Juventus missteig sig gegn Íslendingaliðinu

Mattia Aramu fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld.
Mattia Aramu fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld. Maurizio Lagana/Getty Images

Venezia, lið Arnórs Sigurðssonar og Bjarka Steins Bjarkasonar, gerði 1-1 jafntefli gegn Juventus er stórliðið kom í heimsókn í ítölsku úrvasdeildinni í fótbolta í kvöld.

Alvaro Morata kom gestunum í Juventus yfir eftir rúmlega hálftíma leik og staðan var því 0-1 þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks.

Mattia Aramu jafnaði metin fyrir heimamenn eftir stoðsendingu frá Ridgeciano Haps þegar seinni hálfleikur var rétt um tíu mínútna gamall og þar við sat.

Lokatölur urðu 1-1, en bæði Arnór Sigurðsson og Bjarki Steinn Bjarkason voru ónotaðir varamenn í dag.

Gengi Juventus á tímabilinu hefur verið langt frá því að vera jafn gott og liðið hefur vanist undanfarin ár, en liðið situr í sjötta sæti deildarinnar með 28 stig eftir 17 leiki. Venezia situr hins vegar í 16. sæti deildarinnar með 16 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira