Verðlaunum samfélagslega ábyrgð Lárus Jón Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2021 08:02 Covid-19 vírusinn er ekki nokkurri manneskju að kenna. Ástæður þess að þiggja ekki bólusetningu eru líklega jafn margar og fjölbreyttar og einstaklingarnir sem ákveða það og þeir bera fulla ábyrgð á sinni ákvörðun því bólusetning er ekki skylda á Íslandi. Á hinn bóginn eru haldgóð rök fyrir því að að bólusetja sig og bestu rökin eru þau að með bólusetningu erum við að vernda heilsu samborgara okkar auk heilsu okkar sjálfra. Með öðrum orðum, með því að þiggja bólusetningu gegn nýrri og lífshættulegri veiru sýnum við samfélagslega ábyrgð. Svo það sé ítrekað, þá ber ekkert okkar ábyrgð á Covid-19 vírusnum. Hins vegar er það ábyrgð okkar allra að þessi víruspadda skríði ekki óhindrað um samfélagið. Engum dettur í hug að andmæla aðgerðum gegn heilsuspillandi myglu í skólahúsnæði eða krefjast þess að reykingar verði leyfðar í almannarýmum eins og sjúkrahúsum og flugvélum, því við vitum að hvort tveggja, myglugró og tóbaksreykur, getur borist um loftið og skaðað þá sem síst geta varið sig. Við öll, sem samfélag, höfum sett okkur ýmsar reglur um hegðun og ábyrgð í daglegu lífi, til dæmis umferðarreglur sem banna akstur á rauðu ljósi og skylda okkur til að nota öryggisbelti og lög sem gera refsivert að meiða eða skaða fólk á nokkurn hátt. Fáum ef nokkrum dettur í hug að kalla slíkar reglur atlögu að borgaralegu frelsi. Enn og aftur, Covid-19 vírusinn er hvorki þér né mér að kenna. Átjánda nóvember 2021 voru 76% þjóðarinnar fullbólusett og hlutfall bólusettra tólf ára og eldri var 89%. Þessi umtalsverði meirihluti hefur sjálfviljugur ákveðið að hlusta á vísindaleg rök og axla þá samfélagslegu skyldu að þiggja bólusetningu, vitandi að með því er hann að vernda sig OG samborgara sína sem ekki hafa enn látið bólusetja sig. Svo það sé sagt skýrt og ákveðið: Covid-19 vírusinn er ekki óbólusettum að kenna. Sannreynd vísindaþekking segir okkur að því fleiri sem bólusetja sig því minni verði líkurnar á endurteknum smitbylgjum með mögulegum alvarlegum veikindum og jafnvel dauða og óhóflegu álagi á þau okkar sem standa á víglínunni andspænis Covid-19 vírusnum. Sem fyrr segir, þá er ekki skylda á Íslandi að láta bólusetja sig og því væri það rangt að refsa þeim sem af ótal ástæðum vilja ekki þiggja bólusetningu við lífshættulegum vírusum. Loks skal það áréttað að Covid-19 vírusinn er ekki heldur bólusettum að kenna. Því er ekkert sem mælir gegn því að umbuna þeim sem hafa ákveðið að taka á sig þessa samfélagslegu skyldu heildinni til heilla því hvert og eitt okkar tekur sjálfstæða ákvörðun um að þiggja bólusetningu eða sleppa henni. Þeir sem standa sig vel í námi og starfi eru gjarnan verðlaunaðir og því mætti kannski segja að það sé löngu tímabært að þeir sem axla samfélagslega ábyrgð, fylgja reglum, hlýða lögum og gæta sín í samskiptum við samborgara sína fái nú loksins að njóta þess. Reyndar er það ekki alveg óþekkt því til dæmis finnast tryggingafélög sem endurgreiða iðgjöld til tjónlausra og seljendur vöru og þjónustu hafa, af ómerkilegra tilefni, gefið ríflega afslætti fyrir jól og áramót. Það að umbuna einum jafngildir ekki refsingu annars. Með því að verðlauna samfélagslega ábyrgð sendum við jákvæða hvatningu til þeirra sem enn eiga eftir að ákveða sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Covid-19 vírusinn er ekki nokkurri manneskju að kenna. Ástæður þess að þiggja ekki bólusetningu eru líklega jafn margar og fjölbreyttar og einstaklingarnir sem ákveða það og þeir bera fulla ábyrgð á sinni ákvörðun því bólusetning er ekki skylda á Íslandi. Á hinn bóginn eru haldgóð rök fyrir því að að bólusetja sig og bestu rökin eru þau að með bólusetningu erum við að vernda heilsu samborgara okkar auk heilsu okkar sjálfra. Með öðrum orðum, með því að þiggja bólusetningu gegn nýrri og lífshættulegri veiru sýnum við samfélagslega ábyrgð. Svo það sé ítrekað, þá ber ekkert okkar ábyrgð á Covid-19 vírusnum. Hins vegar er það ábyrgð okkar allra að þessi víruspadda skríði ekki óhindrað um samfélagið. Engum dettur í hug að andmæla aðgerðum gegn heilsuspillandi myglu í skólahúsnæði eða krefjast þess að reykingar verði leyfðar í almannarýmum eins og sjúkrahúsum og flugvélum, því við vitum að hvort tveggja, myglugró og tóbaksreykur, getur borist um loftið og skaðað þá sem síst geta varið sig. Við öll, sem samfélag, höfum sett okkur ýmsar reglur um hegðun og ábyrgð í daglegu lífi, til dæmis umferðarreglur sem banna akstur á rauðu ljósi og skylda okkur til að nota öryggisbelti og lög sem gera refsivert að meiða eða skaða fólk á nokkurn hátt. Fáum ef nokkrum dettur í hug að kalla slíkar reglur atlögu að borgaralegu frelsi. Enn og aftur, Covid-19 vírusinn er hvorki þér né mér að kenna. Átjánda nóvember 2021 voru 76% þjóðarinnar fullbólusett og hlutfall bólusettra tólf ára og eldri var 89%. Þessi umtalsverði meirihluti hefur sjálfviljugur ákveðið að hlusta á vísindaleg rök og axla þá samfélagslegu skyldu að þiggja bólusetningu, vitandi að með því er hann að vernda sig OG samborgara sína sem ekki hafa enn látið bólusetja sig. Svo það sé sagt skýrt og ákveðið: Covid-19 vírusinn er ekki óbólusettum að kenna. Sannreynd vísindaþekking segir okkur að því fleiri sem bólusetja sig því minni verði líkurnar á endurteknum smitbylgjum með mögulegum alvarlegum veikindum og jafnvel dauða og óhóflegu álagi á þau okkar sem standa á víglínunni andspænis Covid-19 vírusnum. Sem fyrr segir, þá er ekki skylda á Íslandi að láta bólusetja sig og því væri það rangt að refsa þeim sem af ótal ástæðum vilja ekki þiggja bólusetningu við lífshættulegum vírusum. Loks skal það áréttað að Covid-19 vírusinn er ekki heldur bólusettum að kenna. Því er ekkert sem mælir gegn því að umbuna þeim sem hafa ákveðið að taka á sig þessa samfélagslegu skyldu heildinni til heilla því hvert og eitt okkar tekur sjálfstæða ákvörðun um að þiggja bólusetningu eða sleppa henni. Þeir sem standa sig vel í námi og starfi eru gjarnan verðlaunaðir og því mætti kannski segja að það sé löngu tímabært að þeir sem axla samfélagslega ábyrgð, fylgja reglum, hlýða lögum og gæta sín í samskiptum við samborgara sína fái nú loksins að njóta þess. Reyndar er það ekki alveg óþekkt því til dæmis finnast tryggingafélög sem endurgreiða iðgjöld til tjónlausra og seljendur vöru og þjónustu hafa, af ómerkilegra tilefni, gefið ríflega afslætti fyrir jól og áramót. Það að umbuna einum jafngildir ekki refsingu annars. Með því að verðlauna samfélagslega ábyrgð sendum við jákvæða hvatningu til þeirra sem enn eiga eftir að ákveða sig.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun