Tvær hafnarborgir í suðurhluta Úkraínu á valdi Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2022 11:20 Gríðarlegur straumur flóttafólks frá Úkraínu til nágrannaríkja í vestri er farinn að valda miklu álagi á þau ríki. Hér kúldrast konur og börn í bráðabyrgðaskýli á lestarstöð í bænum Przemysl í Póllandi í morgun. AP/Markus Schreiber Hafnarborgin Kherson er á valdi Rússa og Mariupol er við það að falla þótt heimamenn berjist enn við árásarherinn. Utanríkisráðherra Rússlands segir að þegar búið verði að splunda her Úkraínumanna og hreinsa landið af nasismanum verði almenningur í Úkraínu að ákveða framtíð landsins. Fregnir berast af blóðugum bardögum og miklu mannfalli í hafnarborgunum Kherson norðvestur af Krímskaga og Mariupol norðaustur af Krímskaga. Báðar eru borgirnar mikilvægar og Rússar eru taldir leggja áherslu á að ná öllum suðurhluta Úkraínu á sitt vald allt frá Donbas í austri. Því muni Rússar leggja áherslu á að ná hinni sögufrægu borg Odessa í suðvesturhluta landsins á sitt vald. Á þessari mynd má sjá hluta innrásarhers Rússa í ónafngreindum bæ í Úkraínu.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Rússar hafa hert eldflaugaárásir sínar á höfuðborgina Kænugarð. Gífurlega fjölmennar hersveitir þeirra halda sig þó enn utan borgarinnar þótt þær nálgist hana smátt og smátt. Á meðan íbúar helstu borga Úkraínu hafast við í kjöllurum, loftvarnabyrgjum og neðanjarðarlestarstöðvum vegna linnulausra loftskeyta- og stórskotaliðsárása Rússa heldur straumur flóttamanna frá landinu áfram. Nú er talið að fjöldinn nálgist eina milljón manna. Nú er talið að hátt í milljón manna, aðallega konur og börn, hafi flúið innrás Rússa í Úkraínu. Á þessari mynd sést flóttafólk og öryggisverðir á lestarstöð í bænum Przemysl í Póllandi.AP/Markus Schreiber Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands talar enn um að markmið innrásarinnar sé að splundra her Úkraínu og afnasistavæða landið. Krímskagi væri óaðskiljanlegur hluti af Rússlandi og hin svo kölluðu alþýðulýðveldi Donetsk og Luhansk í Donbas héraði verði að fá landamæri sem Rússland geti sætt sig við. Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir að almenningur í Úkraínu verði að ákveða framtíð sína eftir að Rússar hafa splundrað her landsins og útrýmt nasismanum þar, eins og ráðherrann orðar það.AP/Alexander Zemlianichenko „Eftir að þessum átökum sem Úkraínumenn hófu og við erum að reyna að stöðva lýkur, verða Úkraínumenn sjálfir að ákveða hvert þeir stefna í framhaldinu,“ segir Lavrov rétt eins og Rússar gangi göfugra erinda friðar í Úkraínu. Nú væru stjórnmálafræðingar að ræða framtíðarmöguleika Úkraínu. Rússneski stjórnvöld vinni út frá þeirri staðreynd að almenningur í Rússlandi verði að ákveða hvert landið stefni í framtíðinni. Á Krím þýddi þessi málflutningur að Rússar skipulögðu þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland sem varla fannst maður á móti á öllum skaganum og í framhaldinu varð Krím hluti af Rússlandi. Grafík/Ragnar Visage Hundrað fjörtíu og eitt ríki af 193 aðildarríkjum greiddi atkvæði með fordæmingu Sameinuðu þjóðanna á innrás Rússa í Úkraínu á allsherjarþinginu í gær. Fulltrúar Rússa, Hvítarússlands, Eritreu, Norður Kóreu og Sýrlands greiddu atkvæði gegn tillögunni og 35 ríki, þeirra á meðal Kína sátu hjá. Þrátt fyrir þetta segir Lavrov Rússa eiga öfluga bandamenn. „Við eigum vini, við eigum bandamenn, við eigum fjölda samstarfsaðila á alþjóðasviðinu sem hafa ekki misst sjálfstæði sitt og getu til að láta þjóðarhagsmuni sína ráða ferðinni. Ólíkt Evrópu og nokkrum öðrum löndum. Bandamenn okkar eru einnig undir miklum þrýstingi,“ sagði Sergey Lavrov í viðtali í gær. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir Rússum og Hvít-Rússum bannað að taka þátt á Vetrarólympíumóti fatlaðra Rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki hefur verið meinað að keppa á Vetrarólympíumóti fatlaðra sem hefjast um helgina vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 3. mars 2022 08:00 Tuttugu ríki hafa heitið Úkraínumönnum vopnum Alls hafa um 20 ríki heitið Úkraínu stuðningi í formi vopna af einhverju tagi. Flest þessara ríkja tilheyra Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu en ekki öll. 3. mars 2022 07:51 Úkraínski herinn segir Maríupól enn ósigraða Úkraínski herinn segir Rússum ekki hafa tekist að ná völdum í Maríupól, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Rússneskar hersveitir hafa setið um borgina síðustu daga og hefur hún sætt stöðugum árásum. 3. mars 2022 06:58 Rússar hafa náð Kherson á sitt vald Rússar hafa náð borginni Kherson á sitt vald. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum í Úkraínu. Borgarstjóri borgarinnar og bandarísk yfirvöld höfðu áður sagt að óvíst væri um stöðu mála þar sem bardagar stæðu enn yfir. 3. mars 2022 04:34 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Fregnir berast af blóðugum bardögum og miklu mannfalli í hafnarborgunum Kherson norðvestur af Krímskaga og Mariupol norðaustur af Krímskaga. Báðar eru borgirnar mikilvægar og Rússar eru taldir leggja áherslu á að ná öllum suðurhluta Úkraínu á sitt vald allt frá Donbas í austri. Því muni Rússar leggja áherslu á að ná hinni sögufrægu borg Odessa í suðvesturhluta landsins á sitt vald. Á þessari mynd má sjá hluta innrásarhers Rússa í ónafngreindum bæ í Úkraínu.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Rússar hafa hert eldflaugaárásir sínar á höfuðborgina Kænugarð. Gífurlega fjölmennar hersveitir þeirra halda sig þó enn utan borgarinnar þótt þær nálgist hana smátt og smátt. Á meðan íbúar helstu borga Úkraínu hafast við í kjöllurum, loftvarnabyrgjum og neðanjarðarlestarstöðvum vegna linnulausra loftskeyta- og stórskotaliðsárása Rússa heldur straumur flóttamanna frá landinu áfram. Nú er talið að fjöldinn nálgist eina milljón manna. Nú er talið að hátt í milljón manna, aðallega konur og börn, hafi flúið innrás Rússa í Úkraínu. Á þessari mynd sést flóttafólk og öryggisverðir á lestarstöð í bænum Przemysl í Póllandi.AP/Markus Schreiber Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands talar enn um að markmið innrásarinnar sé að splundra her Úkraínu og afnasistavæða landið. Krímskagi væri óaðskiljanlegur hluti af Rússlandi og hin svo kölluðu alþýðulýðveldi Donetsk og Luhansk í Donbas héraði verði að fá landamæri sem Rússland geti sætt sig við. Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir að almenningur í Úkraínu verði að ákveða framtíð sína eftir að Rússar hafa splundrað her landsins og útrýmt nasismanum þar, eins og ráðherrann orðar það.AP/Alexander Zemlianichenko „Eftir að þessum átökum sem Úkraínumenn hófu og við erum að reyna að stöðva lýkur, verða Úkraínumenn sjálfir að ákveða hvert þeir stefna í framhaldinu,“ segir Lavrov rétt eins og Rússar gangi göfugra erinda friðar í Úkraínu. Nú væru stjórnmálafræðingar að ræða framtíðarmöguleika Úkraínu. Rússneski stjórnvöld vinni út frá þeirri staðreynd að almenningur í Rússlandi verði að ákveða hvert landið stefni í framtíðinni. Á Krím þýddi þessi málflutningur að Rússar skipulögðu þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland sem varla fannst maður á móti á öllum skaganum og í framhaldinu varð Krím hluti af Rússlandi. Grafík/Ragnar Visage Hundrað fjörtíu og eitt ríki af 193 aðildarríkjum greiddi atkvæði með fordæmingu Sameinuðu þjóðanna á innrás Rússa í Úkraínu á allsherjarþinginu í gær. Fulltrúar Rússa, Hvítarússlands, Eritreu, Norður Kóreu og Sýrlands greiddu atkvæði gegn tillögunni og 35 ríki, þeirra á meðal Kína sátu hjá. Þrátt fyrir þetta segir Lavrov Rússa eiga öfluga bandamenn. „Við eigum vini, við eigum bandamenn, við eigum fjölda samstarfsaðila á alþjóðasviðinu sem hafa ekki misst sjálfstæði sitt og getu til að láta þjóðarhagsmuni sína ráða ferðinni. Ólíkt Evrópu og nokkrum öðrum löndum. Bandamenn okkar eru einnig undir miklum þrýstingi,“ sagði Sergey Lavrov í viðtali í gær.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir Rússum og Hvít-Rússum bannað að taka þátt á Vetrarólympíumóti fatlaðra Rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki hefur verið meinað að keppa á Vetrarólympíumóti fatlaðra sem hefjast um helgina vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 3. mars 2022 08:00 Tuttugu ríki hafa heitið Úkraínumönnum vopnum Alls hafa um 20 ríki heitið Úkraínu stuðningi í formi vopna af einhverju tagi. Flest þessara ríkja tilheyra Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu en ekki öll. 3. mars 2022 07:51 Úkraínski herinn segir Maríupól enn ósigraða Úkraínski herinn segir Rússum ekki hafa tekist að ná völdum í Maríupól, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Rússneskar hersveitir hafa setið um borgina síðustu daga og hefur hún sætt stöðugum árásum. 3. mars 2022 06:58 Rússar hafa náð Kherson á sitt vald Rússar hafa náð borginni Kherson á sitt vald. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum í Úkraínu. Borgarstjóri borgarinnar og bandarísk yfirvöld höfðu áður sagt að óvíst væri um stöðu mála þar sem bardagar stæðu enn yfir. 3. mars 2022 04:34 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Rússum og Hvít-Rússum bannað að taka þátt á Vetrarólympíumóti fatlaðra Rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki hefur verið meinað að keppa á Vetrarólympíumóti fatlaðra sem hefjast um helgina vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 3. mars 2022 08:00
Tuttugu ríki hafa heitið Úkraínumönnum vopnum Alls hafa um 20 ríki heitið Úkraínu stuðningi í formi vopna af einhverju tagi. Flest þessara ríkja tilheyra Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu en ekki öll. 3. mars 2022 07:51
Úkraínski herinn segir Maríupól enn ósigraða Úkraínski herinn segir Rússum ekki hafa tekist að ná völdum í Maríupól, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Rússneskar hersveitir hafa setið um borgina síðustu daga og hefur hún sætt stöðugum árásum. 3. mars 2022 06:58
Rússar hafa náð Kherson á sitt vald Rússar hafa náð borginni Kherson á sitt vald. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum í Úkraínu. Borgarstjóri borgarinnar og bandarísk yfirvöld höfðu áður sagt að óvíst væri um stöðu mála þar sem bardagar stæðu enn yfir. 3. mars 2022 04:34