Ef að Twitter væri partí Þórarinn Hjartarson skrifar 28. mars 2022 09:01 Ef Twitter væri partí væri það býsna leiðinlegt samkvæmi. Þrátt fyrir ágætis hóp gesta gengi um gólf manneskja með fýlusvip og vökult auga. Það er Twittermanneskjan. Twittermanneskjan hlerar samskipti gestanna í von um að finna eitthvað til þess að verða móðguð yfir. Það þarf ekki að vera eitthvað sem hún sjálf móðgast yfir heldur er twittermanneskjan reiðubúin að móðgast fyrir hönd hinna ýmsu hópa. Twittermanneskjan hvetur til umræðu en með ákveðnum fyrirvara. Hún dreifir bæklingum meðal gesta um það hverskonar umræða sé leyfileg. Þetta gerir hún í þágu þess að ef fólki er gefið frjálst orðið gætu átti sér stað óásættanleg samskipti. Hún passar upp á að samskipti kynjanna lúti ramma réttlætisins og báðir aðilar þannig á nálum yfir því að þau séu einu feilspori frá því að vera rekin úr partíinu. Twittermanneskjan beinir kastljósinu að sjálfri sér með því að benda á hamfarir út í heimi og lýsa því yfir hvað henni þykir það miður. Það afsakar aðgerðarleysi en gerir hana samtímis að hetju. Það er mikilvægt fyrir gesti að vera á tánum. Reglur þessa samkvæmis taka sífelldum breytingum. Það sem var í lagi í einu sinni getur varðað brottvísun hvenær sem er. Grínistinn David Chapelle segir að Twitter sé ekki raunverulegur staður. Það er rétt. En miðillinn hefur raunverulegar afleiðingar. Almenningur á í þversagnakenndu sambandi við twittermanneskjuna. Fólki er haldið nauðugu í þessu samkvæmi og twittermanneskjan stýrir því hvað megi segja og hvað megi ekki segja, iðulega án þess að heil brú sé í hennar eigin afstöðu. Nýlega var athygli twittermanneskjunnar beint að útvarpsmanni. Hann var ekki gerður að kaffistofusmjatti fyrir það sem hann gerði, heldur fyrir það sem að hann er. Að hann hafi tjáð sína sannfæringu opinberlega og myndað sér aðra skoðun en þá sem twittermanneskjan telur ásættanlega er ástæðan fyrir því að kafað var ofan í fortíð hans. Það er ekki merkilegt í sjálfu sér. Allir hafa gert mistök um ævina og margur oftar en einu sinni. En nú lá holdgervingur feðraveldisins vel við höggi og þrátt fyrir afsökunarbeiðni er krafan sú að hann þurfi að hverfa úr kastljósinu. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er twittermanneskjunni huglæg. Baráttan eins og hún er háð á twitter virðist ganga minna út á ofbeldið og meira út á það að ná til þeirra sem eru frægir eða í kastljósinu. Ellegar myndum við sjá fleiri mál hrottalegra árása kaldrifjaðra síafbrotamanna dúkka upp. Í stað þess sjáum við baráttufólkið smyrja lagið þunnt með því að halda okkur uppteknum af því að fyrrum fíkill var skíthæll á meðan á fíkninni stóð fyrir um rúmum áratug. Þversögnin er sú að twittermanneskjan talar einnig fyrir skaðaminnkandi úrræðum fyrir fíkla og að þeir sem að leiðist út í neyslu fái viðeigandi aðstoð til þess að vinna úr sínum málum. Þeim skal hins vegar ekki fyrirgefið að hafa komið ömurlega fram við maka sinn fyrir rúmum áratug. Undirritaður gerir ráð fyrir því að ofangreindur útvarpsmaður hafi verið skíthæll á meðan hann var í neyslu. Þetta atvik vekur þó upp heimspekilegar spurningar um það hvers konar afstöðu við höfum til fyrrum fíkla. Ef kafað er ofan í fortíð þeirra allra er líklegt að hægt sé að finna eitthvað sem samrýmist ekki ríkjandi samfélagsgildum, hvað þá stöðlum twittermanneskjunnar. Það virðist aldrei ætla að hætta að koma fólki á óvart að einungis hávær minnihluti er sammála twittermanneskjunni þegar til kastanna kemur. Twittermanneskjan hefur rangt fyrir sér um afstöðu fólks. Bæði á hinu pólitíska sviði sem og hinu samfélagslega. Á einhliða sögum skal land byggja. Stjórnmálamenn gerðu mistök með því að hlusta á twittermanneskjuna og móta sínar áherslur eftir hennar höfði í síðustu alþingiskosningum. Vinstriflokkarnir reyndu að dansa í takt við lýgilega lélega tónlist og uppskáru afhroð. Það er löngu tímabært að fjölmiðlar, stjórnmála- og áhrifafólk hætti að hlusta á twittermanneskjuna. Við horfum með hræðslu og háðung til félagsstigakerfa einræðisríkja en virðumst þó vilja skapa slíkt fyrir okkur sjálf. Augljós lausn er vandfundin. En fyrsta skrefið er að vinstriflokkarnir skipti um tónlist, hætti að taka hitastigið fyrir kosningar á twitter og biðja öfgaöfl samfélagsins afsökunar í hvert skipti sem þau stíga í vitlausan fót. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Ef Twitter væri partí væri það býsna leiðinlegt samkvæmi. Þrátt fyrir ágætis hóp gesta gengi um gólf manneskja með fýlusvip og vökult auga. Það er Twittermanneskjan. Twittermanneskjan hlerar samskipti gestanna í von um að finna eitthvað til þess að verða móðguð yfir. Það þarf ekki að vera eitthvað sem hún sjálf móðgast yfir heldur er twittermanneskjan reiðubúin að móðgast fyrir hönd hinna ýmsu hópa. Twittermanneskjan hvetur til umræðu en með ákveðnum fyrirvara. Hún dreifir bæklingum meðal gesta um það hverskonar umræða sé leyfileg. Þetta gerir hún í þágu þess að ef fólki er gefið frjálst orðið gætu átti sér stað óásættanleg samskipti. Hún passar upp á að samskipti kynjanna lúti ramma réttlætisins og báðir aðilar þannig á nálum yfir því að þau séu einu feilspori frá því að vera rekin úr partíinu. Twittermanneskjan beinir kastljósinu að sjálfri sér með því að benda á hamfarir út í heimi og lýsa því yfir hvað henni þykir það miður. Það afsakar aðgerðarleysi en gerir hana samtímis að hetju. Það er mikilvægt fyrir gesti að vera á tánum. Reglur þessa samkvæmis taka sífelldum breytingum. Það sem var í lagi í einu sinni getur varðað brottvísun hvenær sem er. Grínistinn David Chapelle segir að Twitter sé ekki raunverulegur staður. Það er rétt. En miðillinn hefur raunverulegar afleiðingar. Almenningur á í þversagnakenndu sambandi við twittermanneskjuna. Fólki er haldið nauðugu í þessu samkvæmi og twittermanneskjan stýrir því hvað megi segja og hvað megi ekki segja, iðulega án þess að heil brú sé í hennar eigin afstöðu. Nýlega var athygli twittermanneskjunnar beint að útvarpsmanni. Hann var ekki gerður að kaffistofusmjatti fyrir það sem hann gerði, heldur fyrir það sem að hann er. Að hann hafi tjáð sína sannfæringu opinberlega og myndað sér aðra skoðun en þá sem twittermanneskjan telur ásættanlega er ástæðan fyrir því að kafað var ofan í fortíð hans. Það er ekki merkilegt í sjálfu sér. Allir hafa gert mistök um ævina og margur oftar en einu sinni. En nú lá holdgervingur feðraveldisins vel við höggi og þrátt fyrir afsökunarbeiðni er krafan sú að hann þurfi að hverfa úr kastljósinu. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er twittermanneskjunni huglæg. Baráttan eins og hún er háð á twitter virðist ganga minna út á ofbeldið og meira út á það að ná til þeirra sem eru frægir eða í kastljósinu. Ellegar myndum við sjá fleiri mál hrottalegra árása kaldrifjaðra síafbrotamanna dúkka upp. Í stað þess sjáum við baráttufólkið smyrja lagið þunnt með því að halda okkur uppteknum af því að fyrrum fíkill var skíthæll á meðan á fíkninni stóð fyrir um rúmum áratug. Þversögnin er sú að twittermanneskjan talar einnig fyrir skaðaminnkandi úrræðum fyrir fíkla og að þeir sem að leiðist út í neyslu fái viðeigandi aðstoð til þess að vinna úr sínum málum. Þeim skal hins vegar ekki fyrirgefið að hafa komið ömurlega fram við maka sinn fyrir rúmum áratug. Undirritaður gerir ráð fyrir því að ofangreindur útvarpsmaður hafi verið skíthæll á meðan hann var í neyslu. Þetta atvik vekur þó upp heimspekilegar spurningar um það hvers konar afstöðu við höfum til fyrrum fíkla. Ef kafað er ofan í fortíð þeirra allra er líklegt að hægt sé að finna eitthvað sem samrýmist ekki ríkjandi samfélagsgildum, hvað þá stöðlum twittermanneskjunnar. Það virðist aldrei ætla að hætta að koma fólki á óvart að einungis hávær minnihluti er sammála twittermanneskjunni þegar til kastanna kemur. Twittermanneskjan hefur rangt fyrir sér um afstöðu fólks. Bæði á hinu pólitíska sviði sem og hinu samfélagslega. Á einhliða sögum skal land byggja. Stjórnmálamenn gerðu mistök með því að hlusta á twittermanneskjuna og móta sínar áherslur eftir hennar höfði í síðustu alþingiskosningum. Vinstriflokkarnir reyndu að dansa í takt við lýgilega lélega tónlist og uppskáru afhroð. Það er löngu tímabært að fjölmiðlar, stjórnmála- og áhrifafólk hætti að hlusta á twittermanneskjuna. Við horfum með hræðslu og háðung til félagsstigakerfa einræðisríkja en virðumst þó vilja skapa slíkt fyrir okkur sjálf. Augljós lausn er vandfundin. En fyrsta skrefið er að vinstriflokkarnir skipti um tónlist, hætti að taka hitastigið fyrir kosningar á twitter og biðja öfgaöfl samfélagsins afsökunar í hvert skipti sem þau stíga í vitlausan fót. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar