Börnin í borginni okkar Guðný Maja Riba skrifar 4. febrúar 2022 08:00 Hvernig sköpum við samfélag þar sem öll börn sitja við sama borð? Fátækt hefur varanleg áhrif á börn. Fátækt hefur áhrif á þroska, skerðir lífsgæði, bjagar sjálfsmynd og skaðar framtíðarmöguleika barna. Fátækt birtist í ýmsum myndum. Matur, föt og aðrar grunnþarfir geta verið af skornum skammti, en einnig hrós, hvatning og aðhald. Við getum sem samfélag hlaupið í skarðið og bætt börnum upp þennan skort. Góður kennari, nágranni, vinur og frístundaleiðbeinandi getur haft meiriháttar áhrif á heilt líf. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað vinir, nágrannar og kennarar geta gert. Þess vegna höfum við opinber kerfi, og þess vegna tek ég þátt í stjórnmálum. Samfélagsinnviðir eins og skólar og leikskólar, frístundamiðstöðvar, heilsugæsla og barnavernd eiga að tryggja jafnræði. Að öllum börnum sé sinnt í samræmi við þarfir þeirra en ekki fjárráð, völd eða tengsl foreldranna. Við eigum að gera allt sem við getum til að öll börn fái sömu tækifæri. Við eigum að hækka frístundastyrki, lækka gjald fyrir skólamáltíðir og helst afnema það og hækka barnabætur verulega. Við eigum að vinna markvisst að því að jafna tækifæri allra barna í borginni okkar. Við jafnaðarfólk erum þessa dagana að undirbúa val á þeim okkar sem eiga að vinna fyrir reykvískan almenning í borgarstjórninni. Mér finnst brýnt að næsti framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík sýni endurnýjun, breidd og reynslu. Ég stend fyrir allt þetta þrennt. Ég veit að ég á eftir að vera öflug á vettvangi borgarstjórnmálanna. Ég hef víðtæka reynslu af stjórnarsetu og sit meðal annars í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Ég er úrræðagóð og ófeimin við að taka frumkvæði. Ég er sjálfstæð og sterkur leiðtogi. Ég þekki aðstæður barnafjölskyldna vel, bæði vegna minna starfa en einnig af eigin reynslu og tel mig geta lagt mitt af mörkum í velferðarmálum og mennta- og skólamálum í borginni okkar. Ég er fjölbreytnin í borgarstjórn – reynsla og hugsjón alla leið. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna að þeim málefnum sem varða börn og borgarbúa og til að halda áfram að byggja upp fyrirmyndarborg. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Samfylkingin Skóla- og menntamál Guðný Maja Riba Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Hvernig sköpum við samfélag þar sem öll börn sitja við sama borð? Fátækt hefur varanleg áhrif á börn. Fátækt hefur áhrif á þroska, skerðir lífsgæði, bjagar sjálfsmynd og skaðar framtíðarmöguleika barna. Fátækt birtist í ýmsum myndum. Matur, föt og aðrar grunnþarfir geta verið af skornum skammti, en einnig hrós, hvatning og aðhald. Við getum sem samfélag hlaupið í skarðið og bætt börnum upp þennan skort. Góður kennari, nágranni, vinur og frístundaleiðbeinandi getur haft meiriháttar áhrif á heilt líf. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað vinir, nágrannar og kennarar geta gert. Þess vegna höfum við opinber kerfi, og þess vegna tek ég þátt í stjórnmálum. Samfélagsinnviðir eins og skólar og leikskólar, frístundamiðstöðvar, heilsugæsla og barnavernd eiga að tryggja jafnræði. Að öllum börnum sé sinnt í samræmi við þarfir þeirra en ekki fjárráð, völd eða tengsl foreldranna. Við eigum að gera allt sem við getum til að öll börn fái sömu tækifæri. Við eigum að hækka frístundastyrki, lækka gjald fyrir skólamáltíðir og helst afnema það og hækka barnabætur verulega. Við eigum að vinna markvisst að því að jafna tækifæri allra barna í borginni okkar. Við jafnaðarfólk erum þessa dagana að undirbúa val á þeim okkar sem eiga að vinna fyrir reykvískan almenning í borgarstjórninni. Mér finnst brýnt að næsti framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík sýni endurnýjun, breidd og reynslu. Ég stend fyrir allt þetta þrennt. Ég veit að ég á eftir að vera öflug á vettvangi borgarstjórnmálanna. Ég hef víðtæka reynslu af stjórnarsetu og sit meðal annars í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Ég er úrræðagóð og ófeimin við að taka frumkvæði. Ég er sjálfstæð og sterkur leiðtogi. Ég þekki aðstæður barnafjölskyldna vel, bæði vegna minna starfa en einnig af eigin reynslu og tel mig geta lagt mitt af mörkum í velferðarmálum og mennta- og skólamálum í borginni okkar. Ég er fjölbreytnin í borgarstjórn – reynsla og hugsjón alla leið. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna að þeim málefnum sem varða börn og borgarbúa og til að halda áfram að byggja upp fyrirmyndarborg. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun