Sautján sjónarmið um tjáningarfrelsi og menntun Ragnar Þór Pétursson skrifar 24. nóvember 2021 17:01 Skrif Páls Vilhjálmssonar kennara í Garðabæ hafa verið mjög til umfjöllunar. Í tilefni af þeirri umræðu vaknaði eftirfarandi hugleiðing. I Í lýðræðisríkjum nýtur hugsana- og tjáningarfrelsi sérstakrar verndar. Sú vernd er grundvallarréttur og er óháð því hvort tilfallandi skoðun sé rétt eða röng. Þannig eru til dæmis fá réttindi heilagri en trúfrelsið og aðrar afdráttarlausar lífsskoðanir sem, eðli máls samkvæmt, eru oft ósamrýmanlegar innbyrðis. Slíkt frelsi er mikilvægt af mörgum ástæðum en grundvallast kannski á endanum á því viðhorfi að ekkert samfélag sé fullkomið og þau eigi öll ýmislegt ólært - og að sérhver borgari sé fullgildur þátttakandi í lærdómsleitinni. II Frelsi er því sannarlega mikilvægt. Rétt er þó að halda til haga tveimur sígildum fyrirvörum sem í allri alvöru umræðu um frelsi verða að fylgja. Í fyrra lagi þeim að frelsi hefur takmörk, sem að lágmarki má lýsa þannig að hvert og eitt okkar ætti að njóta frelsis upp að því marki að það skerði ekki sama frelsi annarra. Í öðru lagi þeim að óskynsamleg beiting frelsis verður mjög auðveldlega helsi. Hér er vaninn að taka dæmi af einhverju á borð við umferðarreglur sem augljóslega auka ferðafrelsi fólks ef eftir þeim er farið samanborið við það að hvert og eitt okkar væri frjálst af því að setja sér sínar eigin. III Mikilvægi frelsis verður líklega aldrei dregið af samfélagsáhrifum eingöngu (þ.e. að gott sé fyrir heildina að fólk sé frjálst), það þarf að endingu að skipta máli fyrir einstaklinginn að hann sé frjáls (eða að minnsta kosti að hann sé frjáls að því að takmarka eigið frelsi sjálfur). Hér má velja ýmis sjónarmið til frekari umræðu, sem líklega eru flest vel samrýmanleg. Öll hnitast þau líklega á endanum um það að lífið hafi þann tilgang að því sé lifað vel og að hægt sé að lifa bæði vel og illa. IV Líklega ættum við að ræða miklu meira í samfélaginu um muninn á því að lifa vel og illa. Um þessar mundir er mikið rætt um að barnvænt samfélag sé samfélag sem miði að farsæld og unnið er að laga- og kerfisbreytingum með það að markmiði að stuðla að aukinni farsæld barna. Farsæld er auðvitað ekki einfalt hugtak og lýtur eflaust bæði að ytri aðstæðum og innra sálarlífi. Eitt sjónarmið (sem ég hygg að sé skynsamlegt) byggir á því að þroski sé til marks um að lífinu sé lifað vel - og að mikilvægt sé að þroskast á fleiri en einu sviði mannlegs lífs (stundum er rætt um bókvit, verkvit og siðvit í þessum efnum). V Á grundvelli þroskasjónarmiðs mætti heimfæra mikilvægi hugsana- og tjáningarfrelsis á þann hátt að frjáls hugsun og tjáning geti stuðlað að mannlegum og samfélagslegum þroska. Þroskað samfélag er samfélag fólks sem ígrundar málin og ræðir. Út frá slíku viðhorfi má einnig réttlæta vernd vondra skoðana með tvennum hætti. Í fyrsta lagi því að þannig virkar þroski (svona svipað og að forsenda hreyfiþroska er að detta oft á rassinn) og í öðru lagi því að samfélag sem umber vondar skoðanir beri á endanum fegurri ávöxt en samfélag sem gerir það ekki. VI Af ofangreindu má vera ljóst að ég tel skólakerfið og kennara gegna lykilhlutverki í því að efla með nemendum frjálsa hugsun og stuðla að þroskandi skoðanaskiptum. Ég vil trúa því að nemendur séu ekki í skóla til að meðtaka skoðanir heldur læra að mynda sér þær. VII Hvernig er sá skóli sem kennir nemendum að mynda sér skoðanir? Mig langar að gera dálitla tilraun til að lýsa slíkum skóla með því að telja upp fimm möguleg einkenni. i Slíkur skóli gengur út frá þeirri forsendu að nám geti tekið tíma. ii Í skólanum er ekki gengið út frá því að hver einasta námsstund hafi fyrirframgefið mælanlegt markmið. iii Mikil áhersla er lögð á nemandann sjálfan sem uppsprettu sköpunar og hugmynda. Í því skyni er verk- og siðviti gert jafn hátt undir höfði og bókviti. Listir og sköpun eru rauður þráður alls skólastarfsins. iv Slíkur skóli einkennist af frjálsu og umburðarlyndu samtali. Nemendur og kennarar eru óhræddir við að tjá sig, jafnvel um erfið mál, og þurfa ekki að óttast það þótt þeir noti röng orð eða orði vonda hugmynd. v Skólasamfélagið þorir að ögra hugmyndum sínum. VIII Við sjáum þess ýmis merki að skólar af þessari gerð eigi undir högg að sækja. Óþolinmæði einkennir nám og kröfur um kerfisbundnar, skipulagðar framfarir eru háværar. Ungmenni kvarta í auknum mæli undan tímaskorti. Skapandi starf og verkleg vinna er skipulega vanmetin og þunginn er á bóknámi, meðal annars vegna þess að það er skilvirkara. Skólar eru ekki ónæmir fyrir öllum heimsins erjum og bergmálhellum og það skapar erfiðleika og óöryggi í umræðu um viðkvæm mál. Loks hefur skólakerfinu alltaf reynst erfitt að ögra eigin sannfæringu. Meðal annars vegna þess að nám er í of miklum mæli klippt niður í litla mælanlega búta. Ég mæli því alveg sérstaklega með gömlu erindi sem Kristján Kristjánsson háskólakennari og heimspekingur birti undir heitinu Boðorð til að brjóta þar sem hann rakti helstu reglur um ritgerðarskrif í skólum og færði rök fyrir því hvers vegna mikilvægt væri að brjóta þær sem oftast og af ástríðu. IX Það er af nógu að taka í umræðu um hugsana-, tjáningarfrelsi og skólastarf. Hún fléttast saman við sjálft grundvallarhlutverk kennarans og megintilgang skólastarfs. X Þess vegna er sorglegt að í þau fáu skipti sem af þrótti er rætt um tjáningarfrelsið og kennslu skuli það yfirleitt vera vegna einhverrar yfirgengilegrar vitleysu sem einstaka kennari lætur frá sér fara á opinberum vettvangi. XI Sem leiðir hugann að hlutverki kennarans og stöðu hans varðandi hugsana- og tjáningarfrelsi. Þá stöðu má skoða á a.m.k. fernan hátt. Staða hans gagnvart nemendum, samfélaginu, sjálfum sér og því starfi sem hann gegnir. i Það leiðir af ofansögðu að kennarinn ber ábyrgð á því að skapa nemendum hvetjandi umhverfi þar sem þeir geta lært að beita hugsana- og tjáningarfrelsi sínu. Það gerir miklar kröfur til kennarans sem öðlast þarf færni í ljósmóðurhlutverkinu gagnvart hugmyndum nemenda. ii Um skyldur kennara gagnvart samfélagi sínu er dálítið flókið að ræða. Kannski er hvergi mikilvægara að kennari þori að synda gegn straumnum en nákvæmlega í þessum efnum. Víða um heim mæta kennarar mikilli andstöðu í nærsamfélagi sínu taki þeir loftslagsmál til umfjöllunar í kennslu. Þeirri aðferð hefur verið beitt nokkuð kerfisbundið að ala á ófriði um umdeild mál til að geta gert þá kröfu á skólakerfi að sýna báðar hliðar (!) Hér er mikilvægt að muna að réttur nemenda til náms hlýtur að trompa rétt foreldra til innrætingar. Það gerir á kennarann miklar faglegar og siðferðilegar kröfur. iii Þótt öll röksemdafærsla mín snúist um það að lífið hafi tilgang sem hægt sé að lýsa sem farsæld eða þroska þá er hæpið að tala um að fólk skuldi sjálfu sér að ná þroska. Ekki frekar en að það skuldi sjálfu sér að lifa vel. Hvert og eitt okkar verður að eiga það við sjálft sig hvort það leitast við að lifa vel - og væntanlega kjósum við það flest ef við höfum tök á því. Það er hins vegar morgunljóst að kennari getur hvorki glætt líf sitt tilgangi né valið að staðna í þroska ef það er á kostnað þess starfs sem hann hefur tekið að sér. iv Sem leiðir hugann að starfinu. Það eru ekki réttindi eins eða neins að fá að vera kennari. Þvert á móti er það starf sem gerir til manns verulegar kröfur. Að einhverju leyti eru þær kröfur oft sprottnar innra með manni sjálfum en þær eru einnig sameiginlegar öllu samfélagi kennara. Þetta eru bæði formlegar kröfur (sem birtast til dæmis í lögum) en einnig aðrar faglegar kröfur. XII Kennarastéttinni ber auðvitað ekki að hafa skoðanir á öllum hugmyndum og hugsunum allra sem tjá sig og bera starfsheitið kennari. Eins er ekki nema eðlilegt að kennarar, eins og annað fólk, hafi fjölbreyttar skoðanir á umdeildum málum. XIII Það er samt eðlilegt að kennarar reyni að gera miklar faglegar og siðferðilegar kröfur til sín og starfs síns. Þeim hlýtur því að bregða þegar þeir sjá málflutning sem elur á fordómum eða einkennist af dylgjum og slúðri. Ég nefndi áðan að stundum þurfi kennari að taka sér stöðu gegn samfélagi sínu. Það er líka mikilvægt að kennarar taki afstöðu þegar kollegar þeirra grafa undan grunngildum opinnar og heiðarlegar umræðu eða halda á lofti skaðlegum sjónarmiðum. XIV Tilefni þessa pistils eru skrif Páls Vilhjálmssonar kennara í Garðabæ. Sérstaklega nýleg skrif sem héldu á lofti þeirri hugmynd að geðveikt fólk væri ekki dómbært á heiminn og ekki í aðstöðu til að lýsa honum fyrir öðrum. Engir eðlilegir fyrirvarar voru á skrifunum. Þótt skrif Páls hafi snúið að nafngreindum blaðamanni er augljóst að sama röksemdafærsla nær til kennara. Kennari, eins og blaðamaður, er leiðsögumaður eða túlkur annarra í heiminum. XV Mér sem kennara, en ekki bara sem formanni Kennarasambandsins, ber að láta mig þessi orð Páls varða. Geðsjúkdómar eru órofa stef í hljómkviðu mannlífsins. Í góðum skólum dáumst við af fjölmörgum verkum og gjörðum geðveiks fólks og finnum í hópi þess merka hugsuði og fyrirmyndir. Við kennum geðveikum börnum og störfum við hlið geðveiks samstarfsfólks. Við eigum ekki að þegja þegar að þessu fólki er sótt. Við eigum að fordæma slíkan málflutning. Hér með geri ég það! XVI Það má vel vera að andstyggilegar skoðanir Páls komi ekki í veg fyrir að hann geti sinnt starfi sínu vel sem kennari. Ég vona það að minnsta kosti. Þær njóta eflaust verndar af rétti hans til að tjá sig. Páll heldur því starfi sínu sem kennari. Það kaldhæðnislega er að þar nýtur sú skoðun verndar fyrir atvinnumissi að atvinnuna megi hafa af öðrum fyrir engar sakir. XVII Það er Páls að lifa við þá hræsni. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Tjáningarfrelsi Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Skrif Páls Vilhjálmssonar kennara í Garðabæ hafa verið mjög til umfjöllunar. Í tilefni af þeirri umræðu vaknaði eftirfarandi hugleiðing. I Í lýðræðisríkjum nýtur hugsana- og tjáningarfrelsi sérstakrar verndar. Sú vernd er grundvallarréttur og er óháð því hvort tilfallandi skoðun sé rétt eða röng. Þannig eru til dæmis fá réttindi heilagri en trúfrelsið og aðrar afdráttarlausar lífsskoðanir sem, eðli máls samkvæmt, eru oft ósamrýmanlegar innbyrðis. Slíkt frelsi er mikilvægt af mörgum ástæðum en grundvallast kannski á endanum á því viðhorfi að ekkert samfélag sé fullkomið og þau eigi öll ýmislegt ólært - og að sérhver borgari sé fullgildur þátttakandi í lærdómsleitinni. II Frelsi er því sannarlega mikilvægt. Rétt er þó að halda til haga tveimur sígildum fyrirvörum sem í allri alvöru umræðu um frelsi verða að fylgja. Í fyrra lagi þeim að frelsi hefur takmörk, sem að lágmarki má lýsa þannig að hvert og eitt okkar ætti að njóta frelsis upp að því marki að það skerði ekki sama frelsi annarra. Í öðru lagi þeim að óskynsamleg beiting frelsis verður mjög auðveldlega helsi. Hér er vaninn að taka dæmi af einhverju á borð við umferðarreglur sem augljóslega auka ferðafrelsi fólks ef eftir þeim er farið samanborið við það að hvert og eitt okkar væri frjálst af því að setja sér sínar eigin. III Mikilvægi frelsis verður líklega aldrei dregið af samfélagsáhrifum eingöngu (þ.e. að gott sé fyrir heildina að fólk sé frjálst), það þarf að endingu að skipta máli fyrir einstaklinginn að hann sé frjáls (eða að minnsta kosti að hann sé frjáls að því að takmarka eigið frelsi sjálfur). Hér má velja ýmis sjónarmið til frekari umræðu, sem líklega eru flest vel samrýmanleg. Öll hnitast þau líklega á endanum um það að lífið hafi þann tilgang að því sé lifað vel og að hægt sé að lifa bæði vel og illa. IV Líklega ættum við að ræða miklu meira í samfélaginu um muninn á því að lifa vel og illa. Um þessar mundir er mikið rætt um að barnvænt samfélag sé samfélag sem miði að farsæld og unnið er að laga- og kerfisbreytingum með það að markmiði að stuðla að aukinni farsæld barna. Farsæld er auðvitað ekki einfalt hugtak og lýtur eflaust bæði að ytri aðstæðum og innra sálarlífi. Eitt sjónarmið (sem ég hygg að sé skynsamlegt) byggir á því að þroski sé til marks um að lífinu sé lifað vel - og að mikilvægt sé að þroskast á fleiri en einu sviði mannlegs lífs (stundum er rætt um bókvit, verkvit og siðvit í þessum efnum). V Á grundvelli þroskasjónarmiðs mætti heimfæra mikilvægi hugsana- og tjáningarfrelsis á þann hátt að frjáls hugsun og tjáning geti stuðlað að mannlegum og samfélagslegum þroska. Þroskað samfélag er samfélag fólks sem ígrundar málin og ræðir. Út frá slíku viðhorfi má einnig réttlæta vernd vondra skoðana með tvennum hætti. Í fyrsta lagi því að þannig virkar þroski (svona svipað og að forsenda hreyfiþroska er að detta oft á rassinn) og í öðru lagi því að samfélag sem umber vondar skoðanir beri á endanum fegurri ávöxt en samfélag sem gerir það ekki. VI Af ofangreindu má vera ljóst að ég tel skólakerfið og kennara gegna lykilhlutverki í því að efla með nemendum frjálsa hugsun og stuðla að þroskandi skoðanaskiptum. Ég vil trúa því að nemendur séu ekki í skóla til að meðtaka skoðanir heldur læra að mynda sér þær. VII Hvernig er sá skóli sem kennir nemendum að mynda sér skoðanir? Mig langar að gera dálitla tilraun til að lýsa slíkum skóla með því að telja upp fimm möguleg einkenni. i Slíkur skóli gengur út frá þeirri forsendu að nám geti tekið tíma. ii Í skólanum er ekki gengið út frá því að hver einasta námsstund hafi fyrirframgefið mælanlegt markmið. iii Mikil áhersla er lögð á nemandann sjálfan sem uppsprettu sköpunar og hugmynda. Í því skyni er verk- og siðviti gert jafn hátt undir höfði og bókviti. Listir og sköpun eru rauður þráður alls skólastarfsins. iv Slíkur skóli einkennist af frjálsu og umburðarlyndu samtali. Nemendur og kennarar eru óhræddir við að tjá sig, jafnvel um erfið mál, og þurfa ekki að óttast það þótt þeir noti röng orð eða orði vonda hugmynd. v Skólasamfélagið þorir að ögra hugmyndum sínum. VIII Við sjáum þess ýmis merki að skólar af þessari gerð eigi undir högg að sækja. Óþolinmæði einkennir nám og kröfur um kerfisbundnar, skipulagðar framfarir eru háværar. Ungmenni kvarta í auknum mæli undan tímaskorti. Skapandi starf og verkleg vinna er skipulega vanmetin og þunginn er á bóknámi, meðal annars vegna þess að það er skilvirkara. Skólar eru ekki ónæmir fyrir öllum heimsins erjum og bergmálhellum og það skapar erfiðleika og óöryggi í umræðu um viðkvæm mál. Loks hefur skólakerfinu alltaf reynst erfitt að ögra eigin sannfæringu. Meðal annars vegna þess að nám er í of miklum mæli klippt niður í litla mælanlega búta. Ég mæli því alveg sérstaklega með gömlu erindi sem Kristján Kristjánsson háskólakennari og heimspekingur birti undir heitinu Boðorð til að brjóta þar sem hann rakti helstu reglur um ritgerðarskrif í skólum og færði rök fyrir því hvers vegna mikilvægt væri að brjóta þær sem oftast og af ástríðu. IX Það er af nógu að taka í umræðu um hugsana-, tjáningarfrelsi og skólastarf. Hún fléttast saman við sjálft grundvallarhlutverk kennarans og megintilgang skólastarfs. X Þess vegna er sorglegt að í þau fáu skipti sem af þrótti er rætt um tjáningarfrelsið og kennslu skuli það yfirleitt vera vegna einhverrar yfirgengilegrar vitleysu sem einstaka kennari lætur frá sér fara á opinberum vettvangi. XI Sem leiðir hugann að hlutverki kennarans og stöðu hans varðandi hugsana- og tjáningarfrelsi. Þá stöðu má skoða á a.m.k. fernan hátt. Staða hans gagnvart nemendum, samfélaginu, sjálfum sér og því starfi sem hann gegnir. i Það leiðir af ofansögðu að kennarinn ber ábyrgð á því að skapa nemendum hvetjandi umhverfi þar sem þeir geta lært að beita hugsana- og tjáningarfrelsi sínu. Það gerir miklar kröfur til kennarans sem öðlast þarf færni í ljósmóðurhlutverkinu gagnvart hugmyndum nemenda. ii Um skyldur kennara gagnvart samfélagi sínu er dálítið flókið að ræða. Kannski er hvergi mikilvægara að kennari þori að synda gegn straumnum en nákvæmlega í þessum efnum. Víða um heim mæta kennarar mikilli andstöðu í nærsamfélagi sínu taki þeir loftslagsmál til umfjöllunar í kennslu. Þeirri aðferð hefur verið beitt nokkuð kerfisbundið að ala á ófriði um umdeild mál til að geta gert þá kröfu á skólakerfi að sýna báðar hliðar (!) Hér er mikilvægt að muna að réttur nemenda til náms hlýtur að trompa rétt foreldra til innrætingar. Það gerir á kennarann miklar faglegar og siðferðilegar kröfur. iii Þótt öll röksemdafærsla mín snúist um það að lífið hafi tilgang sem hægt sé að lýsa sem farsæld eða þroska þá er hæpið að tala um að fólk skuldi sjálfu sér að ná þroska. Ekki frekar en að það skuldi sjálfu sér að lifa vel. Hvert og eitt okkar verður að eiga það við sjálft sig hvort það leitast við að lifa vel - og væntanlega kjósum við það flest ef við höfum tök á því. Það er hins vegar morgunljóst að kennari getur hvorki glætt líf sitt tilgangi né valið að staðna í þroska ef það er á kostnað þess starfs sem hann hefur tekið að sér. iv Sem leiðir hugann að starfinu. Það eru ekki réttindi eins eða neins að fá að vera kennari. Þvert á móti er það starf sem gerir til manns verulegar kröfur. Að einhverju leyti eru þær kröfur oft sprottnar innra með manni sjálfum en þær eru einnig sameiginlegar öllu samfélagi kennara. Þetta eru bæði formlegar kröfur (sem birtast til dæmis í lögum) en einnig aðrar faglegar kröfur. XII Kennarastéttinni ber auðvitað ekki að hafa skoðanir á öllum hugmyndum og hugsunum allra sem tjá sig og bera starfsheitið kennari. Eins er ekki nema eðlilegt að kennarar, eins og annað fólk, hafi fjölbreyttar skoðanir á umdeildum málum. XIII Það er samt eðlilegt að kennarar reyni að gera miklar faglegar og siðferðilegar kröfur til sín og starfs síns. Þeim hlýtur því að bregða þegar þeir sjá málflutning sem elur á fordómum eða einkennist af dylgjum og slúðri. Ég nefndi áðan að stundum þurfi kennari að taka sér stöðu gegn samfélagi sínu. Það er líka mikilvægt að kennarar taki afstöðu þegar kollegar þeirra grafa undan grunngildum opinnar og heiðarlegar umræðu eða halda á lofti skaðlegum sjónarmiðum. XIV Tilefni þessa pistils eru skrif Páls Vilhjálmssonar kennara í Garðabæ. Sérstaklega nýleg skrif sem héldu á lofti þeirri hugmynd að geðveikt fólk væri ekki dómbært á heiminn og ekki í aðstöðu til að lýsa honum fyrir öðrum. Engir eðlilegir fyrirvarar voru á skrifunum. Þótt skrif Páls hafi snúið að nafngreindum blaðamanni er augljóst að sama röksemdafærsla nær til kennara. Kennari, eins og blaðamaður, er leiðsögumaður eða túlkur annarra í heiminum. XV Mér sem kennara, en ekki bara sem formanni Kennarasambandsins, ber að láta mig þessi orð Páls varða. Geðsjúkdómar eru órofa stef í hljómkviðu mannlífsins. Í góðum skólum dáumst við af fjölmörgum verkum og gjörðum geðveiks fólks og finnum í hópi þess merka hugsuði og fyrirmyndir. Við kennum geðveikum börnum og störfum við hlið geðveiks samstarfsfólks. Við eigum ekki að þegja þegar að þessu fólki er sótt. Við eigum að fordæma slíkan málflutning. Hér með geri ég það! XVI Það má vel vera að andstyggilegar skoðanir Páls komi ekki í veg fyrir að hann geti sinnt starfi sínu vel sem kennari. Ég vona það að minnsta kosti. Þær njóta eflaust verndar af rétti hans til að tjá sig. Páll heldur því starfi sínu sem kennari. Það kaldhæðnislega er að þar nýtur sú skoðun verndar fyrir atvinnumissi að atvinnuna megi hafa af öðrum fyrir engar sakir. XVII Það er Páls að lifa við þá hræsni. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun