu umræðu. En þrátt fyrir fjölda þeirra og þá staðreynd að Ísland er eina vestræna ríkið sem sett hefur verið á hinn svokallaða gráa lista þá má draga þær ályktanir að ekki er um að ræða nægilega gagnrýna umræðu. Haustið 2019 var Ísland sett á gráan lista sökum alvarlegra annarmarka á sviði varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fyrirtæki í viðskiptum við ríki sem hafa verið sett á gráa listann hafa frekar kosið að slíta viðskiptasamböndum sínum en að leggja á sig aukna áreiðanleikakönnun sem er skylt að framkvæma á viðskiptamönnum frá löndum á gráa listanum. Vekja verður athygli á því að skv. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 teljast öll refsiverð brot með fjárhagslegum ávinningi vera frumbrot peningaþvættis. Á Íslandi eru skattalagabrot algengustu frumbrot peningaþvættis samkvæmt áhættumati ríkislögreglustjóra, gefið út á tveggja ára fresti, árin 2017, 2019 og 2021. Ásamt þessum staðreyndum þá hefur greind ógn sökum skattalagbrota á Íslandi verið flokkuð í alvarlegasta flokk greiningartöflu Evrópusambandsins. Jafnvel þó að með breytingu laga nr. 149/2009 hafi 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verið látin taka til allra refsiverðra brota með fjárhagslegan ávinning og þau lög tóku gildi 1. janúar 2010 þá er framkvæmdin nýlega farin að samræmast lögunum. Það var ekki fyrr en Ísland var sett á gráa listann árið 2019 sem ýtti framkvæmdinni af stað. Í dag rúmlega 10 árum eftir þessa lagabreytingu hefur aðeins einn dómur fallið á hæsta dómstigi um skattalagabrot sem frumbrot peningaþvættis og það var Hrd. 25. mars 2021 (29/2020). Í því máli var skattalagabrotið sjálft fyrnt, s.s. frumbrotið, en um er að ræða tvö sjálfstæð brot, skattalagabrot og sjálfsþvættisbrot. Hinn ólögmæti ávinningur sem stafar af skattalagabrotinu var enn til staðar hvort sem hann var bundinn í fasteign eða inn á bankareikningi en 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 tekur einnig til þess að geyma eða meðhöndla ólögmætan ávinning. Þess vegna taldist sjálfsþvættisbrotið vera ófyrnt, þetta er ástandsbrot og fyrnist ekki fyrr en ástandinu lýkur sbr. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða m.ö.o. lýkur ástandinu ekki svo lengi sem hinn ólögmæti ávinningur er til staðar. Þá má draga þá ályktun að ef hinum ólögmæta ávinningi hefði verið eytt í neyslu og væri ekki lengur til staðar að þá myndi fyrningarfrestur teljast frá þeim degi skv. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það hlýtur að teljast merkilegt að þrátt fyrir bókstaf laganna hafi framkvæmdin ekki verið í samræmi í lög fyrr en rúmum 10 árum síðar. Sem leiðir mig að kjarna málsins sem er viðhorf almennings til skattalagabrota. Í áhættumati ríkislögreglustjóra árin 2019 og 2021 kom fram að viðhorf almennings gagnvart skattsvikum er mun mildara en til annarra refsiverðra brota, þrátt fyrir gífurlegt umfang þeirra. Þetta viðhorf almennings er verulegur veikleiki í þjóðfélaginu og siðferðislegur vandi. Framlag skattborgara á að sjá um rekstur heilbrigðiskerfisins, samgöngukerfis, menntakerfis o.s.frv. sem allir í þjóðfélaginu nýta og treysta á. Þetta er það sem er í húfi. Hvers vegna er viðhorfið milt? Höfundur er að ljúka mastersnámi í lögfræði í HÍ núna í vetur með sérstakri áherslu á skattarétt. Meistararitgerðin fjallar um skattsvik í samhengi peningaþvættis.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun