Hlúum að vöggu skíðaíþróttarinnar! Stefán Pálsson skrifar 27. mars 2022 15:00 Það vekur oft furðu útlendinga hversu stutt saga skíðanotkunar er á Íslandi. Á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu hafa um aldir rennt sér allra sinna ferða á skíðum voru slík farartæki sjaldséð á Íslandi og notkun þeirra lengst af nær einvörðungu á Norðurlandi. Sunnan heiða þekkti fólk skíði vart nema af afspurn og úr fornsögum. Í Reykjavík voru það einmitt Norðmenn sem kynntu skíðaíþróttina til sögunnar. Fyrsta tilraun til að stofna skíðafélag í bænum var árið 1907. Munu þar hafa haft frumkvæðið nokkrir Norðmenn búsettir í bænum og hugðust þeir renna sér í brekkunni austan við bæinn Ártún. Um svipað leyti vaknaði áhugi innfæddra á skíðamennsku. Ungmennafélagshreyfingin hugðist taka íþróttina upp á sína arma, en þar á bæ þótti fólki óþarflega langt að halda alla leið austur yfir Elliðaár og var því reynt að ryðja skíðabraut í Öskjuhlíð. Í mörg sumur var unnið að brautarlagningunni en lítið varð úr skíðaiðkun. Frumkvöðull frá Noregi Það var því ekki fyrr en árið 1914 sem segja má að Reykvíkingar hafi byrjað að skíða fyrir alvöru. Sem fyrr þurfti norskt frumkvæði til. Kaupmaðurinn Laurenz H. Müller var nýfluttur til landsins og var óþreytandi við að bera út fagnaðarerindi skauta- og skíðamennsku. Hann hóf síðar rekstur íþróttavöruverslunar og gátu bæjarbúar þá loks eignast búnað til að renna sér yfir ís og hjarn. Mikill og góður skíðasnjór var í Reykjavík í ársbyrjun 1914 og lögðu skíðaáhugamennirnir leið sína í Ártúnsbrekkuna hvenær sem færi gafst og það var einmitt í þeim ferðum sem ákveðið var að stofna Skíðafélag Reykjavíkur, sem formlega varð að veruleika þann 23. febrúar sama ár. Hið nýja félag stóð fyrir skíðaæfingum og mótum í Ártúnsbrekkunni næstu árin, þótt stundum vildi það gerast að allur snjór væri á bak og burt áður en kæmi að auglýstum keppnisdegi. Háskabrögð á skíðum Þessar fyrstu skíðakeppnir báru vott um frumleika og sumar keppnisgreinanna kæmu í dag spánskt fyrir sjónir. Þannig munu hafa verið auglýstar parakeppnir á skíðum, þar sem keppendur renndu sér niður brautina og héldust í hendur. Enn háskalegri var svo keppni í brekkuhlaupi þar sem skíðamaðurinn hélt á logandi kyndli! Þótt brekkan við Ártún sé snotur þá verður hún seint talin ógnarhá. Um leið og vegasamgöngur og aukin bílaeign gerðu skíðamönnum kleift að halda til hærri fjalla missti Ártúnsbrekkan sess sinn sem aðalskíðabraut Reykvíkinga. Þar voru þó áfram haldin ungmennamót og keppt í skíðastökki karla. Í dag eru það bara allra yngstu iðkendurnir sem leggja leið sína í Ártúnsbrekkuna á vetrum. Líkt og fyrir tæpri öld er þó snjóleysið oft vandamál í brekkunni. Æskilegt væri að hefja þar reglubundna snjóframleiðslu á vetrum og gera svæðið þannig úr garði að barnafjölskyldur í Reykjavík geti nýtt sér það sem allra stærstan hluta vetrarins. Til að svo megi verða þarf þó að ráðast í ýmsar framkvæmdir. Fyrsta skrefið væri líklega að ráðast í nákvæmar fornleifarannsóknir á vettvangi, enda má búast við því að ýmsar merkar minjar finnist í jörðu þar sem búið hefur verið á Ártúni allt frá miðöldum. Væri ekki tilvalið að stefna að því að fagna 100 ára afmæli Skíðafélagsins í Ártúnsbrekkunni í febrúar 2024 á nýuppgerðu svæði og hver veit nema hægt sé að finna einhvern ofurhuga til að renna sér niður hlíðina með kyndil í hönd? Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Skíðasvæði Stefán Pálsson Vinstri græn Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það vekur oft furðu útlendinga hversu stutt saga skíðanotkunar er á Íslandi. Á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu hafa um aldir rennt sér allra sinna ferða á skíðum voru slík farartæki sjaldséð á Íslandi og notkun þeirra lengst af nær einvörðungu á Norðurlandi. Sunnan heiða þekkti fólk skíði vart nema af afspurn og úr fornsögum. Í Reykjavík voru það einmitt Norðmenn sem kynntu skíðaíþróttina til sögunnar. Fyrsta tilraun til að stofna skíðafélag í bænum var árið 1907. Munu þar hafa haft frumkvæðið nokkrir Norðmenn búsettir í bænum og hugðust þeir renna sér í brekkunni austan við bæinn Ártún. Um svipað leyti vaknaði áhugi innfæddra á skíðamennsku. Ungmennafélagshreyfingin hugðist taka íþróttina upp á sína arma, en þar á bæ þótti fólki óþarflega langt að halda alla leið austur yfir Elliðaár og var því reynt að ryðja skíðabraut í Öskjuhlíð. Í mörg sumur var unnið að brautarlagningunni en lítið varð úr skíðaiðkun. Frumkvöðull frá Noregi Það var því ekki fyrr en árið 1914 sem segja má að Reykvíkingar hafi byrjað að skíða fyrir alvöru. Sem fyrr þurfti norskt frumkvæði til. Kaupmaðurinn Laurenz H. Müller var nýfluttur til landsins og var óþreytandi við að bera út fagnaðarerindi skauta- og skíðamennsku. Hann hóf síðar rekstur íþróttavöruverslunar og gátu bæjarbúar þá loks eignast búnað til að renna sér yfir ís og hjarn. Mikill og góður skíðasnjór var í Reykjavík í ársbyrjun 1914 og lögðu skíðaáhugamennirnir leið sína í Ártúnsbrekkuna hvenær sem færi gafst og það var einmitt í þeim ferðum sem ákveðið var að stofna Skíðafélag Reykjavíkur, sem formlega varð að veruleika þann 23. febrúar sama ár. Hið nýja félag stóð fyrir skíðaæfingum og mótum í Ártúnsbrekkunni næstu árin, þótt stundum vildi það gerast að allur snjór væri á bak og burt áður en kæmi að auglýstum keppnisdegi. Háskabrögð á skíðum Þessar fyrstu skíðakeppnir báru vott um frumleika og sumar keppnisgreinanna kæmu í dag spánskt fyrir sjónir. Þannig munu hafa verið auglýstar parakeppnir á skíðum, þar sem keppendur renndu sér niður brautina og héldust í hendur. Enn háskalegri var svo keppni í brekkuhlaupi þar sem skíðamaðurinn hélt á logandi kyndli! Þótt brekkan við Ártún sé snotur þá verður hún seint talin ógnarhá. Um leið og vegasamgöngur og aukin bílaeign gerðu skíðamönnum kleift að halda til hærri fjalla missti Ártúnsbrekkan sess sinn sem aðalskíðabraut Reykvíkinga. Þar voru þó áfram haldin ungmennamót og keppt í skíðastökki karla. Í dag eru það bara allra yngstu iðkendurnir sem leggja leið sína í Ártúnsbrekkuna á vetrum. Líkt og fyrir tæpri öld er þó snjóleysið oft vandamál í brekkunni. Æskilegt væri að hefja þar reglubundna snjóframleiðslu á vetrum og gera svæðið þannig úr garði að barnafjölskyldur í Reykjavík geti nýtt sér það sem allra stærstan hluta vetrarins. Til að svo megi verða þarf þó að ráðast í ýmsar framkvæmdir. Fyrsta skrefið væri líklega að ráðast í nákvæmar fornleifarannsóknir á vettvangi, enda má búast við því að ýmsar merkar minjar finnist í jörðu þar sem búið hefur verið á Ártúni allt frá miðöldum. Væri ekki tilvalið að stefna að því að fagna 100 ára afmæli Skíðafélagsins í Ártúnsbrekkunni í febrúar 2024 á nýuppgerðu svæði og hver veit nema hægt sé að finna einhvern ofurhuga til að renna sér niður hlíðina með kyndil í hönd? Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun