Ég er ekki hræddur við breytingar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 11. mars 2022 11:31 Í VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna standa yfir kosningar til formanns og stjórnar. Ég hef setið sem formaður VM s.l. 4 ár og bíð fram þjónustu mína áfram. Annar af mótframbjóðendum mínum Guðmundur Ragnarsson fer fram með miklum látum, ekkert sem ég þekki ekki frá honum en ég get ekki annað en svarað fyrir mig. Þó að lygin sé sögð aftur og aftur þá verður lygin ekki sannleikur. Þessi fyrri formaður VM hefur farið fram með ósannindi og dylgjur. Hann setur frá sér aftur og aftur að það sé verið að brjóta lög í félaginu vegna þess að það er verið að sameina félagið. Í næstu setningu segir hann svo að það þurfi heiðarlegann formann. Að má segja að hljóð og mynd þarna fari ansi illa saman. Það sem aftur á móti er satt og rétt í þessu er að iðnaðarmannafélögin á Stórhöfða eru að auka samvinnu. Ekkert mun breytast í félagsmálum félaganna og umboð kjarasamninga verður áfram hjá hverju og einu félagi. Sameiginleg símsvörun, sérfræðingar, móttaka og fleira mun vera rekið sameiginlega. Er þetta gert til þess að hagræða, til þess að stækka okkar sameiginlegu rödd við stjórnvöld og gagnvart atvinnurekendum og til þess að gera okkur faglegri í allri nálgun. Ég ætla að leyfa mér að tala fyrir samvinnu því það er mín bjargfasta trú að launafólk bæti sín kjör sameiginlega en ekki hver í sínu horni. Sumir sem eru á móti samvinnu kalla þetta sameiningu, það er samt á hreinu að samningsumboð heldur sér hjá félögunum, hvert félag með sína sjálfstæðu stjórn og engir sjóðir verða sameinaðir. Þeir aðilar sem gagnrýna aukna samvinnu eru hræddir við breytingar og vilja stöðnun. Það er allt í lagi, það er eðlilegt að vera hræddur við breytingar en ég mun standa eða falla með þeirri skoðun að launafólk eigi að standa saman. Þeir einu sem hagnast á sundrungu iðnaðarmanna og sjómanna eru atvinnurekendur. Ég trúi á mátt samvinnu, og ég trúi því í alvöru að við munum loksins fá boð við borðið hjá stjórnvöldum ef við vinnum saman. Ég segi fyrir mína parta að ég tel það ekki hjálpa hagsmunum félagsmanna VM að sitja fyrir utan herbergið, liggjandi á hurðarhúninum og bíða eftir því að aðrir taki ákvörðun um hagsmunamál okkar. Ég vil miklu frekar að fulltrúi frá okkur taki þátt í ákvörðunartökunni á stóra borðinu. Ég hef ekki þannig egó að ég þurfi að ráða öllu einn, ég get í samvinnu talað mig niður á skynsamlega niðurstöðu fyrir félagsmenn VM. Við sjáum það öll að hagsmunasamtök atvinnurekanda styrkjast með hverju árinu, ég ætla ekki að leyfa því að gerast að rödd okkar verði minna virðis vegna þess að menn eru hræddir við breytingar og eru hræddir við samvinnu, ég tel það ekki boðlegt fyrir mína félagsmenn. Það er staðreynd að okkar félagsmenn eru mikilvægir fyrir samfélagið, og verður sífellt mikilvægari í þeim tæknibreytingum sem núna eru í gangi. Ég vil vera að ræða um kjör minna félagsmanna, menntun og aðbúnað, ég vil vera að ræða um öryggi minna félagsmanna og hvernig við getum bætt þjónustuna en því miður hefur Guðmundur Ragnarsson engan áhuga að ræða það. Það eru gríðarleg tækifæri til staðar, vissir þú kæri lesandi að félagsmenn í VM eiga stóran þátt í því að halda virkjunum þessa lands gangandi, að þau halda fiskiskipaflotanum gangandi og skipum Landhelgisgæslunnar, vissir þú að félagsmenn VM vinna hjá stórum tæknifyrirtækjum eins og Marel og Össuri, eða að stór hópur okkar félagsmanna standa vaktina í stóriðjunni, halda siglingum gangandi á milli landa, á ferjum, í laxeldinu og í hvalaskoðun. Félagsmenn VM á almennum vinnumarkaði í smiðjum, kælitæknifyrirtækjum og netagerðum passa svo upp á að öll þessi starfsemi gangi yfir höfuð. Félagsmenn VM eru gríðarlega mikilvægir í samfélaginu okkar, ég vil vera að tala um það, benda á það og að við séum að ræða um það hvernig kjör þeirra batni og menntun þeirra verði enn betra. Höfundur er formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna standa yfir kosningar til formanns og stjórnar. Ég hef setið sem formaður VM s.l. 4 ár og bíð fram þjónustu mína áfram. Annar af mótframbjóðendum mínum Guðmundur Ragnarsson fer fram með miklum látum, ekkert sem ég þekki ekki frá honum en ég get ekki annað en svarað fyrir mig. Þó að lygin sé sögð aftur og aftur þá verður lygin ekki sannleikur. Þessi fyrri formaður VM hefur farið fram með ósannindi og dylgjur. Hann setur frá sér aftur og aftur að það sé verið að brjóta lög í félaginu vegna þess að það er verið að sameina félagið. Í næstu setningu segir hann svo að það þurfi heiðarlegann formann. Að má segja að hljóð og mynd þarna fari ansi illa saman. Það sem aftur á móti er satt og rétt í þessu er að iðnaðarmannafélögin á Stórhöfða eru að auka samvinnu. Ekkert mun breytast í félagsmálum félaganna og umboð kjarasamninga verður áfram hjá hverju og einu félagi. Sameiginleg símsvörun, sérfræðingar, móttaka og fleira mun vera rekið sameiginlega. Er þetta gert til þess að hagræða, til þess að stækka okkar sameiginlegu rödd við stjórnvöld og gagnvart atvinnurekendum og til þess að gera okkur faglegri í allri nálgun. Ég ætla að leyfa mér að tala fyrir samvinnu því það er mín bjargfasta trú að launafólk bæti sín kjör sameiginlega en ekki hver í sínu horni. Sumir sem eru á móti samvinnu kalla þetta sameiningu, það er samt á hreinu að samningsumboð heldur sér hjá félögunum, hvert félag með sína sjálfstæðu stjórn og engir sjóðir verða sameinaðir. Þeir aðilar sem gagnrýna aukna samvinnu eru hræddir við breytingar og vilja stöðnun. Það er allt í lagi, það er eðlilegt að vera hræddur við breytingar en ég mun standa eða falla með þeirri skoðun að launafólk eigi að standa saman. Þeir einu sem hagnast á sundrungu iðnaðarmanna og sjómanna eru atvinnurekendur. Ég trúi á mátt samvinnu, og ég trúi því í alvöru að við munum loksins fá boð við borðið hjá stjórnvöldum ef við vinnum saman. Ég segi fyrir mína parta að ég tel það ekki hjálpa hagsmunum félagsmanna VM að sitja fyrir utan herbergið, liggjandi á hurðarhúninum og bíða eftir því að aðrir taki ákvörðun um hagsmunamál okkar. Ég vil miklu frekar að fulltrúi frá okkur taki þátt í ákvörðunartökunni á stóra borðinu. Ég hef ekki þannig egó að ég þurfi að ráða öllu einn, ég get í samvinnu talað mig niður á skynsamlega niðurstöðu fyrir félagsmenn VM. Við sjáum það öll að hagsmunasamtök atvinnurekanda styrkjast með hverju árinu, ég ætla ekki að leyfa því að gerast að rödd okkar verði minna virðis vegna þess að menn eru hræddir við breytingar og eru hræddir við samvinnu, ég tel það ekki boðlegt fyrir mína félagsmenn. Það er staðreynd að okkar félagsmenn eru mikilvægir fyrir samfélagið, og verður sífellt mikilvægari í þeim tæknibreytingum sem núna eru í gangi. Ég vil vera að ræða um kjör minna félagsmanna, menntun og aðbúnað, ég vil vera að ræða um öryggi minna félagsmanna og hvernig við getum bætt þjónustuna en því miður hefur Guðmundur Ragnarsson engan áhuga að ræða það. Það eru gríðarleg tækifæri til staðar, vissir þú kæri lesandi að félagsmenn í VM eiga stóran þátt í því að halda virkjunum þessa lands gangandi, að þau halda fiskiskipaflotanum gangandi og skipum Landhelgisgæslunnar, vissir þú að félagsmenn VM vinna hjá stórum tæknifyrirtækjum eins og Marel og Össuri, eða að stór hópur okkar félagsmanna standa vaktina í stóriðjunni, halda siglingum gangandi á milli landa, á ferjum, í laxeldinu og í hvalaskoðun. Félagsmenn VM á almennum vinnumarkaði í smiðjum, kælitæknifyrirtækjum og netagerðum passa svo upp á að öll þessi starfsemi gangi yfir höfuð. Félagsmenn VM eru gríðarlega mikilvægir í samfélaginu okkar, ég vil vera að tala um það, benda á það og að við séum að ræða um það hvernig kjör þeirra batni og menntun þeirra verði enn betra. Höfundur er formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun