Hvað er barnaheill í Covid-faraldri? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 07:30 Á Íslandi gilda um þessar mundir mun meira íþyngjandi reglur um sóttkví og smitgát barna heldur en í nágrannalöndum okkar og þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Þannig eru börn að jafnaði ekki sett í sóttkví vegna skólasmita í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Víða er hins vegar notast við prófanir (hraðpróf og heimapróf) til þess að fylgjast með þeim börnum sem hafa verið útsett fyrir smiti og einkum ef þau sýna einkenni sem bent geta til sýkingar. Hér er staðan allt önnur eins og umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga ber með sér. Þrátt fyrir að við séum ein mest bólusetta þjóð heims og að óumdeilt sé að börnum stafi í það minnsta ekki meiri hætta af Covid en af ýmsum öðrum sýkingum, hafa þau á annað ár sætt ítrekuðum takmörkunum, röskunum á skólagöngu og íþrótta- og tómstundastarfi og einangrun frá vinum og vandamönnum. Fjölmörg dæmi eru um að íslensk börn hafi þurft að sæta endurtekinni sóttkví til langs tíma. Þetta er mikið inngrip í daglegt líf - raunveruleg frelsisskerðing sem líkist í raun einhvers konar útgáfu af stofufangelsi. Sóttkví hefur áhrif á líf barnanna sjálfra og foreldra og forráðamanna. Óttinn við sóttkví er sums staðar orðinn mikill hjá börnum að foreldrar verða áskynja verulegs kvíða og uppnáms í tengslum við umræðu um skólasmit. Þá fylgir auðvitað þessum harkalegu ráðstöfunum sú ósagða ályktun, sem börnin fara ekki varhluta af, að börnin séu á einhvern hátt hættuleg umhverfi sínu; þau séu smitberar og geti valdið sínum nánustu vinum og fjölskyldu skaða. Eflaust verður hægt að rannsaka það af yfirvegun síðar, en það hlýtur að vera óhætt að fullyrða nú þegar að kvíði og ótti barna í tengslum við faraldurinn muni valda mörgum þeirra langvarandi skaða. Þá er sú kyrrseta og einvera sem börn í einangrun sæta einnig líkleg til þess að draga úr líkamlegri hreysti þeirra. Þau hafa eytt fjölmörgum dögum og hluta úr degi heima þar sem þau reyna að láta lítið fyrir sér fara til að trufla ekki heimavinnu mömmu og pabba sem auðvitað fylgja með í sóttkví. Börn hafa misst úr skólamáltíðir á þessum tíma og þannig orðið af næringarríkustu máltíð dagsins vegna bágra aðstæðna. Og alltof mörg börn hafa verið einangruð í skaðlegum aðstæðum heima fyrir og munu aldrei bíða þess bætur. Þegar ákvarðanir eru teknar sem varða málefni barna á samkvæmt lögum það sem er barni fyrir bestu alltaf að hafa forgang. Börn eiga skýlausan lagalegan rétt til náms og til þess að njóta réttinda í samræmi við aldur og þroska. Þau eiga rétt á því að vera vernduð og að þeim sé sýnd virðing og umhyggja. Það er skylda okkar sem samfélags að vernda börnin okkar fyrir því sem ógnar lífi þeirra og heilsu. Þar er Covid ekki ofarlega á lista en andlegur heimsfaraldur þeim mun ofar. Ég tek undir orð sóttvarnalæknis um að það sé samfélagsleg ábyrgð okkar að vernda þá sem eru viðkvæmari, og undirstrika þar að börn eru sannarlega viðkvæmur hópur. Þegar upp verður staðið mun mesti skaðinn af Covid fyrir börn verða vegna þeirra umfangsmiklu aðgerða sem þau hafa þurft að sæta til að komast hjá því að smitast af veiru sem gerir þeim sáralítinn skaða. Þessi skaði er eflaust orðinn óafturkræfur í mörgum tilvikum. Framan af faraldrinum gátum við Íslendingar verið þakklát fyrir það leiðarljós sóttvarnalæknis að halda skólastarfi sem minnst skertu. Þar komu auðvitað einnig til sjónarmið um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsmenn gætu sótt vinnu sína, en umhyggjan fyrir börnunum sjálfum hlýtur að hafa verið það sem mestu réði. Nú hefur umræða um heill barnanna sem betur fer náð undirtökum víða í kringum okkur og lönd sem áður lokuðu skólastarfi hafa skóla opna, beita börn ekki sóttkví. Siðferðislegt mat á því hversu langt er rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna þarf að eiga sér stað. Áframhaldandi offors í kringum sóttkví barna getur ekki komið til álita. Það liggur því mikið við að við hugsum gildandi skerðingar út frá hagsmunum barna líkt og nágrannaþjóðir okkar hafa þegar gert; hugsum um barna-heill. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Sjá meira
Á Íslandi gilda um þessar mundir mun meira íþyngjandi reglur um sóttkví og smitgát barna heldur en í nágrannalöndum okkar og þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Þannig eru börn að jafnaði ekki sett í sóttkví vegna skólasmita í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Víða er hins vegar notast við prófanir (hraðpróf og heimapróf) til þess að fylgjast með þeim börnum sem hafa verið útsett fyrir smiti og einkum ef þau sýna einkenni sem bent geta til sýkingar. Hér er staðan allt önnur eins og umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga ber með sér. Þrátt fyrir að við séum ein mest bólusetta þjóð heims og að óumdeilt sé að börnum stafi í það minnsta ekki meiri hætta af Covid en af ýmsum öðrum sýkingum, hafa þau á annað ár sætt ítrekuðum takmörkunum, röskunum á skólagöngu og íþrótta- og tómstundastarfi og einangrun frá vinum og vandamönnum. Fjölmörg dæmi eru um að íslensk börn hafi þurft að sæta endurtekinni sóttkví til langs tíma. Þetta er mikið inngrip í daglegt líf - raunveruleg frelsisskerðing sem líkist í raun einhvers konar útgáfu af stofufangelsi. Sóttkví hefur áhrif á líf barnanna sjálfra og foreldra og forráðamanna. Óttinn við sóttkví er sums staðar orðinn mikill hjá börnum að foreldrar verða áskynja verulegs kvíða og uppnáms í tengslum við umræðu um skólasmit. Þá fylgir auðvitað þessum harkalegu ráðstöfunum sú ósagða ályktun, sem börnin fara ekki varhluta af, að börnin séu á einhvern hátt hættuleg umhverfi sínu; þau séu smitberar og geti valdið sínum nánustu vinum og fjölskyldu skaða. Eflaust verður hægt að rannsaka það af yfirvegun síðar, en það hlýtur að vera óhætt að fullyrða nú þegar að kvíði og ótti barna í tengslum við faraldurinn muni valda mörgum þeirra langvarandi skaða. Þá er sú kyrrseta og einvera sem börn í einangrun sæta einnig líkleg til þess að draga úr líkamlegri hreysti þeirra. Þau hafa eytt fjölmörgum dögum og hluta úr degi heima þar sem þau reyna að láta lítið fyrir sér fara til að trufla ekki heimavinnu mömmu og pabba sem auðvitað fylgja með í sóttkví. Börn hafa misst úr skólamáltíðir á þessum tíma og þannig orðið af næringarríkustu máltíð dagsins vegna bágra aðstæðna. Og alltof mörg börn hafa verið einangruð í skaðlegum aðstæðum heima fyrir og munu aldrei bíða þess bætur. Þegar ákvarðanir eru teknar sem varða málefni barna á samkvæmt lögum það sem er barni fyrir bestu alltaf að hafa forgang. Börn eiga skýlausan lagalegan rétt til náms og til þess að njóta réttinda í samræmi við aldur og þroska. Þau eiga rétt á því að vera vernduð og að þeim sé sýnd virðing og umhyggja. Það er skylda okkar sem samfélags að vernda börnin okkar fyrir því sem ógnar lífi þeirra og heilsu. Þar er Covid ekki ofarlega á lista en andlegur heimsfaraldur þeim mun ofar. Ég tek undir orð sóttvarnalæknis um að það sé samfélagsleg ábyrgð okkar að vernda þá sem eru viðkvæmari, og undirstrika þar að börn eru sannarlega viðkvæmur hópur. Þegar upp verður staðið mun mesti skaðinn af Covid fyrir börn verða vegna þeirra umfangsmiklu aðgerða sem þau hafa þurft að sæta til að komast hjá því að smitast af veiru sem gerir þeim sáralítinn skaða. Þessi skaði er eflaust orðinn óafturkræfur í mörgum tilvikum. Framan af faraldrinum gátum við Íslendingar verið þakklát fyrir það leiðarljós sóttvarnalæknis að halda skólastarfi sem minnst skertu. Þar komu auðvitað einnig til sjónarmið um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsmenn gætu sótt vinnu sína, en umhyggjan fyrir börnunum sjálfum hlýtur að hafa verið það sem mestu réði. Nú hefur umræða um heill barnanna sem betur fer náð undirtökum víða í kringum okkur og lönd sem áður lokuðu skólastarfi hafa skóla opna, beita börn ekki sóttkví. Siðferðislegt mat á því hversu langt er rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna þarf að eiga sér stað. Áframhaldandi offors í kringum sóttkví barna getur ekki komið til álita. Það liggur því mikið við að við hugsum gildandi skerðingar út frá hagsmunum barna líkt og nágrannaþjóðir okkar hafa þegar gert; hugsum um barna-heill. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun