Óvissustig vegna átaka í Úkraínu – Tæknilegt óöryggi Ólafur R. Rafnsson skrifar 4. mars 2022 11:30 Til hvaða aðgerða er skynsamlegt að grípa til við aðstæður sem þessar? Þetta er spurning sem margir spyrja sig eflaust nú. Við sjáum verulega aukningu ár frá ári á alvarlegum öryggisbrestum sem verða vegna óprúttinna aðila sem herja bæði á einstaklinga sem fyrirtæki, yfirleitt til að hafa af þeim fé. Sviksemi af þessu tagi hefur alltaf fylgt mannkyninu því miður, eina breytingin nú er að það er töluvert auðveldara að ná til margra með þeirri tækni sem við búum yfir. Við erum rétt að sjá í land eftir heimsfaraldur vegna COVID-19, gögn hafa verið tekið í gíslingu, Tintersvindlari herjar á konur, samkiptablekkingar eru daglegt brauð og óvissustigi var lýst yfir vegna Log4j veikleika á síðasta ári og nú er stríð í okkar heimsálfu. Er óhætt að segja að nú sé staðan sú að Ísland ætti að vera á óvissustigi vegna stríðsins í Úkraínu? Ástandið gefur fullt tilefni til þess að vera á varðbergi, virkja neyðarskipulag og gefa út fyrirmæli um að innlendir aðilar ættu að virkja óvissustig. Gefnar hafa verið út góðar leiðbeiningar frá CERT-IS og Fjarskiptastofu um hvernig hægt sé að bæta varnir og draga úr hættunni á að verða fyrir öryggisbresti. Vinnuaðstaða Líta mætti á kerfi að þau séu húsið sem við búum í og vinnum og þar eru öryggiskerfi sem vakta óæskilega umferð. Ef vart verður um innbrot í aðstöðu grípa þjófavarnarkerfi inn í og öryggismyndavélar í sumum tilvikum sem taka upp efni. Ef upp kemur sú staða að brotist hefur verið inn er gott að geta farið í öryggismyndavélar og spólað til baka til að skoða hver hefur verið þar á ferðinni. Þegar tæknilegur öryggisbrestur verður er gríðarlega mikilvægt að hægt sé með auðveldu móti fletta upp í dagbókum kerfa sem sama hætti og lýst er hér að ofan með öryggismyndavélar. Það er töluvert flóknara að skoða tæknilegt fótspor en myndefni, ef það eru til upplýsingar um slíkt yfir höfuð þar sem kerfi safna allskonar dagbókum á mismunandi máta. Því miður er algengt dagbækur kerfa sýna einungis færslur í örfáa daga eða jafnvel klukkustundir. Slíkt eykur enn frekar á óvissuna þegar ekki er hægt að rekja aðgerðir nema að litlu leyti. Hvað gerum við þá, hringja í vin ekki satt. Hvað er hægt að gera ef öryggi er ógnað? Eitt af því sem algengt er við aðstæður þegar tæknilegur öryggisbrestur er staðfestur, er að loka fyrir erlenda netumferð, eða eins og ef um húsnæði væri að ræða loka/læsa öllum hurðum og gluggum. Það er því miður ráðstöfun sem verður sífellt marklausari því með aukinni notkun skýjalausna getur slíkt valdið því að stöðva virkni sem þarf að vera til staðar og eru þó nokkur dæmi um slíkt. Varnarkerfi þurfa að geta gripið til aðgerða og rauntímavöktun er mikilvæg. Ýmis fyrirtæki bjóða allskonar öryggislausnir og getur verið mjög flókið að velja viðeigandi varnir. Það er ekki nóg að vera með varnarkerfi því það þarf líka einhvern til að vakta þau. Þessi kerfi mætti líkja við öryggis- og myndavélaeftirlitskerfi fyrir húsnæði. Ef brotist er inn þá eru boð send á öryggisfyrirtæki eins og Öryggismiðstöðina eða Securitas sem grípa þá til aðgerða. Sama ætti að gilda um tæknilega öryggisbresti, því það er ekki síður mikilvægt að sú öryggislausn sem treyst er á sé vöktuð í rauntíma eða hægt að skoða upptökur á einfaldan máta. Slík vöktun kallast Security Operation Center eða SOC sem er sambærilegt því að öryggisfyrirtæki sé tiltækt ef brotist er inn. Með slíkri vöktun er hægt að grípa inn í rafrænt, ef grunur er um að brotist hafi verið inn í kerfi. Hvernig höldum við örygginu við? Góð leið til að draga úr óvissu um hvort varnir sem fyrir eru séu fullnægjandi er gott að gera reglulega hættumat á tæknilegu öryggi. Fara yfir öll kerfi sem við notum dags daglega og halda skrá yfir þau og tryggja eins gott aðgangsöryggi og hægt er. Nota hugbúnað sem geymir fyrir okkur lykilorð eins og LastPass, Password1 o.s.frv. Sjá til þess að við eigum til öryggisafrit af mikilvægum gögnum í tæki sem er varið fyrir gagnagíslatökuvírusum. Fyrir fyrirtæki og stofnanir (skipulagsheildir) er ekki síður mikilvægt að útfæra og æfa viðbragð við mismunandi áhættusviðsmyndum til að tryggja viðeigandi viðbragð í neyð. Æfingar á viðbragði eru sífellt mikilvægari þáttur í daglegu lífi. Það þekkja margir brunaæfingar sem vinna á skrifstofu en við erum að fást við ósýnilegan tæknilegan bruna í kerfum og eru töluvert meiri líkur á slíkum bruna. Gott æft viðbragð er gulls ígildi þegar á reynir og nú er sérstaklega mikilvægt að verklag sé skýrt vegna ástandsins sem ríkir í Úkraínu, er þín skipulagsheild í viðbragðsstöðu eða er búið að lýsa yfir óvissuástandi og virkja neyðarskipulag hjá þér? Þetta eru spurningar sem margir velta fyrir sér nú og þurfa allir að vera sérstaklega á varðbergi, ekki bara skipulagsheildir heldur þú og ég líka. Skilin á milli heimilis og vinnu eru sífellt að vera óskýrari og hættur fleiri og alvarlegri. Pössum upp á stafrænt öryggi okkar og þeirra sem við erum í samskiptum við í leiðinni. Notum margþátta auðkenni alltaf ef það er valkostur, uppfærum öryggisviðbætur í tölvum og þeim tækjum þegar það býðst, látum vita ef grunur er um að við höfum verið blekkt því það geta allir lent í því, ég hef lent í því líka líka þó að ég starfi við þetta fag. Höfundur er ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingaöryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Til hvaða aðgerða er skynsamlegt að grípa til við aðstæður sem þessar? Þetta er spurning sem margir spyrja sig eflaust nú. Við sjáum verulega aukningu ár frá ári á alvarlegum öryggisbrestum sem verða vegna óprúttinna aðila sem herja bæði á einstaklinga sem fyrirtæki, yfirleitt til að hafa af þeim fé. Sviksemi af þessu tagi hefur alltaf fylgt mannkyninu því miður, eina breytingin nú er að það er töluvert auðveldara að ná til margra með þeirri tækni sem við búum yfir. Við erum rétt að sjá í land eftir heimsfaraldur vegna COVID-19, gögn hafa verið tekið í gíslingu, Tintersvindlari herjar á konur, samkiptablekkingar eru daglegt brauð og óvissustigi var lýst yfir vegna Log4j veikleika á síðasta ári og nú er stríð í okkar heimsálfu. Er óhætt að segja að nú sé staðan sú að Ísland ætti að vera á óvissustigi vegna stríðsins í Úkraínu? Ástandið gefur fullt tilefni til þess að vera á varðbergi, virkja neyðarskipulag og gefa út fyrirmæli um að innlendir aðilar ættu að virkja óvissustig. Gefnar hafa verið út góðar leiðbeiningar frá CERT-IS og Fjarskiptastofu um hvernig hægt sé að bæta varnir og draga úr hættunni á að verða fyrir öryggisbresti. Vinnuaðstaða Líta mætti á kerfi að þau séu húsið sem við búum í og vinnum og þar eru öryggiskerfi sem vakta óæskilega umferð. Ef vart verður um innbrot í aðstöðu grípa þjófavarnarkerfi inn í og öryggismyndavélar í sumum tilvikum sem taka upp efni. Ef upp kemur sú staða að brotist hefur verið inn er gott að geta farið í öryggismyndavélar og spólað til baka til að skoða hver hefur verið þar á ferðinni. Þegar tæknilegur öryggisbrestur verður er gríðarlega mikilvægt að hægt sé með auðveldu móti fletta upp í dagbókum kerfa sem sama hætti og lýst er hér að ofan með öryggismyndavélar. Það er töluvert flóknara að skoða tæknilegt fótspor en myndefni, ef það eru til upplýsingar um slíkt yfir höfuð þar sem kerfi safna allskonar dagbókum á mismunandi máta. Því miður er algengt dagbækur kerfa sýna einungis færslur í örfáa daga eða jafnvel klukkustundir. Slíkt eykur enn frekar á óvissuna þegar ekki er hægt að rekja aðgerðir nema að litlu leyti. Hvað gerum við þá, hringja í vin ekki satt. Hvað er hægt að gera ef öryggi er ógnað? Eitt af því sem algengt er við aðstæður þegar tæknilegur öryggisbrestur er staðfestur, er að loka fyrir erlenda netumferð, eða eins og ef um húsnæði væri að ræða loka/læsa öllum hurðum og gluggum. Það er því miður ráðstöfun sem verður sífellt marklausari því með aukinni notkun skýjalausna getur slíkt valdið því að stöðva virkni sem þarf að vera til staðar og eru þó nokkur dæmi um slíkt. Varnarkerfi þurfa að geta gripið til aðgerða og rauntímavöktun er mikilvæg. Ýmis fyrirtæki bjóða allskonar öryggislausnir og getur verið mjög flókið að velja viðeigandi varnir. Það er ekki nóg að vera með varnarkerfi því það þarf líka einhvern til að vakta þau. Þessi kerfi mætti líkja við öryggis- og myndavélaeftirlitskerfi fyrir húsnæði. Ef brotist er inn þá eru boð send á öryggisfyrirtæki eins og Öryggismiðstöðina eða Securitas sem grípa þá til aðgerða. Sama ætti að gilda um tæknilega öryggisbresti, því það er ekki síður mikilvægt að sú öryggislausn sem treyst er á sé vöktuð í rauntíma eða hægt að skoða upptökur á einfaldan máta. Slík vöktun kallast Security Operation Center eða SOC sem er sambærilegt því að öryggisfyrirtæki sé tiltækt ef brotist er inn. Með slíkri vöktun er hægt að grípa inn í rafrænt, ef grunur er um að brotist hafi verið inn í kerfi. Hvernig höldum við örygginu við? Góð leið til að draga úr óvissu um hvort varnir sem fyrir eru séu fullnægjandi er gott að gera reglulega hættumat á tæknilegu öryggi. Fara yfir öll kerfi sem við notum dags daglega og halda skrá yfir þau og tryggja eins gott aðgangsöryggi og hægt er. Nota hugbúnað sem geymir fyrir okkur lykilorð eins og LastPass, Password1 o.s.frv. Sjá til þess að við eigum til öryggisafrit af mikilvægum gögnum í tæki sem er varið fyrir gagnagíslatökuvírusum. Fyrir fyrirtæki og stofnanir (skipulagsheildir) er ekki síður mikilvægt að útfæra og æfa viðbragð við mismunandi áhættusviðsmyndum til að tryggja viðeigandi viðbragð í neyð. Æfingar á viðbragði eru sífellt mikilvægari þáttur í daglegu lífi. Það þekkja margir brunaæfingar sem vinna á skrifstofu en við erum að fást við ósýnilegan tæknilegan bruna í kerfum og eru töluvert meiri líkur á slíkum bruna. Gott æft viðbragð er gulls ígildi þegar á reynir og nú er sérstaklega mikilvægt að verklag sé skýrt vegna ástandsins sem ríkir í Úkraínu, er þín skipulagsheild í viðbragðsstöðu eða er búið að lýsa yfir óvissuástandi og virkja neyðarskipulag hjá þér? Þetta eru spurningar sem margir velta fyrir sér nú og þurfa allir að vera sérstaklega á varðbergi, ekki bara skipulagsheildir heldur þú og ég líka. Skilin á milli heimilis og vinnu eru sífellt að vera óskýrari og hættur fleiri og alvarlegri. Pössum upp á stafrænt öryggi okkar og þeirra sem við erum í samskiptum við í leiðinni. Notum margþátta auðkenni alltaf ef það er valkostur, uppfærum öryggisviðbætur í tölvum og þeim tækjum þegar það býðst, látum vita ef grunur er um að við höfum verið blekkt því það geta allir lent í því, ég hef lent í því líka líka þó að ég starfi við þetta fag. Höfundur er ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingaöryggi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun