Ef það er eitt sem við getum verið án ... Ragnar Þór Pétursson skrifar 7. janúar 2022 13:00 Á dimmasta degi ársins hér á norðurhveli birtu Alþjóðasamtök kennara ákall vegna stöðu skólamála á suðurhveli Jarðar á tímum heimsfaraldurs. Randi Weingarten og Mugwena Malulekehófu grein sína á vef kennarasamtakanna á orðunum: „Ef það er eitt sem sem við getum alveg verið án eftirleiðis þá eru það biðlistar í líkbrennsluofna.“ Í greininni er bent hve veruleiki fólks í heimsfaraldri sé gríðarlega ólíkur eftir heimshlutum. Bjargir gegn vánni séu allt aðrar í ríkum og meðalríkum löndum en í fátækum löndum. Nú, þegar börn efnameira fólks í heiminum snúa til baka í skólana sína, finnast svæði í Suður-Afríku þar sem börn geta mest mætt í skólann fjórum sinnum í mánuði. Innviðir menntakerfa fátækra landa koma víða í veg fyrir að hægt sé að starfrækja skóla og vandinn verður dýpri vegna þess hve lítill hluti bóluefna ratar í hendur heilbrigðisstarfsfólks í hinum fátækari heimshlutum. Kórónuveirufaraldurinn er hvorki fyrsta né síðasta heilsufarsváin sem alþjóðasamfélagið glímir við. Bólusótt var útrýmt og lömunarveiki er á sömu leið. Veirur, gerlar og aðrar sóttkveikjur eru yfirleitt þess eðlis að þær gera ekki mannamun. Raunhæfar og langvarandi varnir gegn sjúkdómum gera það ekki heldur. Á Íslandi hefur heilmikið verið rætt um mikilvægi þess að halda uppi eðlilegu skólastarfi og verja börn fyrir skaðlegum áhrifum heimsfaraldurs. Það eru forréttindi að vera barn í íslensku samfélagi á tímum sem þessum. Skólastarf hefur hér einkennst af minni röskunum en nokkurs staðar á byggðu bóli síðustu tvö ár. Alþjóðlegar áskoranir krefjast alþjóðlegar samstöðu og stuðnings. Alvöru vandamál gera kröfu um alvöru lausnir. Mannkynssagan er á öllum tímum stráð dæmum um samfélög sem tekið hafa á raunverulegum áskorunum með dýpkuðum hugmyndafræðilegum ágreiningi, ofsóknum, ofbeldi og kúgun. Í samfélagi okkar, og um allan heim, er fólk á lífi sem þekkir af eigin raun hvað það er að tilheyra samfélagi sem sundrar sjálfum sér í heift og hatri. Án mannúðar og menntunar eru framfarir útilokaðar. Framfarir eru grundvallarforsenda friðar. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur þegar aukið bilið milli ríkra og fátækra í heiminum. Þar er einna alvarlegast að heil kynslóð barna hefur þegar farið á mis við tækifæri menntunarinnar. Án menntunar stendur þessi kynslóð berskjölduð gagnvart harðnandi áskorunum heimsins. Á þrengingartímum er eðlilegt að líta sér nær og huga að því sem stendur manni næst. Til lengri tíma er víðsýnin þó eina vörnin gegn þrengingum. Við erum að skrifa okkar kafla í mannkynssögunni nú. Við ættum að reyna að skilja þannig við þá sögu að við getum leyft okkur að vera dálítið stolt. Til þess eigum við töluvert af skrifunum eftir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á dimmasta degi ársins hér á norðurhveli birtu Alþjóðasamtök kennara ákall vegna stöðu skólamála á suðurhveli Jarðar á tímum heimsfaraldurs. Randi Weingarten og Mugwena Malulekehófu grein sína á vef kennarasamtakanna á orðunum: „Ef það er eitt sem sem við getum alveg verið án eftirleiðis þá eru það biðlistar í líkbrennsluofna.“ Í greininni er bent hve veruleiki fólks í heimsfaraldri sé gríðarlega ólíkur eftir heimshlutum. Bjargir gegn vánni séu allt aðrar í ríkum og meðalríkum löndum en í fátækum löndum. Nú, þegar börn efnameira fólks í heiminum snúa til baka í skólana sína, finnast svæði í Suður-Afríku þar sem börn geta mest mætt í skólann fjórum sinnum í mánuði. Innviðir menntakerfa fátækra landa koma víða í veg fyrir að hægt sé að starfrækja skóla og vandinn verður dýpri vegna þess hve lítill hluti bóluefna ratar í hendur heilbrigðisstarfsfólks í hinum fátækari heimshlutum. Kórónuveirufaraldurinn er hvorki fyrsta né síðasta heilsufarsváin sem alþjóðasamfélagið glímir við. Bólusótt var útrýmt og lömunarveiki er á sömu leið. Veirur, gerlar og aðrar sóttkveikjur eru yfirleitt þess eðlis að þær gera ekki mannamun. Raunhæfar og langvarandi varnir gegn sjúkdómum gera það ekki heldur. Á Íslandi hefur heilmikið verið rætt um mikilvægi þess að halda uppi eðlilegu skólastarfi og verja börn fyrir skaðlegum áhrifum heimsfaraldurs. Það eru forréttindi að vera barn í íslensku samfélagi á tímum sem þessum. Skólastarf hefur hér einkennst af minni röskunum en nokkurs staðar á byggðu bóli síðustu tvö ár. Alþjóðlegar áskoranir krefjast alþjóðlegar samstöðu og stuðnings. Alvöru vandamál gera kröfu um alvöru lausnir. Mannkynssagan er á öllum tímum stráð dæmum um samfélög sem tekið hafa á raunverulegum áskorunum með dýpkuðum hugmyndafræðilegum ágreiningi, ofsóknum, ofbeldi og kúgun. Í samfélagi okkar, og um allan heim, er fólk á lífi sem þekkir af eigin raun hvað það er að tilheyra samfélagi sem sundrar sjálfum sér í heift og hatri. Án mannúðar og menntunar eru framfarir útilokaðar. Framfarir eru grundvallarforsenda friðar. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur þegar aukið bilið milli ríkra og fátækra í heiminum. Þar er einna alvarlegast að heil kynslóð barna hefur þegar farið á mis við tækifæri menntunarinnar. Án menntunar stendur þessi kynslóð berskjölduð gagnvart harðnandi áskorunum heimsins. Á þrengingartímum er eðlilegt að líta sér nær og huga að því sem stendur manni næst. Til lengri tíma er víðsýnin þó eina vörnin gegn þrengingum. Við erum að skrifa okkar kafla í mannkynssögunni nú. Við ættum að reyna að skilja þannig við þá sögu að við getum leyft okkur að vera dálítið stolt. Til þess eigum við töluvert af skrifunum eftir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun