Aðlaðandi bær fyrir unga sem aldna Bjarni Geir Lúðvíksson skrifar 1. mars 2022 21:30 Ég tel að bæjarstjórnin hafi staðið sig vel í bæjarmálum í Hafnarfirði á líðandi kjörtímabili, og má segja að mikill meðbyr sé með Sjálfstæðisflokknum. Nýlega var gerð árleg þjónustukönnun á vegum Gallup og samkvæmt niðurstöðum hennar eru um það bil 90% Hafnfirðinga ánægðir í sínum bæ. Maður heyrir það líka vel þegar maður spjallar við bæjarbúa að þeir séu ánægðir. Það eru þó nokkur atriði sem ég tel að bæjarstjórn þurfi að skoða, því það má alltaf gera betur. Hafnarfjörður á að vera aðlaðandi bær sem lokkar til sín ungar fjölskyldur meðal annars með framúrskarandi skólakerfi fyrir börn á öllum aldri. Staðreyndin er því miður sú að ekki er pláss fyrir öll tólf mánaða gömul börn á leikskólum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður líkt og önnur sveitarfélög ber skylda til að sinna grunnþjónustu við íbúa. Við verðum að tryggja að öll börn komist að inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Vinna þarf markvisst að því að tryggja gott skólaumhverfi fyrir bæði nemendur og kennara. Það þarf að hafa góða yfirsýn og við verðum að framkvæma þær aðgerðir sem til þarf til að tryggja að allar fjölskyldur í Hafnarfirði hafi trausta og áreiðanlega grunnþjónustu. Það er einnig mikilvægt að við fáum fleira fagmenntað fólk til starfa á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum bæjarins. Hafnarfjörður hefur tækifæri til að vera bær unga fólksins og vil ég að við skoðum úrræði sem geta hjálpað unga fólkinu með sín fyrstu íbúðarkaup. Því miður er staðan þannig að það er erfitt að vera ungur og kaupa fyrstu fasteign, með hækkandi verðbólgu og fáranlegri hækkun fasteignaverðs getur þetta reynst oft mjög erfitt. Það getur jafnvel verið ómögulegt fyrir suma að flytja úr foreldrahúsum, og þess vegna er mikilvægt fyrir sveitarfélögin að skoða alla möguleika til að auðvelda ferlið. Ánægja bæjarbúa á öllum aldri í Hafnarfirði skiptir máli. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að við sköpum öflugt mannlíf og stemningu fyrir bæjarbúa á öllum aldri. Efla þarf til dæmis félagsstarf fyrir eldri borgara í bænum og vil ég að þjónustu við eldri íbúa sé einföld, aðgengileg og skilvirk. Við viljum öll að ástvinir okkar og fjölskylda sé í öruggum höndum og líði vel. Ég sé mikil tækifæri fyrir Hafnarfjörð á næstu árum til að verða leiðandi í fjölskyldu- og skólamálum og einnig lýðheilsumálum. Við eigum að nýta allar þær stoðir og styrkleika sem við höfum og byggja upp þannig samfélag að allir séu ánægðir. Nú er einmitt mikilvægt að halda vel utan um fólkið okkar, því eftir faraldur eins og Covid hafa margir einangrast. Það getur tekið fólk smá tíma að aðlagast aftur að eðlilegu samfélagi. Ég vill komast í bæjarstjórn í Hafnarfirði því ég tel það ekki bara mikilvægt heldur nauðsynlegt að við yngri kynslóðir tökum þátt í stjórnmálum. Það er aðdáandavert að fylgjast með yngri ráðherrum og þingmönnum, en drifkraftur og metnaður er áberandi hjá þeim. Ég vil taka þátt og þess vegna óska ég eftir stuðningi ykkar í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins dagana 3-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég tel að bæjarstjórnin hafi staðið sig vel í bæjarmálum í Hafnarfirði á líðandi kjörtímabili, og má segja að mikill meðbyr sé með Sjálfstæðisflokknum. Nýlega var gerð árleg þjónustukönnun á vegum Gallup og samkvæmt niðurstöðum hennar eru um það bil 90% Hafnfirðinga ánægðir í sínum bæ. Maður heyrir það líka vel þegar maður spjallar við bæjarbúa að þeir séu ánægðir. Það eru þó nokkur atriði sem ég tel að bæjarstjórn þurfi að skoða, því það má alltaf gera betur. Hafnarfjörður á að vera aðlaðandi bær sem lokkar til sín ungar fjölskyldur meðal annars með framúrskarandi skólakerfi fyrir börn á öllum aldri. Staðreyndin er því miður sú að ekki er pláss fyrir öll tólf mánaða gömul börn á leikskólum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður líkt og önnur sveitarfélög ber skylda til að sinna grunnþjónustu við íbúa. Við verðum að tryggja að öll börn komist að inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Vinna þarf markvisst að því að tryggja gott skólaumhverfi fyrir bæði nemendur og kennara. Það þarf að hafa góða yfirsýn og við verðum að framkvæma þær aðgerðir sem til þarf til að tryggja að allar fjölskyldur í Hafnarfirði hafi trausta og áreiðanlega grunnþjónustu. Það er einnig mikilvægt að við fáum fleira fagmenntað fólk til starfa á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum bæjarins. Hafnarfjörður hefur tækifæri til að vera bær unga fólksins og vil ég að við skoðum úrræði sem geta hjálpað unga fólkinu með sín fyrstu íbúðarkaup. Því miður er staðan þannig að það er erfitt að vera ungur og kaupa fyrstu fasteign, með hækkandi verðbólgu og fáranlegri hækkun fasteignaverðs getur þetta reynst oft mjög erfitt. Það getur jafnvel verið ómögulegt fyrir suma að flytja úr foreldrahúsum, og þess vegna er mikilvægt fyrir sveitarfélögin að skoða alla möguleika til að auðvelda ferlið. Ánægja bæjarbúa á öllum aldri í Hafnarfirði skiptir máli. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að við sköpum öflugt mannlíf og stemningu fyrir bæjarbúa á öllum aldri. Efla þarf til dæmis félagsstarf fyrir eldri borgara í bænum og vil ég að þjónustu við eldri íbúa sé einföld, aðgengileg og skilvirk. Við viljum öll að ástvinir okkar og fjölskylda sé í öruggum höndum og líði vel. Ég sé mikil tækifæri fyrir Hafnarfjörð á næstu árum til að verða leiðandi í fjölskyldu- og skólamálum og einnig lýðheilsumálum. Við eigum að nýta allar þær stoðir og styrkleika sem við höfum og byggja upp þannig samfélag að allir séu ánægðir. Nú er einmitt mikilvægt að halda vel utan um fólkið okkar, því eftir faraldur eins og Covid hafa margir einangrast. Það getur tekið fólk smá tíma að aðlagast aftur að eðlilegu samfélagi. Ég vill komast í bæjarstjórn í Hafnarfirði því ég tel það ekki bara mikilvægt heldur nauðsynlegt að við yngri kynslóðir tökum þátt í stjórnmálum. Það er aðdáandavert að fylgjast með yngri ráðherrum og þingmönnum, en drifkraftur og metnaður er áberandi hjá þeim. Ég vil taka þátt og þess vegna óska ég eftir stuðningi ykkar í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins dagana 3-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar