Ein Janssen-sprauta bráðum ekki nóg til ferðalaga í Evrópu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. janúar 2022 21:03 Brátt verður ekki nóg að vera með einn skammt af Janssen til að bólusetningarvottorð teljist gilt innan ESB. Vísir/Vilhelm Næstu mánaðamót verður útgáfu bólusetningarvottorða til þeirra sem aðeins hafa fengið einn skammt af bóluefni Janssen hætt á Íslandi. Ástæðan er sú að ein sprauta af bóluefninu er talin ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna delta- og ómíkronafbrigða kórónuveirunnar. Þetta kemur fram á vef Landlæknis. Þar er einnig vakin athygli á ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að Covid-bólusetningarskírteini fái níu mánaða gildistíma frá grunnbólusetningu, fyrir 16 ára og eldri. „Forritin sem lesa skírteinin á landamærum munu reikna gildistímann út frá dagsetningu síðasta skammts grunnbólusetningar. Ef lengra er liðið en 9 mánuðir frá grunnbólusetningu mun vottorðið teljast ógilt á landamærum alveg sama hvað stendur á því,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að sumar Evrópuþjóðir noti skírteinin einnig í innanlandsaðgerðum, til að mynda geti þau veitt fólki aðgang að vissum viðburðum. Þá geti tímamörk á gildistíma frá grunnbólusetningu hins vegar verið mun þrengri, allt niður í tvo mánuði ef bólusett var með bóluefni Janssen. Því sé mikilvægt að ferðamenn kynni sér slíkar reglur á áfangastöðum erlendis. Örvunarskammtur fellir niður gildistímann „Örvunarskammtur fellir niður þennan gildistíma, þ.e. ekki verður að sinni skilgreindur gildistími á örvunarskammti í smáforritum sem lesa QR kóða á bólusetningaskírteinum skv. Evrópusamstarfinu. Við örvunarskammt mun gildistími íslenskra vottorða, sem fram kemur á læsilegri útgáfu vottorðs, framlengjast um 9 mánuði (í stað 12 mánaða nú) í kjölfar breytinganna á gildistíma grunnbólusetningar í QR kóðanum. Ef tilefni er til að mæla með fjórða skammti fyrr getur verið að sá tími verði styttur,“ segir í tilkynningu Landlæknis. Þar kemur einnig fram að frá og með næstu mánaðamótum verði útgáfu bólusetningarvottorða á grundvelli stakrar bólusetningar með bóluefni Janssen hætt hér á landi, þar sem ein bólusetning með efninu teljist ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna ráðandi afbrigða kórónuveirunnar, delta og ómíkron. Bóluefnið verði þó enn notað með takmörkuðum hætti, fyrir einstaklinga sem ekki þoli mRNA bóluefni, meðan annarra kosta sé ekki völ. „Nýtt vottorð verður aðgengilegt í Heilsuveru 1. febrúar 2022. Til að sýnilegur texti sé í samræmi við úrlestur smáforrita sem notuð eru á landamærum er mælt með því að þeir sem þurfa að ferðast með bólusetningavottorð 1. febrúar eða síðar sæki sér nýtt vottorð við fyrsta tækifæri eftir þá dagsetningu. Ef rafræn skilríki nýtast ekki til að sækja vottorð beint í Heilsuveru getur heilsugæslan sem viðkomandi er skráður á sent vottorð í tölvupósti eftir 1. febrúar.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Landlæknis. Þar er einnig vakin athygli á ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að Covid-bólusetningarskírteini fái níu mánaða gildistíma frá grunnbólusetningu, fyrir 16 ára og eldri. „Forritin sem lesa skírteinin á landamærum munu reikna gildistímann út frá dagsetningu síðasta skammts grunnbólusetningar. Ef lengra er liðið en 9 mánuðir frá grunnbólusetningu mun vottorðið teljast ógilt á landamærum alveg sama hvað stendur á því,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að sumar Evrópuþjóðir noti skírteinin einnig í innanlandsaðgerðum, til að mynda geti þau veitt fólki aðgang að vissum viðburðum. Þá geti tímamörk á gildistíma frá grunnbólusetningu hins vegar verið mun þrengri, allt niður í tvo mánuði ef bólusett var með bóluefni Janssen. Því sé mikilvægt að ferðamenn kynni sér slíkar reglur á áfangastöðum erlendis. Örvunarskammtur fellir niður gildistímann „Örvunarskammtur fellir niður þennan gildistíma, þ.e. ekki verður að sinni skilgreindur gildistími á örvunarskammti í smáforritum sem lesa QR kóða á bólusetningaskírteinum skv. Evrópusamstarfinu. Við örvunarskammt mun gildistími íslenskra vottorða, sem fram kemur á læsilegri útgáfu vottorðs, framlengjast um 9 mánuði (í stað 12 mánaða nú) í kjölfar breytinganna á gildistíma grunnbólusetningar í QR kóðanum. Ef tilefni er til að mæla með fjórða skammti fyrr getur verið að sá tími verði styttur,“ segir í tilkynningu Landlæknis. Þar kemur einnig fram að frá og með næstu mánaðamótum verði útgáfu bólusetningarvottorða á grundvelli stakrar bólusetningar með bóluefni Janssen hætt hér á landi, þar sem ein bólusetning með efninu teljist ófullnægjandi til að draga verulega úr smithættu eða alvarlegum veikindum vegna ráðandi afbrigða kórónuveirunnar, delta og ómíkron. Bóluefnið verði þó enn notað með takmörkuðum hætti, fyrir einstaklinga sem ekki þoli mRNA bóluefni, meðan annarra kosta sé ekki völ. „Nýtt vottorð verður aðgengilegt í Heilsuveru 1. febrúar 2022. Til að sýnilegur texti sé í samræmi við úrlestur smáforrita sem notuð eru á landamærum er mælt með því að þeir sem þurfa að ferðast með bólusetningavottorð 1. febrúar eða síðar sæki sér nýtt vottorð við fyrsta tækifæri eftir þá dagsetningu. Ef rafræn skilríki nýtast ekki til að sækja vottorð beint í Heilsuveru getur heilsugæslan sem viðkomandi er skráður á sent vottorð í tölvupósti eftir 1. febrúar.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira