Samvinna formanns og varaformanns - sameiginlegar áskoranir Guðný Maja Riba skrifar 12. desember 2021 09:01 Af hverju ég - Mun eitthvað breytast með tilkomu minni? Já, ég treysti mér til þess að svara þessari spurningu játandi. Mig langar að sjá nýjar áherslur innan sambandsins og að ungir kennarar fái tækifæri að koma snemma að skipulagi og stjórnun, til að sýn og áherslur verði í takt við þau nýju viðmið sem þróast með endurnýjun stéttarinnar. Varaformaður þarf einnig að hafa sterka sýn og óbilandi trú á þeim verkefnum sem hann vinnur að. Hann þarf að þekkja styrkleika og veikleika menntamála á öllum skólastigum landsins, þora að segja hlutina eins og þeir eru í raun og veru. Eins þarf varaformaður að vera óhræddur við að takast á við krefjandi verkefni og vera trúr sínum félagsmönnum þvert á öll skólastig – búi yfir óþreytandi elju og metnaði að gera betur. Ég get lofað því að þessum kostum er ég gædd og tel þekkingu mína og reynslu á málefnum skólanna mikla. Mikilvægt er að saman fari reynsla skólastjórnenda og kennara í forystu sambandsins. Ég tel afar mikilvægt að varaformaður hafi innsýn á þeim vanda sem kennarar standa frammi fyrir á gólfinu í sínum daglegu störfum, þekki vel þær áskoranir sem kennari tekst á við og þá fjölmörgu þætti sem við kennarar þurfum að leysa úr á hverjum degi. Geti leitt þá umræðu um þær bjargir sem þarf til að spyrna við því gríðarlegu álagi sem margir kennara þurfa að starfa við. Vissulega gætu margir hugsað að vænlegast sé að varaformaður sé af öðru skólastigi en grunnskóla því að ný kjörin formaður kemur úr grunnskólanum. Það er ekki síður mikilvægt að varaformaður geti unnið náið með formanni og sé framsækin og láti verkin tala – standi á sínu og hafi háleit markmið fyrir alla félagsmenn Kennarasambands Íslands. Ef varaformaður býr yfir þessum eiginleikum skiptir ekki máli af hvaða skólastigi hann kemur. Ég get fullvissað ykkur um að ég bý yfir þessum eiginleikum. Ég hef það sem þarf til að leiða öfluga fylkingu ásamt nýjum formanni - ég treysti mér að vinna í þágu allra félagsmanna og tala máli allra – alltaf, alla daga! Ég heiti því að leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Guðný Maja Riba Höfundur sækist eftir að verða varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Guðný Maja Riba Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Af hverju ég - Mun eitthvað breytast með tilkomu minni? Já, ég treysti mér til þess að svara þessari spurningu játandi. Mig langar að sjá nýjar áherslur innan sambandsins og að ungir kennarar fái tækifæri að koma snemma að skipulagi og stjórnun, til að sýn og áherslur verði í takt við þau nýju viðmið sem þróast með endurnýjun stéttarinnar. Varaformaður þarf einnig að hafa sterka sýn og óbilandi trú á þeim verkefnum sem hann vinnur að. Hann þarf að þekkja styrkleika og veikleika menntamála á öllum skólastigum landsins, þora að segja hlutina eins og þeir eru í raun og veru. Eins þarf varaformaður að vera óhræddur við að takast á við krefjandi verkefni og vera trúr sínum félagsmönnum þvert á öll skólastig – búi yfir óþreytandi elju og metnaði að gera betur. Ég get lofað því að þessum kostum er ég gædd og tel þekkingu mína og reynslu á málefnum skólanna mikla. Mikilvægt er að saman fari reynsla skólastjórnenda og kennara í forystu sambandsins. Ég tel afar mikilvægt að varaformaður hafi innsýn á þeim vanda sem kennarar standa frammi fyrir á gólfinu í sínum daglegu störfum, þekki vel þær áskoranir sem kennari tekst á við og þá fjölmörgu þætti sem við kennarar þurfum að leysa úr á hverjum degi. Geti leitt þá umræðu um þær bjargir sem þarf til að spyrna við því gríðarlegu álagi sem margir kennara þurfa að starfa við. Vissulega gætu margir hugsað að vænlegast sé að varaformaður sé af öðru skólastigi en grunnskóla því að ný kjörin formaður kemur úr grunnskólanum. Það er ekki síður mikilvægt að varaformaður geti unnið náið með formanni og sé framsækin og láti verkin tala – standi á sínu og hafi háleit markmið fyrir alla félagsmenn Kennarasambands Íslands. Ef varaformaður býr yfir þessum eiginleikum skiptir ekki máli af hvaða skólastigi hann kemur. Ég get fullvissað ykkur um að ég bý yfir þessum eiginleikum. Ég hef það sem þarf til að leiða öfluga fylkingu ásamt nýjum formanni - ég treysti mér að vinna í þágu allra félagsmanna og tala máli allra – alltaf, alla daga! Ég heiti því að leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Guðný Maja Riba Höfundur sækist eftir að verða varaformaður Kennarasambands Íslands.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun