Tryggjum öruggt starfsumhverfi í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 3. janúar 2022 17:30 Mennta- og barnamálaráðherra hefur lagt skólum landsins skýrar línur nú við upphaf ársins 2022. Eðlilegt skólastarf, eins og nokkur kostur er að halda því, er algert forgangsatriði í samfélaginu. Félag framhaldsskólakennara fagnar þessari áherslu og tekur heilshugar undir mikilvægi þess að allt sé gert til þess að stuðla að sem mestum gæðum í skólastarfinu og að námsmarkmið náist þótt aðstæður séu erfiðar. En þetta má ekki gera án þess að tryggja öruggt starfsumhverfi í skólunum. Staða bólusetninga meðal skólafólks í framhaldsskólum er líklega á pari við eða yfir landsmeðaltali. Þó ber að hafa í huga að allstór hluti félagsfólks FF fékk Janssen bóluefnið seint og um síðir, aukaskammt í ágúst og þar af leiðir að örvunarskammtur er ekki í boði fyrr en í febrúar. Það er því ekki óeðlilegt að því fólki þyki það ekki eins vel varið og þau sem hafa fengið sinn þriðja bóluefnisskammt. Ekki má heldur gleyma því að sum okkar hafa alls ekki getað þegið bólusetningu eða teljast til hópa sem ættu með öllum mætti að forðast smit. Félag framhaldsskólakennara treystir því að eiga gott samstarf við mennta- og barnamálaráðherra og skólameistara um öryggi og þarfir þessa hóps. Á þessum tæplega tveimur árum sem kórónufaraldurinn hefur geisað hefur tekist býsna vel að stilla skólastarfi í framhaldsskólum þannig upp að smit hafa haldist í lágmarki innan framhaldsskólanna. Staðan nú þegar ómíkron afbrigðið ríkir er líklega mun snúnari og því hefur aldrei verið mikilvægara að sóttvarnir gangi upp. Fjöldatakmarkanir, fjarlægðarmörk, grímuskylda, góð loftræsting, sprittbrúsar ávallt við höndina, þetta eru allt atriði sem allir verða að virða að fullu til þess að staðnám geti gengið upp. Nú búum við eftir þennan tíma að mikilli reynslu og þekkjum orðið vel hvaða kennsluaðferðir ganga upp og hverjar ekki. Á þessum grunni þarf að byggja skólastarf á meðan faraldurinn er enn í gangi. Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. Einhverjir skólar hafa tilkynnt að þeir hyggist nú í upphafi árs gefa kennurum aukinn tíma til undirbúnings fyrir kennsluna og er það til fyrirmyndar og raunar eftir tillögum sóttvarnalæknis. Að þessu sögðu verður að koma fram að skólafólk hefur verið undir gríðarlegu álagi í hátt í tvö ár. Kennarar, náms- og starfráðgjafar og stjórnendur í framhaldsskólum hafa lagt á sig mjög mikla viðbótarvinnu við að halda námi að nemendum og nemendum að námi. Þetta viðbótarálag hefur þegar haft þau áhrif að einhverjir kennarar hafa siglt í strand í starfi. Það verður því ein megináherslan í starfi okkar hjá Félagi framhaldsskólakennara að leita leiða með fagráðuneytinu og skólameisturum til þess að lágmarka álag og styðja okkar fólk í hvívetna. Það er löngu kominn tími til þess að skólafólk verði stutt með virkum hætti við þau störf sem stjórnvöld telja í algerum forgangi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðherra hefur lagt skólum landsins skýrar línur nú við upphaf ársins 2022. Eðlilegt skólastarf, eins og nokkur kostur er að halda því, er algert forgangsatriði í samfélaginu. Félag framhaldsskólakennara fagnar þessari áherslu og tekur heilshugar undir mikilvægi þess að allt sé gert til þess að stuðla að sem mestum gæðum í skólastarfinu og að námsmarkmið náist þótt aðstæður séu erfiðar. En þetta má ekki gera án þess að tryggja öruggt starfsumhverfi í skólunum. Staða bólusetninga meðal skólafólks í framhaldsskólum er líklega á pari við eða yfir landsmeðaltali. Þó ber að hafa í huga að allstór hluti félagsfólks FF fékk Janssen bóluefnið seint og um síðir, aukaskammt í ágúst og þar af leiðir að örvunarskammtur er ekki í boði fyrr en í febrúar. Það er því ekki óeðlilegt að því fólki þyki það ekki eins vel varið og þau sem hafa fengið sinn þriðja bóluefnisskammt. Ekki má heldur gleyma því að sum okkar hafa alls ekki getað þegið bólusetningu eða teljast til hópa sem ættu með öllum mætti að forðast smit. Félag framhaldsskólakennara treystir því að eiga gott samstarf við mennta- og barnamálaráðherra og skólameistara um öryggi og þarfir þessa hóps. Á þessum tæplega tveimur árum sem kórónufaraldurinn hefur geisað hefur tekist býsna vel að stilla skólastarfi í framhaldsskólum þannig upp að smit hafa haldist í lágmarki innan framhaldsskólanna. Staðan nú þegar ómíkron afbrigðið ríkir er líklega mun snúnari og því hefur aldrei verið mikilvægara að sóttvarnir gangi upp. Fjöldatakmarkanir, fjarlægðarmörk, grímuskylda, góð loftræsting, sprittbrúsar ávallt við höndina, þetta eru allt atriði sem allir verða að virða að fullu til þess að staðnám geti gengið upp. Nú búum við eftir þennan tíma að mikilli reynslu og þekkjum orðið vel hvaða kennsluaðferðir ganga upp og hverjar ekki. Á þessum grunni þarf að byggja skólastarf á meðan faraldurinn er enn í gangi. Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. Einhverjir skólar hafa tilkynnt að þeir hyggist nú í upphafi árs gefa kennurum aukinn tíma til undirbúnings fyrir kennsluna og er það til fyrirmyndar og raunar eftir tillögum sóttvarnalæknis. Að þessu sögðu verður að koma fram að skólafólk hefur verið undir gríðarlegu álagi í hátt í tvö ár. Kennarar, náms- og starfráðgjafar og stjórnendur í framhaldsskólum hafa lagt á sig mjög mikla viðbótarvinnu við að halda námi að nemendum og nemendum að námi. Þetta viðbótarálag hefur þegar haft þau áhrif að einhverjir kennarar hafa siglt í strand í starfi. Það verður því ein megináherslan í starfi okkar hjá Félagi framhaldsskólakennara að leita leiða með fagráðuneytinu og skólameisturum til þess að lágmarka álag og styðja okkar fólk í hvívetna. Það er löngu kominn tími til þess að skólafólk verði stutt með virkum hætti við þau störf sem stjórnvöld telja í algerum forgangi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun