Fótbolti

Sænsku stelpurnar ekki til Íslands vegna stöðu faraldursins hér

Sindri Sverrisson skrifar
Selfyssingurinn Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir er fyrirliði U19-landsliðsins, rétt eins og hún var hjá U17-landsliðinu.
Selfyssingurinn Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir er fyrirliði U19-landsliðsins, rétt eins og hún var hjá U17-landsliðinu. Getty/Matt Browne

Sænska knattspyrnusambandið ákvað að senda ekki U19-landsliðs kvenna í fótbolta hingað til lands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Þetta kemur fram í tilkynningu KSÍ í gær. Til stóð að U19-landslið Íslands og Svíþjóðar myndu mætast í tveimur leikjum. Sá fyrri átti að vera í Kórnum í Kópavogi á laugardag og sá seinni í Akraneshöllinni næstkomandi mánudag.

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari U19-landsliðs Íslands, valdi 20 stelpur í landsliðshóp sinn og munu þær þrátt fyrir allt koma saman til æfinga. Þær munu jafnframt spila æfingaleik við Breiðablik á Kópavogsvelli á laugardaginn en Blikakonur eiga enn eftir tvo leiki á sinni leiktíð, í Meistaradeild Evrópu í desember.

Samkvæmt heimasíðu KSÍ standa vonir til þess að hægt verði að spila leikina tvo við Svía á næsta ári.

Leikmannahópurinn:

  • Birna Kristín Björnsdóttir - Augnablik
  • Hildur Lilja Ágústsdóttir - Breiðablik
  • Írena Héðinsdóttir Gonzales - Breiðablik
  • Vigdís Lilja Kristjánsdóttir - Breiðablik
  • María Catharina Ólafsd. Gros - Celtic
  • Tinna Brá Magnúsdóttir - Fylkir
  • Berglind Þrastardóttir - Haukar
  • Mikaela Nótt Pétursdóttir - Haukar
  • Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir - Selfoss
  • Eyrún Embla Hjartardóttir - Stjarnan
  • Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir - Stjarnan
  • Sædís Rún Heiðarsdóttir - Stjarnan
  • Aldís Guðlaugsdóttir - Valur
  • Sigríður Theód. Guðmundsdóttir - Valur
  • Dagný Rún Pétursdóttir - Víkingur R.
  • Andrea Rut Bjarnadóttir - Þróttur R.
  • Jelena Tinna Kujundzic - Þróttur R.
  • Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Þróttur R.
  • Freyja Karín Þorvarðardóttir - Þróttur N.
  • Ísfold Marý Sigtryggsdóttir - Þór/KA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×