Fátt nýtt í fámennu ráðuneyti Andrés Ingi Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 12:00 Þegar ný ríkisstjórn tók við störfum í haust var farið í sögulegar tilfærslur á verkefnum á milli ráðuneyta til að geta fjölgað ráðherrastólum svo kapallinn á milli stjórnarflokkanna gengi örugglega upp. Úr því urðu til nokkur lítil bland-í-poka-ráðuneyti, sem fá til sín mjög fjölbreytta málaflokka en hætt er við að verði of smá til að sinna þeim verkefnum sem þeim er ætlað. Of smátt fyrir stór verkefni Eitt af nýju ráðuneytunum er háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Í óundirbúnum fyrirspurnum svaraði ráðherrann mér því að sennilega yrðu stöðugildin þar ekki nema 35 talsins. Ráðuneytinu er ætlað að sinna málefnum vísinda og rannsókna; nýsköpun, tækniþróun og stuðningskerfi atvinnulífs; hugverkaréttinda og alls iðnaðar; og þeim ört vaxandi málaflokki sem fjarskipti eru í tæknivæddu samfélagi. Að ætla að gera allt þetta með 35 starfsmönnum ber vott um mikla bjartsýni eða sýnir að einfaldlega er horft framhjá umfangi verkefnisins í þágu fleiri ráðherrastóla. Þá kom einnig í ljós í svörum ráðherrans að margt af því sem sagt hefur verið um nýsköpun í vinnubrögðum við undirbúning og skipulag ráðuneytisins er orðum aukið. Í viðtali við Innherja Vísis lýsti ráðherra því að tilgangurinn með þeim fjölmörgu breytingum sem nú sé verið að innleiða sé að “brjóta niður síló” og innleiða verkefnadrifna nálgun úr einkageiranum. Til margs er að vinna að fá ráðuneyti til að vinna betur saman sem heild, en í viðtalinu lýsir ráðherrann því að til að ná þessu fram verði horfið frá fagskrifstofum hefðbundinna ráðuneyta. Þegar ég spurði út í þetta í þingsal kom hins vegar fram að það yrðu alveg fagskrifstofur í ráðuneytinu: Tvær talsins. Tæplega tuttugu starfsmenn í hverri skrifstofu er nokkurn veginn í takt við það sem gengur og gerist í öðrum fagskrifstofum Stjórnarráðsins. Sú stefna að ný störf verði almennt auglýst án fastrar staðsetningar er góðra gjalda verð en auðvitað algjörlega í takt við kröfu samtímans, hluti af því sem á að vera almenn stefna hjá ríkinu, og eitthvað sem hefur verið hrint í framkvæmd á undanförnum árum. Sú þróun er til komin vegna ákalls vinnandi fólks um aukinn sveigjanleika í starfi, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs og svo náttúrulega til að efla tækifæri fólks út um allt land. Litið til slæmra fyrirmynda Þegar kemur að skipulagi hins nýja ráðuneytis virðist háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra horfa allt of stíft á verklag í einkageiranum. Þar vekur reyndar vissar áhyggjur að sem dæmi um fyrirmyndir nefnir hún Jeff Bezos, sem byggir auð sinn m.a. á hræðilegri meðferð á starfsfólki Amazon. En það sem skiptir höfuðmáli er að ráðherra nýsköpunar átti sig betur á þeirri miklu nýsköpun sem hefur verið innan opinbera geirans á undanförnum árum og áratugum. Sú framþróun hefur líklega aldrei verið hraðari en undanfarin tvö ár þar sem stofnanir ríkisins hafa hver og ein lagt kapp á að gera starfsemi sína óháða staðsetningu starfsfólks, taka upp verkefnamiðað skipulag og tryggja þjónustu við almenning með nýjum og nútímalegum lausnum. Ef nýtt ráðuneyti á að bera þess skýr merki að vera búið til árið 2022, þá má ráðherrann ekki einblína svo mikið á rekstur einkageirans að hún gleymi að horfa á það sem best gerist í opinberum rekstri. Annars kemur ekki endilega á óvart að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins líti á rekstur hins opinbera eins og um væri að ræða einkafyrirtæki. Í því samhengi vekur nokkrar áhyggjur að þegar ráðherra valdi sér ráðuneytisstjóra fyrir þessa fyrstu mótunarmánuði nýs ráðuneytis þá leitaði hún til flokkssystur sinnar. Ráðuneytið sem heldur utan um alla þessa mikilvægu samfélagslegu málaflokka verður þannig frá upphafi mótað að pólitískri sýn nýfrjálshyggjunnar – eftir að stofnað var til þess á pólitískum forsendum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Þegar ný ríkisstjórn tók við störfum í haust var farið í sögulegar tilfærslur á verkefnum á milli ráðuneyta til að geta fjölgað ráðherrastólum svo kapallinn á milli stjórnarflokkanna gengi örugglega upp. Úr því urðu til nokkur lítil bland-í-poka-ráðuneyti, sem fá til sín mjög fjölbreytta málaflokka en hætt er við að verði of smá til að sinna þeim verkefnum sem þeim er ætlað. Of smátt fyrir stór verkefni Eitt af nýju ráðuneytunum er háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Í óundirbúnum fyrirspurnum svaraði ráðherrann mér því að sennilega yrðu stöðugildin þar ekki nema 35 talsins. Ráðuneytinu er ætlað að sinna málefnum vísinda og rannsókna; nýsköpun, tækniþróun og stuðningskerfi atvinnulífs; hugverkaréttinda og alls iðnaðar; og þeim ört vaxandi málaflokki sem fjarskipti eru í tæknivæddu samfélagi. Að ætla að gera allt þetta með 35 starfsmönnum ber vott um mikla bjartsýni eða sýnir að einfaldlega er horft framhjá umfangi verkefnisins í þágu fleiri ráðherrastóla. Þá kom einnig í ljós í svörum ráðherrans að margt af því sem sagt hefur verið um nýsköpun í vinnubrögðum við undirbúning og skipulag ráðuneytisins er orðum aukið. Í viðtali við Innherja Vísis lýsti ráðherra því að tilgangurinn með þeim fjölmörgu breytingum sem nú sé verið að innleiða sé að “brjóta niður síló” og innleiða verkefnadrifna nálgun úr einkageiranum. Til margs er að vinna að fá ráðuneyti til að vinna betur saman sem heild, en í viðtalinu lýsir ráðherrann því að til að ná þessu fram verði horfið frá fagskrifstofum hefðbundinna ráðuneyta. Þegar ég spurði út í þetta í þingsal kom hins vegar fram að það yrðu alveg fagskrifstofur í ráðuneytinu: Tvær talsins. Tæplega tuttugu starfsmenn í hverri skrifstofu er nokkurn veginn í takt við það sem gengur og gerist í öðrum fagskrifstofum Stjórnarráðsins. Sú stefna að ný störf verði almennt auglýst án fastrar staðsetningar er góðra gjalda verð en auðvitað algjörlega í takt við kröfu samtímans, hluti af því sem á að vera almenn stefna hjá ríkinu, og eitthvað sem hefur verið hrint í framkvæmd á undanförnum árum. Sú þróun er til komin vegna ákalls vinnandi fólks um aukinn sveigjanleika í starfi, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs og svo náttúrulega til að efla tækifæri fólks út um allt land. Litið til slæmra fyrirmynda Þegar kemur að skipulagi hins nýja ráðuneytis virðist háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra horfa allt of stíft á verklag í einkageiranum. Þar vekur reyndar vissar áhyggjur að sem dæmi um fyrirmyndir nefnir hún Jeff Bezos, sem byggir auð sinn m.a. á hræðilegri meðferð á starfsfólki Amazon. En það sem skiptir höfuðmáli er að ráðherra nýsköpunar átti sig betur á þeirri miklu nýsköpun sem hefur verið innan opinbera geirans á undanförnum árum og áratugum. Sú framþróun hefur líklega aldrei verið hraðari en undanfarin tvö ár þar sem stofnanir ríkisins hafa hver og ein lagt kapp á að gera starfsemi sína óháða staðsetningu starfsfólks, taka upp verkefnamiðað skipulag og tryggja þjónustu við almenning með nýjum og nútímalegum lausnum. Ef nýtt ráðuneyti á að bera þess skýr merki að vera búið til árið 2022, þá má ráðherrann ekki einblína svo mikið á rekstur einkageirans að hún gleymi að horfa á það sem best gerist í opinberum rekstri. Annars kemur ekki endilega á óvart að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins líti á rekstur hins opinbera eins og um væri að ræða einkafyrirtæki. Í því samhengi vekur nokkrar áhyggjur að þegar ráðherra valdi sér ráðuneytisstjóra fyrir þessa fyrstu mótunarmánuði nýs ráðuneytis þá leitaði hún til flokkssystur sinnar. Ráðuneytið sem heldur utan um alla þessa mikilvægu samfélagslegu málaflokka verður þannig frá upphafi mótað að pólitískri sýn nýfrjálshyggjunnar – eftir að stofnað var til þess á pólitískum forsendum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun