Gefum umhverfisvænni jólagjafir Ingrid Kuhlman skrifar 2. desember 2021 11:31 Jólin eru yfirleitt mikil neysluhátíð. Við straujum greiðslukortin eins og enginn sé morgundagurinn og kaupum hluti sem við þörfnumst ekki og enda inni í geymslu eða jafnvel á ruslahaugunum. Á degi einhleypra, svörtum föstudegi og stafrænum mánudegi setja kaupglaðar sálir met í að spreða. Ofangreindar verslunarhefðir hafa fest sig í sessi hér á landi og eru líklegar komnar til að vera. Afleiðingin af þessari kauphátíð er ekki aðeins að híbýli okkar, barnaherbergi, stofur og fataskápar fyllast af hlutum sem eiga sér stuttan lífdaga. Það sem er enn verra er að með þessu göngum við á náttúruauðlindir og lífsgæði okkar sjálfra, barnanna okkar og afkomenda þeirra. Lífsstíll okkar er langt frá því að vera sjálfbær. Til að viðhalda því neyslustigi sem er ríkjandi í dag þyrftum við marga hnetti á borð við jörðina. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að umhverfisvænni jólagjöfum: Heimagerðar jólagjafir. Hægt er t.d. að föndra, gera skartgrip, prjóna peysu, sjal eða vettlinga, gera jólakonfekt, sörur eða sultu, gefa þurrkaða villisveppi eða annað góðgæti, búa til jólakrans, gera dagatal með myndum af börnunum eða skreyta kerti. Hægt er að fylla krukku af jurtatei, sultuðum rauðlauk, ristuðum kanilmöndlum, trönuberjahlaupi, þurrkuðum jurtum eða karamellupoppi. Gjafabréf á eigin framlög, eins og t.d. að halda matarboð að indverskum sið, bjóða nýbökuðum foreldrum pössun eina kvöldstund, slá garðinn hjá ömmu og afa, samveruhelgi með fjölskyldunni uppi í bústað, lautarferð, bjóðast til að kenna fólki að mála, taka ljósmyndir eða dansa salsa. Upplifun og samvera, eins og t.d. að fara saman í leikhús, á uppistand eða á tónleika, út að borða eða á kaffihús, í hestaferð, nudd eða andlitsbað, keilu, golfhermi, jógatíma, ísklifur, gönguferð, á námskeið, o.fl. Áskriftir, t.d.áskrift að tímariti, streymisveitu, hljóðbókum eða tónlistarveitu. Gjöf til góðra málefna, eins og t.d. að styrkja börn í fátækum löndum til náms, gefa bóluefni, neyðarpakka, vatn, teppi, moskítónet, mat o.fl. Endingargóðar jólagjafir, eins og t.d.leikföng úr timbri, bækur, ljósmynd á striga, margnota innkaupapoki, falleg planta, margnota kaffimál fyrir kaffiunnanda, vatnsbrúsi eða vönduð flík úr náttúrulegum efnum. Umhverfisvottaðar gjafir. Kosturinn viðumhverfisvottaðar vörur, eins og t.d. Svansmerktar, er að þess er gætt í framleiðsluferlinu að þær hafi sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið. Notaðar gjafir. Á nytjamörkuðum og í Barnaloppunni, sem selur vel með farnar, endurnýttar barnavörur, má finna fallegar gjafir í jólapakkann. Með þessum einföldu breytingum á neysluvenjum má draga úr vistsporinu svo um munar. Höfundur er áhugamaður um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Jól Ingrid Kuhlman Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Jólin eru yfirleitt mikil neysluhátíð. Við straujum greiðslukortin eins og enginn sé morgundagurinn og kaupum hluti sem við þörfnumst ekki og enda inni í geymslu eða jafnvel á ruslahaugunum. Á degi einhleypra, svörtum föstudegi og stafrænum mánudegi setja kaupglaðar sálir met í að spreða. Ofangreindar verslunarhefðir hafa fest sig í sessi hér á landi og eru líklegar komnar til að vera. Afleiðingin af þessari kauphátíð er ekki aðeins að híbýli okkar, barnaherbergi, stofur og fataskápar fyllast af hlutum sem eiga sér stuttan lífdaga. Það sem er enn verra er að með þessu göngum við á náttúruauðlindir og lífsgæði okkar sjálfra, barnanna okkar og afkomenda þeirra. Lífsstíll okkar er langt frá því að vera sjálfbær. Til að viðhalda því neyslustigi sem er ríkjandi í dag þyrftum við marga hnetti á borð við jörðina. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að umhverfisvænni jólagjöfum: Heimagerðar jólagjafir. Hægt er t.d. að föndra, gera skartgrip, prjóna peysu, sjal eða vettlinga, gera jólakonfekt, sörur eða sultu, gefa þurrkaða villisveppi eða annað góðgæti, búa til jólakrans, gera dagatal með myndum af börnunum eða skreyta kerti. Hægt er að fylla krukku af jurtatei, sultuðum rauðlauk, ristuðum kanilmöndlum, trönuberjahlaupi, þurrkuðum jurtum eða karamellupoppi. Gjafabréf á eigin framlög, eins og t.d. að halda matarboð að indverskum sið, bjóða nýbökuðum foreldrum pössun eina kvöldstund, slá garðinn hjá ömmu og afa, samveruhelgi með fjölskyldunni uppi í bústað, lautarferð, bjóðast til að kenna fólki að mála, taka ljósmyndir eða dansa salsa. Upplifun og samvera, eins og t.d. að fara saman í leikhús, á uppistand eða á tónleika, út að borða eða á kaffihús, í hestaferð, nudd eða andlitsbað, keilu, golfhermi, jógatíma, ísklifur, gönguferð, á námskeið, o.fl. Áskriftir, t.d.áskrift að tímariti, streymisveitu, hljóðbókum eða tónlistarveitu. Gjöf til góðra málefna, eins og t.d. að styrkja börn í fátækum löndum til náms, gefa bóluefni, neyðarpakka, vatn, teppi, moskítónet, mat o.fl. Endingargóðar jólagjafir, eins og t.d.leikföng úr timbri, bækur, ljósmynd á striga, margnota innkaupapoki, falleg planta, margnota kaffimál fyrir kaffiunnanda, vatnsbrúsi eða vönduð flík úr náttúrulegum efnum. Umhverfisvottaðar gjafir. Kosturinn viðumhverfisvottaðar vörur, eins og t.d. Svansmerktar, er að þess er gætt í framleiðsluferlinu að þær hafi sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið. Notaðar gjafir. Á nytjamörkuðum og í Barnaloppunni, sem selur vel með farnar, endurnýttar barnavörur, má finna fallegar gjafir í jólapakkann. Með þessum einföldu breytingum á neysluvenjum má draga úr vistsporinu svo um munar. Höfundur er áhugamaður um sjálfbærni.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun