Að búa við öryggi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 22. mars 2022 11:32 Það eru allt of margir íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi sem hafa þurft að flytjast ótímabærum hreppaflutningum í önnur sveitarfélög síðustu árin, sumir alla leið á Kirkjubæjarklaustur. Það er þyngra en tárum taki fyrir aðstandendur að þurfa að taka þátt í þessum brottflutning sem í einhverjum tilfellum hefur ekki verið nauðsynlegur. Á samstöðu- og baráttutónleikum Tóna og Trix, tónlistarhópi eldri borgara í Ölfusi, árið 2013 varð til mikil samstaða um málefni eldri borgara og mikill hugur var í fólki að finna lausn á þessu hörmungarmáli. Afurð tónleikanna var Hollvinafélagið Höfn sem hafði það hlutverk að leita leiða til að auka öryggi eldra fólks og gera þeim kleift að vera heima eins lengi og mögulegt er. Forsprakkar félagsins lögðust í mikla vinnu þar sem þær fengu ólíka hagsmunaaðila að borðinu. Afrakstur þeirra vinnu voru útfærðar hugmyndir sem farið var í að skoða í samstarfi við fyrrum bæjarstjóra. Verkefnið strandaði í fangi nýrrar bæjarstjórnar sem sýndi þessum lausnum engan áhuga. Þeirri sömu bæjarstjórn og skipuð er meirihluta sem talaði um það fyrir síðustu kosningar að stórefla heimahjúkrun og heimaþjónustu. Það hefur ekki borið á því og varla hægt að sjá að áhugi sé yfir höfuð á málefnum eldri borgara hjá núverandi meirihluta. Málefni eldra fólks upphafin til vegs og virðingar Við á Íbúalistanum viljum taka málefni eldra fólks í fangið og upphefja þau til vegs og virðingar. Fólkið okkar sem nú tilheyrir þessum hópi er fólkið sem byggði upp þéttbýlið Þorlákshöfn. Þau sem unnu ómælda vinnu þannig að ég, þú og börnin okkar getum notið þess að búa hér í vel grónum bæ, með fallega Skrúðgarðinn sem var byggður af hugsjónakonunum í Kvenfélagi Þorlákshafnar. Við getum notið hvers konar menningarviðburða í Þorlákskirkju, sem var byggð og fjármögnuð af íbúum Þorlákshafnar í sjálfboðavinnu, við eigum eina bestu sundlaug á landinu og glæsileg íþróttamannvirki sem hefðu ekki orðið til nema fyrir stórhuga einstaklinga sem lögðu allt sitt í að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Allir eiga skilið að eldast með reisn vitandi að það verður ekki flutt hreppaflutningum ef það missir heilsuna. Þú, kæri íbúi, átt skilið að búa við öryggi hér í þinni heimabyggð eins lengi og þú mögulega getur áður en þú þarf á fullri þjónustu að halda inni á hjúkrunarheimili. Málefni aldraðra er ekki einangraður málaflokkur, hann snertir okkur öll, mig og þig, einn daginn verðum við öll á þessum stað, eldumst öll og viljum öll áhuggjulaust ævikvöld. Við á Íbúalistanum viljum móta heildstæða stefnu um þjónustu við eldra fólk sem tekur mið af samþættri og persónumiðaðri heilbrigðis- og félagsþjónustu og miðar að því að auka öryggi og vellíðan eldra fólks og gera því kleift að búa sem lengst í heimabyggð. Við viljum efla félagsstarfið og stórauka þá þjónustu sem nú er í boði þegar kemur að umönnun þeirra sem þurfa aukna þjónustu. Opinn fundur um málefni eldri borgara Miðvikudaginn 23. mars kl. 17 á 9unni bjóða frambjóðendur á Íbúalistanum eldri borgurum og öðrum áhugasömum í Ölfusi í opið samtal um málefni eldri borgara í Sveitarfélaginu. Það er von okkar að sem flestir sem láta sig þessi mál varða komi og taki þátt í umræðum og láti í ljós skoðanir sínar. Við viljum hlusta, við erum hér fyrir ykkur. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti á Íbúalistanum í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Eldri borgarar Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það eru allt of margir íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi sem hafa þurft að flytjast ótímabærum hreppaflutningum í önnur sveitarfélög síðustu árin, sumir alla leið á Kirkjubæjarklaustur. Það er þyngra en tárum taki fyrir aðstandendur að þurfa að taka þátt í þessum brottflutning sem í einhverjum tilfellum hefur ekki verið nauðsynlegur. Á samstöðu- og baráttutónleikum Tóna og Trix, tónlistarhópi eldri borgara í Ölfusi, árið 2013 varð til mikil samstaða um málefni eldri borgara og mikill hugur var í fólki að finna lausn á þessu hörmungarmáli. Afurð tónleikanna var Hollvinafélagið Höfn sem hafði það hlutverk að leita leiða til að auka öryggi eldra fólks og gera þeim kleift að vera heima eins lengi og mögulegt er. Forsprakkar félagsins lögðust í mikla vinnu þar sem þær fengu ólíka hagsmunaaðila að borðinu. Afrakstur þeirra vinnu voru útfærðar hugmyndir sem farið var í að skoða í samstarfi við fyrrum bæjarstjóra. Verkefnið strandaði í fangi nýrrar bæjarstjórnar sem sýndi þessum lausnum engan áhuga. Þeirri sömu bæjarstjórn og skipuð er meirihluta sem talaði um það fyrir síðustu kosningar að stórefla heimahjúkrun og heimaþjónustu. Það hefur ekki borið á því og varla hægt að sjá að áhugi sé yfir höfuð á málefnum eldri borgara hjá núverandi meirihluta. Málefni eldra fólks upphafin til vegs og virðingar Við á Íbúalistanum viljum taka málefni eldra fólks í fangið og upphefja þau til vegs og virðingar. Fólkið okkar sem nú tilheyrir þessum hópi er fólkið sem byggði upp þéttbýlið Þorlákshöfn. Þau sem unnu ómælda vinnu þannig að ég, þú og börnin okkar getum notið þess að búa hér í vel grónum bæ, með fallega Skrúðgarðinn sem var byggður af hugsjónakonunum í Kvenfélagi Þorlákshafnar. Við getum notið hvers konar menningarviðburða í Þorlákskirkju, sem var byggð og fjármögnuð af íbúum Þorlákshafnar í sjálfboðavinnu, við eigum eina bestu sundlaug á landinu og glæsileg íþróttamannvirki sem hefðu ekki orðið til nema fyrir stórhuga einstaklinga sem lögðu allt sitt í að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Allir eiga skilið að eldast með reisn vitandi að það verður ekki flutt hreppaflutningum ef það missir heilsuna. Þú, kæri íbúi, átt skilið að búa við öryggi hér í þinni heimabyggð eins lengi og þú mögulega getur áður en þú þarf á fullri þjónustu að halda inni á hjúkrunarheimili. Málefni aldraðra er ekki einangraður málaflokkur, hann snertir okkur öll, mig og þig, einn daginn verðum við öll á þessum stað, eldumst öll og viljum öll áhuggjulaust ævikvöld. Við á Íbúalistanum viljum móta heildstæða stefnu um þjónustu við eldra fólk sem tekur mið af samþættri og persónumiðaðri heilbrigðis- og félagsþjónustu og miðar að því að auka öryggi og vellíðan eldra fólks og gera því kleift að búa sem lengst í heimabyggð. Við viljum efla félagsstarfið og stórauka þá þjónustu sem nú er í boði þegar kemur að umönnun þeirra sem þurfa aukna þjónustu. Opinn fundur um málefni eldri borgara Miðvikudaginn 23. mars kl. 17 á 9unni bjóða frambjóðendur á Íbúalistanum eldri borgurum og öðrum áhugasömum í Ölfusi í opið samtal um málefni eldri borgara í Sveitarfélaginu. Það er von okkar að sem flestir sem láta sig þessi mál varða komi og taki þátt í umræðum og láti í ljós skoðanir sínar. Við viljum hlusta, við erum hér fyrir ykkur. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti á Íbúalistanum í Ölfusi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun