Arionbanki ræðst að leigjendum Gunnar Smári Egilsson skrifar 9. febrúar 2022 12:30 Á Facebook er hópur sem heitir Leiga, hópur sem varð til vegna vanþroska íslensks leigumarkaðar við að aðstoða fólk í húsnæðisleit. Arionbanki náði síðan undir sig þessum hópi í gegnum dótturfyrirtæki sitt Leiguskjól, enn eitt fyrirtækið sem vill græða á neyð leigjenda á leigumarkaði, markaði sem stjórnvöld hafa svikist um að regluvæða og móta. Leigjandinn Guðmundur Hrafn Arngrímsson er leigjandi sem í haust tók þátt í að endurreisa Samtök leigjenda á Íslandi og er þar gjaldkeri í stjórn. Hann heldur úti vikulegu vídeó-hlaðvarpi um leigumarkaðinn hér heima og baráttu leigjenda um allan heim. Þetta er magnað starf hjá Guðmundi Hrafni sem dregur fram hversu mikil áhrif samstillt barátta leigjenda hefur haft víða um heim og getur þar af leiðandi haft hérlendis. Hér má nálgast þættina: Leigjandinn. Guðmundur Hrafn hefur verið meðlimur í hópnum Leiga lengi og tekið þar þátt í umræðu. Sem skiljanlega snýst oft um okurverð, enda er það helsta einkenni markaðarins. Þetta er markaður þar sem um 30 þúsund fjölskyldur eru dæmdar til að færa leigusala sínum hverja einustu krónu sem þær hafa aflögu og margar fjölskyldur meira en það. Okur á leigumarkaði er helsta ástæða fátæktar á Íslandi. Okrið er það einstaka mál sem veldur mestum efnahagslegum skaða hjá fjölskyldum með meðaltekjur og þar undir. Þetta er efnahagslegur svarti dauði og okrararnir eru rotturnar sem bera hann út. Kúgarinn Þrátt fyrir að vera annálaður heiðursmaður í samskiptum og kurteis með afbrigðum í viðræðum hafa senditíkur Arionsbanka nú hent Guðmundi Hrafni út úr hópnum Leiga og sett hann þar í bann, eins og hann sé sakamaður dæmdur til útlegðar. Ástæðan er að í gær settiu Samtök leigjenda á Íslandi fram reiknivél viðmiðunarverðs leigu, sem sýndi hvert eðlilegt leiguverð og okurmörk væru á siðuðum leigumarkaði þar sem félagasamtök og þolinmótt fjármagn mótuðu markaðinn en ekki blóðsugur, okrarar og braskarar, sem njóta serstaks stuðnings stjórnvalda; ríkisstjórnar sem og sveitastjórna. Reiknivélin má nálgast hér: Reiknivél viðmiðunarverðs. Svona reiknivélar eru í öllum siðuðum löndum mikilvægt tæki til að hemja okrið og innleiða siðaðri viðskiptahætti inn á húsnæðismarkað, sem alls staðar er litið á sem sérstakan markað með einstaka vöru. Alls staðar er litið svo á að húsnæði sé ekki eins og hver önnur markaðsvara heldur lífsnauðsyn sem allt fólk á rétt á. Það eru mannréttindi að hafa aðgengi að öruggu og ódýru húsnæði. Það er forsenda skaplegs samfélags. Þannig er litið á málið um allan heim. Nema á Íslandi. Hér hefur okrurunum verið sigað á leigjendur. Og stjórnvöld hvetja þá áfram, taka skýra afstöðu um að þau séu með okrurum í liði en ekki leigjendum. Átökin Svona eru átökin í íslensku samfélagi. Þegar leigjendur rísa upp gegn kúgurum sínum þá nota þau, sem hagnast á stjórnlausum leigumarkaði, afl sitt til að berja þá niður. Markmiðið er að siða þá til; einangra forystufólkið, rægja það þar sem það getur ekki varið sig; berja það niður svo annað fólk hrökkvi við og veigri sér við að taka þátt í réttlætisbaráttunni. Samfélag þar sem Arionbanki, okurstofnun sem hefur það að markmiði að soga 80 milljarða króna upp úr íslensku samfélagi og færa eigendum sínum, beitir afli sínu til að þagga niður í Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, einstaklingi úti í bæ sem á enga sjóði, leigjenda sem berst fyrir mesta réttlætismáli okkar tíma, að leigjendur sameinist gegn því óréttlæti sem þeir eru beittir; samfélag sem lætur svona nokkuð viðgangast er illt samfélag og getur ekkert annað en versnað. Ef þið viljið styðja Guðmund Hrafn og leigjendur ættuð þið að ganga út úr þessari áróðursgrúbbu Arionbanka á Facebook, ef þið eruð þar. Og þið líka ættuð að ganga í Samtök leigjenda til að styðja baráttu Guðmundar Hrafns og allra leigjenda. Það má gera hér: Skráning. Höfundur er leigjandi og ritari stjórnar Samtaka leigjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Leigumarkaður Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á Facebook er hópur sem heitir Leiga, hópur sem varð til vegna vanþroska íslensks leigumarkaðar við að aðstoða fólk í húsnæðisleit. Arionbanki náði síðan undir sig þessum hópi í gegnum dótturfyrirtæki sitt Leiguskjól, enn eitt fyrirtækið sem vill græða á neyð leigjenda á leigumarkaði, markaði sem stjórnvöld hafa svikist um að regluvæða og móta. Leigjandinn Guðmundur Hrafn Arngrímsson er leigjandi sem í haust tók þátt í að endurreisa Samtök leigjenda á Íslandi og er þar gjaldkeri í stjórn. Hann heldur úti vikulegu vídeó-hlaðvarpi um leigumarkaðinn hér heima og baráttu leigjenda um allan heim. Þetta er magnað starf hjá Guðmundi Hrafni sem dregur fram hversu mikil áhrif samstillt barátta leigjenda hefur haft víða um heim og getur þar af leiðandi haft hérlendis. Hér má nálgast þættina: Leigjandinn. Guðmundur Hrafn hefur verið meðlimur í hópnum Leiga lengi og tekið þar þátt í umræðu. Sem skiljanlega snýst oft um okurverð, enda er það helsta einkenni markaðarins. Þetta er markaður þar sem um 30 þúsund fjölskyldur eru dæmdar til að færa leigusala sínum hverja einustu krónu sem þær hafa aflögu og margar fjölskyldur meira en það. Okur á leigumarkaði er helsta ástæða fátæktar á Íslandi. Okrið er það einstaka mál sem veldur mestum efnahagslegum skaða hjá fjölskyldum með meðaltekjur og þar undir. Þetta er efnahagslegur svarti dauði og okrararnir eru rotturnar sem bera hann út. Kúgarinn Þrátt fyrir að vera annálaður heiðursmaður í samskiptum og kurteis með afbrigðum í viðræðum hafa senditíkur Arionsbanka nú hent Guðmundi Hrafni út úr hópnum Leiga og sett hann þar í bann, eins og hann sé sakamaður dæmdur til útlegðar. Ástæðan er að í gær settiu Samtök leigjenda á Íslandi fram reiknivél viðmiðunarverðs leigu, sem sýndi hvert eðlilegt leiguverð og okurmörk væru á siðuðum leigumarkaði þar sem félagasamtök og þolinmótt fjármagn mótuðu markaðinn en ekki blóðsugur, okrarar og braskarar, sem njóta serstaks stuðnings stjórnvalda; ríkisstjórnar sem og sveitastjórna. Reiknivélin má nálgast hér: Reiknivél viðmiðunarverðs. Svona reiknivélar eru í öllum siðuðum löndum mikilvægt tæki til að hemja okrið og innleiða siðaðri viðskiptahætti inn á húsnæðismarkað, sem alls staðar er litið á sem sérstakan markað með einstaka vöru. Alls staðar er litið svo á að húsnæði sé ekki eins og hver önnur markaðsvara heldur lífsnauðsyn sem allt fólk á rétt á. Það eru mannréttindi að hafa aðgengi að öruggu og ódýru húsnæði. Það er forsenda skaplegs samfélags. Þannig er litið á málið um allan heim. Nema á Íslandi. Hér hefur okrurunum verið sigað á leigjendur. Og stjórnvöld hvetja þá áfram, taka skýra afstöðu um að þau séu með okrurum í liði en ekki leigjendum. Átökin Svona eru átökin í íslensku samfélagi. Þegar leigjendur rísa upp gegn kúgurum sínum þá nota þau, sem hagnast á stjórnlausum leigumarkaði, afl sitt til að berja þá niður. Markmiðið er að siða þá til; einangra forystufólkið, rægja það þar sem það getur ekki varið sig; berja það niður svo annað fólk hrökkvi við og veigri sér við að taka þátt í réttlætisbaráttunni. Samfélag þar sem Arionbanki, okurstofnun sem hefur það að markmiði að soga 80 milljarða króna upp úr íslensku samfélagi og færa eigendum sínum, beitir afli sínu til að þagga niður í Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, einstaklingi úti í bæ sem á enga sjóði, leigjenda sem berst fyrir mesta réttlætismáli okkar tíma, að leigjendur sameinist gegn því óréttlæti sem þeir eru beittir; samfélag sem lætur svona nokkuð viðgangast er illt samfélag og getur ekkert annað en versnað. Ef þið viljið styðja Guðmund Hrafn og leigjendur ættuð þið að ganga út úr þessari áróðursgrúbbu Arionbanka á Facebook, ef þið eruð þar. Og þið líka ættuð að ganga í Samtök leigjenda til að styðja baráttu Guðmundar Hrafns og allra leigjenda. Það má gera hér: Skráning. Höfundur er leigjandi og ritari stjórnar Samtaka leigjenda.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun