Framtíð okkar í Evrópu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2022 12:00 Ljóst er að innrásin í Úkraínu mun hafa mikil og langvarandi áhrif á sviði alþjóðamála og innan allrar Evrópu. Þegar friði og lýðræði er ógnað með þeim hætti sem við sjáum í dag kallar það á viðeigandi viðbrögð af okkar hálfu. Við höfum þegar sýnt samstöðu og veitt stuðning vegna innrásarinnar og því verður haldið áfram eins lengi og þarf til. En við eigum líka að endurmeta eigin stöðu, meta alla kosti og horfa til framtíðar. Rétt eins og nágrannaríki okkar í Evrópu gera um þessar mundir. Nú sjáum við Evrópuríkin efla varnir sínar og tala fyrir nánara samstarfi innan Evrópusambandsins. Til að standa betur vörð um lýðræði, mannréttindi og frið í álfunni. Á sama tíma hafa evrópsk nágrannaríki Rússlands sótt um aðild að Evrópusambandinu. Þau eru ekki í neinum vafa um kosti sambandsins fyrir eigið öryggi og sjálfstæði. En hagsmunir okkar eru líka samofnir hagsmunum Evrópusambandsins og umbætur síðustu ára oftar en ekki borist hingað að utan. Hvort sem litið er til mannréttinda, neytendaverndar, samkeppnismála eða loftslagsmála. Það hefur reynst okkur vel þegar stjórnvöld draga lappirnar í hverju málinu á fætur öðru. Evrópusambandið er nefnilega það bandalag sem beitir sér hvað harðast fyrir mannréttindum, friði og frjálslyndu lýðræði í heiminum. Það er því miður ekki sjálfgefið. Þar fyrir utan hefur sambandið nú tekið forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Sama hvað um ræðir þá leiðir Evrópusambandið lestina í átt að bættum heimi. Því sambandið er fyrst og fremst friðarbandalag. Umræðan um Evrópusambandið snýst ekki síður um mikilvægi þess að Ísland verði hluti af stærra samfélagi sem stendur vörð um frið og mannréttindi. Samfélag þar sem frjálslyndið er í hávegum haft og lýðræðið fær að njóta sín. Samfélag sem tryggir stöðugleika og sátt. Þjóð meðal þjóða Áhrifa Evrópusambandsins gætir víða en eins og staðan er núna höfum við ekkert um þau að segja. Mikilvægt er fyrir okkur öðlast sterkari rödd á þeim vettvangi þar sem svo margar ákvarðanir eru þegar teknar. Ákvarðanir sem hafa verulega þýðingu fyrir okkar daglega líf og samfélagið í heild. En stjórnvöld neita að horfa á heildarmyndina. Þá þýðir sennilega lítið að benda til þess mikla hlutfallslega fjölda þingmanna sem við fengjum á Evrópuþinginu eða til þeirrar staðreyndar að með fullri aðild fengjum við fulltrúa í framkvæmdastjórn og ráðgjafaráði til jafns við önnur aðildarríki sambandsins. Það myndi efla áhrifastöðu okkar til muna og veita okkur mikilvæg tækifæri nú þegar við höfum enga slíka viðveru fyrir. Staða okkar sem þjóðar styrkist þegar við komum beint að mótun þeirra reglna sem við þurfum að fylgja. Við eflum sjálfsákvörðunarrétt okkar þegar við getum beitt rödd okkar enn frekar og tekið þátt með virkari hætti. Það skerðir ekki fullveldi okkar, það eflir það. Það veikir ekki lýðræðið, það styrkir það. Þátttaka Íslands á alþjóðasviðinu hefur í gegnum árin sýnt okkur hvernig fámenn þjóð getur beitt rödd sinni með árangursríkum hætti og notið góðs af samstarfinu við önnur ríki. Þar ber helst að nefna þátttöku okkar innan NATÓ, Schengen og Sameinuðu Þjóðanna, líkt og með ályktun okkar innan Mannréttindaráðins gegn mannréttindabrotum stjórnvalda í Filippseyjum. En nú viljum við styrkja þessa rödd okkar enn frekar. Spyrjum þjóðina En hvað með að láta þetta í hendur þjóðarinnar? Þegar svo miklir hagsmunir eru í húfi er rétt og löngu tímabært að bera málið beint undir þjóðina. Niðurstöður síðustu þingkosninga ættu ekki að binda hendur okkar í þeim efnum. Stundum kalla aðstæður á aukið samráð og samtal við þjóðina. Nú er heimsmyndin breytt og verulegar viðhorfsbreytingar átt sér stað meðal almennings. Fyrir þær sakir, en ekki síst í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru undir, er rétt að leggja málin í hendur þjóðarinnar og láta hana um næstu skref. Treystum þjóðinni til að taka beina ákvörðun um hennar hag og framtíð í þessum efnum. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Innrás Rússa í Úkraínu Alþingi Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ljóst er að innrásin í Úkraínu mun hafa mikil og langvarandi áhrif á sviði alþjóðamála og innan allrar Evrópu. Þegar friði og lýðræði er ógnað með þeim hætti sem við sjáum í dag kallar það á viðeigandi viðbrögð af okkar hálfu. Við höfum þegar sýnt samstöðu og veitt stuðning vegna innrásarinnar og því verður haldið áfram eins lengi og þarf til. En við eigum líka að endurmeta eigin stöðu, meta alla kosti og horfa til framtíðar. Rétt eins og nágrannaríki okkar í Evrópu gera um þessar mundir. Nú sjáum við Evrópuríkin efla varnir sínar og tala fyrir nánara samstarfi innan Evrópusambandsins. Til að standa betur vörð um lýðræði, mannréttindi og frið í álfunni. Á sama tíma hafa evrópsk nágrannaríki Rússlands sótt um aðild að Evrópusambandinu. Þau eru ekki í neinum vafa um kosti sambandsins fyrir eigið öryggi og sjálfstæði. En hagsmunir okkar eru líka samofnir hagsmunum Evrópusambandsins og umbætur síðustu ára oftar en ekki borist hingað að utan. Hvort sem litið er til mannréttinda, neytendaverndar, samkeppnismála eða loftslagsmála. Það hefur reynst okkur vel þegar stjórnvöld draga lappirnar í hverju málinu á fætur öðru. Evrópusambandið er nefnilega það bandalag sem beitir sér hvað harðast fyrir mannréttindum, friði og frjálslyndu lýðræði í heiminum. Það er því miður ekki sjálfgefið. Þar fyrir utan hefur sambandið nú tekið forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Sama hvað um ræðir þá leiðir Evrópusambandið lestina í átt að bættum heimi. Því sambandið er fyrst og fremst friðarbandalag. Umræðan um Evrópusambandið snýst ekki síður um mikilvægi þess að Ísland verði hluti af stærra samfélagi sem stendur vörð um frið og mannréttindi. Samfélag þar sem frjálslyndið er í hávegum haft og lýðræðið fær að njóta sín. Samfélag sem tryggir stöðugleika og sátt. Þjóð meðal þjóða Áhrifa Evrópusambandsins gætir víða en eins og staðan er núna höfum við ekkert um þau að segja. Mikilvægt er fyrir okkur öðlast sterkari rödd á þeim vettvangi þar sem svo margar ákvarðanir eru þegar teknar. Ákvarðanir sem hafa verulega þýðingu fyrir okkar daglega líf og samfélagið í heild. En stjórnvöld neita að horfa á heildarmyndina. Þá þýðir sennilega lítið að benda til þess mikla hlutfallslega fjölda þingmanna sem við fengjum á Evrópuþinginu eða til þeirrar staðreyndar að með fullri aðild fengjum við fulltrúa í framkvæmdastjórn og ráðgjafaráði til jafns við önnur aðildarríki sambandsins. Það myndi efla áhrifastöðu okkar til muna og veita okkur mikilvæg tækifæri nú þegar við höfum enga slíka viðveru fyrir. Staða okkar sem þjóðar styrkist þegar við komum beint að mótun þeirra reglna sem við þurfum að fylgja. Við eflum sjálfsákvörðunarrétt okkar þegar við getum beitt rödd okkar enn frekar og tekið þátt með virkari hætti. Það skerðir ekki fullveldi okkar, það eflir það. Það veikir ekki lýðræðið, það styrkir það. Þátttaka Íslands á alþjóðasviðinu hefur í gegnum árin sýnt okkur hvernig fámenn þjóð getur beitt rödd sinni með árangursríkum hætti og notið góðs af samstarfinu við önnur ríki. Þar ber helst að nefna þátttöku okkar innan NATÓ, Schengen og Sameinuðu Þjóðanna, líkt og með ályktun okkar innan Mannréttindaráðins gegn mannréttindabrotum stjórnvalda í Filippseyjum. En nú viljum við styrkja þessa rödd okkar enn frekar. Spyrjum þjóðina En hvað með að láta þetta í hendur þjóðarinnar? Þegar svo miklir hagsmunir eru í húfi er rétt og löngu tímabært að bera málið beint undir þjóðina. Niðurstöður síðustu þingkosninga ættu ekki að binda hendur okkar í þeim efnum. Stundum kalla aðstæður á aukið samráð og samtal við þjóðina. Nú er heimsmyndin breytt og verulegar viðhorfsbreytingar átt sér stað meðal almennings. Fyrir þær sakir, en ekki síst í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru undir, er rétt að leggja málin í hendur þjóðarinnar og láta hana um næstu skref. Treystum þjóðinni til að taka beina ákvörðun um hennar hag og framtíð í þessum efnum. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun