Fótbolti

Martröð Juventus 2.0: Félagið gæti verið dæmt niður í B-deild og misst líka titil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paulo Dybala er leikmaður Juventus en stuðningsmenn þess eru örugglega ekki búnir að gleyma því sem gerðist fyrir aðeins fimmtán árum síðan.
Paulo Dybala er leikmaður Juventus en stuðningsmenn þess eru örugglega ekki búnir að gleyma því sem gerðist fyrir aðeins fimmtán árum síðan. Getty/Emmanuele Ciancaglini

Kaup Juventus á Cristiano Ronaldo frá Real Madrid eru meðal þeirra fjölmörgu félagsskipta sem eru til skoðunar hjá fjármagnseftirlitinu á Ítalíu.

Fjármagnseftirlitið gerði húsleit á skrifstofum Juventus í bæði Mílanó og Torinó og það gætu orðið mjög alvarlegar afleiðingar ef Juventus ef félagið verður dæmt fyrir bókhaldssvik.

Það er varla áratugur síðan Calciopoli hneykslismálið skók Ítalíu og nú gæti annað vera að koma upp. Calciopoli snerist um hagræðingu úrslita en nú virðast menn hafa verið að falsa bókhaldið hjá sér.

42 félagsskipti eru til rannsóknar frá árunum 2019 til 2021 og þar á meðal eru félagsskipti Cristiano Ronaldo, Joao Cancelo, Arthur Melo og Danilo. Juventus sendi frá sér tilkynningu þar sem kom fram að félagið væri þess fullvisst að ekkert saknæmt hefði gerst.

Juventus er sakað um að hafa falsað upphæðirnar sem félagið greiddi fyrir leikmenn og menn eins og Andrea Agnelli, Pavel Nedved og Fabio Paratici eru allir sagði samvinnuþýðir.

Árið 2006 var Juventus dæmt niður í B-deild. Félagið missti 2004-05 titilinn sinn og þurfti að byrja með níu stig í mínus í b-deildinni tímabilið 2006-07. Félagið komst aftur upp í A-deildina vorið 2007 og varð aftur meistari vorið 2012. Það var fyrsti ítalski meistaratitilinn af níu í röð.

Félagið gæti misst síðasti titilinn af þeim, tímabilið 2019-20, en þá voru Juventus menn með Cristiano Ronaldo í liðinu og Maurizio Sarri sem þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×