Verðlaunum samfélagslega ábyrgð Lárus Jón Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2021 08:02 Covid-19 vírusinn er ekki nokkurri manneskju að kenna. Ástæður þess að þiggja ekki bólusetningu eru líklega jafn margar og fjölbreyttar og einstaklingarnir sem ákveða það og þeir bera fulla ábyrgð á sinni ákvörðun því bólusetning er ekki skylda á Íslandi. Á hinn bóginn eru haldgóð rök fyrir því að að bólusetja sig og bestu rökin eru þau að með bólusetningu erum við að vernda heilsu samborgara okkar auk heilsu okkar sjálfra. Með öðrum orðum, með því að þiggja bólusetningu gegn nýrri og lífshættulegri veiru sýnum við samfélagslega ábyrgð. Svo það sé ítrekað, þá ber ekkert okkar ábyrgð á Covid-19 vírusnum. Hins vegar er það ábyrgð okkar allra að þessi víruspadda skríði ekki óhindrað um samfélagið. Engum dettur í hug að andmæla aðgerðum gegn heilsuspillandi myglu í skólahúsnæði eða krefjast þess að reykingar verði leyfðar í almannarýmum eins og sjúkrahúsum og flugvélum, því við vitum að hvort tveggja, myglugró og tóbaksreykur, getur borist um loftið og skaðað þá sem síst geta varið sig. Við öll, sem samfélag, höfum sett okkur ýmsar reglur um hegðun og ábyrgð í daglegu lífi, til dæmis umferðarreglur sem banna akstur á rauðu ljósi og skylda okkur til að nota öryggisbelti og lög sem gera refsivert að meiða eða skaða fólk á nokkurn hátt. Fáum ef nokkrum dettur í hug að kalla slíkar reglur atlögu að borgaralegu frelsi. Enn og aftur, Covid-19 vírusinn er hvorki þér né mér að kenna. Átjánda nóvember 2021 voru 76% þjóðarinnar fullbólusett og hlutfall bólusettra tólf ára og eldri var 89%. Þessi umtalsverði meirihluti hefur sjálfviljugur ákveðið að hlusta á vísindaleg rök og axla þá samfélagslegu skyldu að þiggja bólusetningu, vitandi að með því er hann að vernda sig OG samborgara sína sem ekki hafa enn látið bólusetja sig. Svo það sé sagt skýrt og ákveðið: Covid-19 vírusinn er ekki óbólusettum að kenna. Sannreynd vísindaþekking segir okkur að því fleiri sem bólusetja sig því minni verði líkurnar á endurteknum smitbylgjum með mögulegum alvarlegum veikindum og jafnvel dauða og óhóflegu álagi á þau okkar sem standa á víglínunni andspænis Covid-19 vírusnum. Sem fyrr segir, þá er ekki skylda á Íslandi að láta bólusetja sig og því væri það rangt að refsa þeim sem af ótal ástæðum vilja ekki þiggja bólusetningu við lífshættulegum vírusum. Loks skal það áréttað að Covid-19 vírusinn er ekki heldur bólusettum að kenna. Því er ekkert sem mælir gegn því að umbuna þeim sem hafa ákveðið að taka á sig þessa samfélagslegu skyldu heildinni til heilla því hvert og eitt okkar tekur sjálfstæða ákvörðun um að þiggja bólusetningu eða sleppa henni. Þeir sem standa sig vel í námi og starfi eru gjarnan verðlaunaðir og því mætti kannski segja að það sé löngu tímabært að þeir sem axla samfélagslega ábyrgð, fylgja reglum, hlýða lögum og gæta sín í samskiptum við samborgara sína fái nú loksins að njóta þess. Reyndar er það ekki alveg óþekkt því til dæmis finnast tryggingafélög sem endurgreiða iðgjöld til tjónlausra og seljendur vöru og þjónustu hafa, af ómerkilegra tilefni, gefið ríflega afslætti fyrir jól og áramót. Það að umbuna einum jafngildir ekki refsingu annars. Með því að verðlauna samfélagslega ábyrgð sendum við jákvæða hvatningu til þeirra sem enn eiga eftir að ákveða sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Covid-19 vírusinn er ekki nokkurri manneskju að kenna. Ástæður þess að þiggja ekki bólusetningu eru líklega jafn margar og fjölbreyttar og einstaklingarnir sem ákveða það og þeir bera fulla ábyrgð á sinni ákvörðun því bólusetning er ekki skylda á Íslandi. Á hinn bóginn eru haldgóð rök fyrir því að að bólusetja sig og bestu rökin eru þau að með bólusetningu erum við að vernda heilsu samborgara okkar auk heilsu okkar sjálfra. Með öðrum orðum, með því að þiggja bólusetningu gegn nýrri og lífshættulegri veiru sýnum við samfélagslega ábyrgð. Svo það sé ítrekað, þá ber ekkert okkar ábyrgð á Covid-19 vírusnum. Hins vegar er það ábyrgð okkar allra að þessi víruspadda skríði ekki óhindrað um samfélagið. Engum dettur í hug að andmæla aðgerðum gegn heilsuspillandi myglu í skólahúsnæði eða krefjast þess að reykingar verði leyfðar í almannarýmum eins og sjúkrahúsum og flugvélum, því við vitum að hvort tveggja, myglugró og tóbaksreykur, getur borist um loftið og skaðað þá sem síst geta varið sig. Við öll, sem samfélag, höfum sett okkur ýmsar reglur um hegðun og ábyrgð í daglegu lífi, til dæmis umferðarreglur sem banna akstur á rauðu ljósi og skylda okkur til að nota öryggisbelti og lög sem gera refsivert að meiða eða skaða fólk á nokkurn hátt. Fáum ef nokkrum dettur í hug að kalla slíkar reglur atlögu að borgaralegu frelsi. Enn og aftur, Covid-19 vírusinn er hvorki þér né mér að kenna. Átjánda nóvember 2021 voru 76% þjóðarinnar fullbólusett og hlutfall bólusettra tólf ára og eldri var 89%. Þessi umtalsverði meirihluti hefur sjálfviljugur ákveðið að hlusta á vísindaleg rök og axla þá samfélagslegu skyldu að þiggja bólusetningu, vitandi að með því er hann að vernda sig OG samborgara sína sem ekki hafa enn látið bólusetja sig. Svo það sé sagt skýrt og ákveðið: Covid-19 vírusinn er ekki óbólusettum að kenna. Sannreynd vísindaþekking segir okkur að því fleiri sem bólusetja sig því minni verði líkurnar á endurteknum smitbylgjum með mögulegum alvarlegum veikindum og jafnvel dauða og óhóflegu álagi á þau okkar sem standa á víglínunni andspænis Covid-19 vírusnum. Sem fyrr segir, þá er ekki skylda á Íslandi að láta bólusetja sig og því væri það rangt að refsa þeim sem af ótal ástæðum vilja ekki þiggja bólusetningu við lífshættulegum vírusum. Loks skal það áréttað að Covid-19 vírusinn er ekki heldur bólusettum að kenna. Því er ekkert sem mælir gegn því að umbuna þeim sem hafa ákveðið að taka á sig þessa samfélagslegu skyldu heildinni til heilla því hvert og eitt okkar tekur sjálfstæða ákvörðun um að þiggja bólusetningu eða sleppa henni. Þeir sem standa sig vel í námi og starfi eru gjarnan verðlaunaðir og því mætti kannski segja að það sé löngu tímabært að þeir sem axla samfélagslega ábyrgð, fylgja reglum, hlýða lögum og gæta sín í samskiptum við samborgara sína fái nú loksins að njóta þess. Reyndar er það ekki alveg óþekkt því til dæmis finnast tryggingafélög sem endurgreiða iðgjöld til tjónlausra og seljendur vöru og þjónustu hafa, af ómerkilegra tilefni, gefið ríflega afslætti fyrir jól og áramót. Það að umbuna einum jafngildir ekki refsingu annars. Með því að verðlauna samfélagslega ábyrgð sendum við jákvæða hvatningu til þeirra sem enn eiga eftir að ákveða sig.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun