Börsugum tókst ekki að vinna þrátt fyrir að Koeman hafi fengið sparkið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2021 21:05 Vandræði virðast engan endi ætla að taka. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Eftir að hafa látið Ronald Koeman fara tókst Barcelona aðeins að ná í stig á heimavelli gegn Deportivo Alavés í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Áföllin halda áfram að dynja á Börsungum en Sergio Agüero fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Í hans stað kom Philippe Coutinho inn á. Það breytti því ekki að hvorugu liði tókst að skora í fyrri hálfleik og staðan því 0-0 er flautað var til hálfleiks. Memphis Depay kom heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik en Luis Rioja jafnaði metin fyrir Alavés aðeins þremur mínútum síðar. Þó Börsungar hafi verið með boltann 79 prósent af leiknum, átt 16 skot og fengið 9 hornspyrnu þá dugði það ekki til, lokatölur 1-1 og vandræði Barcelona halda áfram. - Ninth in La Liga- Four points in their last five league matchesTough times for Barcelona pic.twitter.com/zXGUUYZAJo— B/R Football (@brfootball) October 30, 2021 Liðið er í 9. sæti með 16 stig að loknum 11 leikjum, átta stigum á eftir Real Madríd sem trónir á toppi deildarinnar. Spænski boltinn Fótbolti
Eftir að hafa látið Ronald Koeman fara tókst Barcelona aðeins að ná í stig á heimavelli gegn Deportivo Alavés í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Áföllin halda áfram að dynja á Börsungum en Sergio Agüero fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Í hans stað kom Philippe Coutinho inn á. Það breytti því ekki að hvorugu liði tókst að skora í fyrri hálfleik og staðan því 0-0 er flautað var til hálfleiks. Memphis Depay kom heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik en Luis Rioja jafnaði metin fyrir Alavés aðeins þremur mínútum síðar. Þó Börsungar hafi verið með boltann 79 prósent af leiknum, átt 16 skot og fengið 9 hornspyrnu þá dugði það ekki til, lokatölur 1-1 og vandræði Barcelona halda áfram. - Ninth in La Liga- Four points in their last five league matchesTough times for Barcelona pic.twitter.com/zXGUUYZAJo— B/R Football (@brfootball) October 30, 2021 Liðið er í 9. sæti með 16 stig að loknum 11 leikjum, átta stigum á eftir Real Madríd sem trónir á toppi deildarinnar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti