Heimili í hættu Oddný G. Harðardóttir skrifar 5. febrúar 2022 14:00 Það blasir við að grípa verður til aðgerða til að mæta alvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að skilja að húsnæðismál eru fyrir fólk og fjölskyldur í landinu en ekki eingöngu fjárfesta. Húsnæðismálin eru velferðarmál. Það verður að veita aukinn félagslegan stuðning því ójöfnuðurinn sem ástandinu fylgir mun bitna til lengri tíma á samfélaginu öllu. Á dögunum kynnti Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, niðurstöður könnunar á stöðu launafólks innan aðildafélaga ASÍ og BSRB. Í könnuninni kom fram að einstæðir foreldrar standa langverst, eru líklegri til að búa í leiguhúsnæði, andleg heilsa þeirra verri en hinna og þau neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu. Innflytjendur tóku á sig mikið högg í covíd faraldrinum. Misstu mörg vinnuna og þau sem hafa fengið endurráðningu eru jafnvel á lægri launum en áður. Innflytjendahópurinn er vel menntaður, um helmingur þeirra er með háskólapróf. Líkt og með einstæða foreldra eru þau líklegri til að vera leigjendur og andleg líðan þeirra bágborin. Auk þess er atvinnuleysi enn mikið. Atvinnuleysi í desember var 4,9% - 10.161 einstaklingar voru þá atvinnulausir. Atvinnuleysi á Suðurnesjum er hins vegar mun meira en landsmeðaltalið. Þar er atvinnuleysið 9,3%, 10% meðal kvenna og 8,9% meðal karla. Húsnæðiskostnaður gerður viðráðanlegur Staða fólks á leigumarkaði er erfið og ótrygg, ekki síst nú um stundir þegar verðbólgan vex og leiga sem bundin er vísitölu, hækkar sjálfkrafa. Verðbólgan og vaxtahækkanir verða til þess að húsnæðiskostnaður fólks með lágar og meðaltekjur fer enn lengra yfir viðmiðunarmörk af ráðstöfunartekjum. Markmiðið í löndum sem við viljum bera okkur saman við, er að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum heimila. Á Íslandi erum við mjög langt frá því marki og ástandið er að versna hratt þessa dagana. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi og húsnæðisbætur hér í skötulíki og ná engan veginn að bregðast við því alvarlega ástandi sem nú er uppi. Ég tek undir ályktun miðstjórnar ASÍ þar sem kallar stjórnvöld til ábyrgðar vegna hrattvaxandi verðbólgu og neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að bregðast strax við og grípa til aðgerða þegar í stað til að bæta stöðu fólksins sem verður verst úti. Einfalt er að bæta húsnæðisbótakerfið, bæði með vaxtabótum og leigubótum. Þannig má bregðast fljótt við. Barnabótakerfi með hærri greiðslum sem ná óskertar til meðaltekna er einnig skilvirkt kerfi til jöfnunar. Framtíðarlausnin er að efla til muna félagslegt íbúðarkerfi. Stjórnvöld hafa sýnt tímabundnum vanda fyrirtækja skilning. Nú er komið að heimilunum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Oddný G. Harðardóttir Húsnæðismál Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Það blasir við að grípa verður til aðgerða til að mæta alvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að skilja að húsnæðismál eru fyrir fólk og fjölskyldur í landinu en ekki eingöngu fjárfesta. Húsnæðismálin eru velferðarmál. Það verður að veita aukinn félagslegan stuðning því ójöfnuðurinn sem ástandinu fylgir mun bitna til lengri tíma á samfélaginu öllu. Á dögunum kynnti Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, niðurstöður könnunar á stöðu launafólks innan aðildafélaga ASÍ og BSRB. Í könnuninni kom fram að einstæðir foreldrar standa langverst, eru líklegri til að búa í leiguhúsnæði, andleg heilsa þeirra verri en hinna og þau neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu. Innflytjendur tóku á sig mikið högg í covíd faraldrinum. Misstu mörg vinnuna og þau sem hafa fengið endurráðningu eru jafnvel á lægri launum en áður. Innflytjendahópurinn er vel menntaður, um helmingur þeirra er með háskólapróf. Líkt og með einstæða foreldra eru þau líklegri til að vera leigjendur og andleg líðan þeirra bágborin. Auk þess er atvinnuleysi enn mikið. Atvinnuleysi í desember var 4,9% - 10.161 einstaklingar voru þá atvinnulausir. Atvinnuleysi á Suðurnesjum er hins vegar mun meira en landsmeðaltalið. Þar er atvinnuleysið 9,3%, 10% meðal kvenna og 8,9% meðal karla. Húsnæðiskostnaður gerður viðráðanlegur Staða fólks á leigumarkaði er erfið og ótrygg, ekki síst nú um stundir þegar verðbólgan vex og leiga sem bundin er vísitölu, hækkar sjálfkrafa. Verðbólgan og vaxtahækkanir verða til þess að húsnæðiskostnaður fólks með lágar og meðaltekjur fer enn lengra yfir viðmiðunarmörk af ráðstöfunartekjum. Markmiðið í löndum sem við viljum bera okkur saman við, er að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum heimila. Á Íslandi erum við mjög langt frá því marki og ástandið er að versna hratt þessa dagana. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi og húsnæðisbætur hér í skötulíki og ná engan veginn að bregðast við því alvarlega ástandi sem nú er uppi. Ég tek undir ályktun miðstjórnar ASÍ þar sem kallar stjórnvöld til ábyrgðar vegna hrattvaxandi verðbólgu og neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að bregðast strax við og grípa til aðgerða þegar í stað til að bæta stöðu fólksins sem verður verst úti. Einfalt er að bæta húsnæðisbótakerfið, bæði með vaxtabótum og leigubótum. Þannig má bregðast fljótt við. Barnabótakerfi með hærri greiðslum sem ná óskertar til meðaltekna er einnig skilvirkt kerfi til jöfnunar. Framtíðarlausnin er að efla til muna félagslegt íbúðarkerfi. Stjórnvöld hafa sýnt tímabundnum vanda fyrirtækja skilning. Nú er komið að heimilunum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun