Hafa skal það sem sannara reynist Þórsteinn Ragnarsson skrifar 28. mars 2022 09:30 Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim. Fyrir nokkrum árum setti Sigríður Bylgja fram hugmynd um breytingar á greftrun duftkera sem fólst aðallega í því að jarðsetja tré með hverju duftkeri og nefndi hún framkvæmdina „að gróðursetja duftker”. Hugmyndafræðin var vissulega falleg en vart framkvæmanleg þar sem hvert tré sem vex upp tekur 8 til 10 fm sem er margfalt það landrými sem þarf undir venjulega gröf hvað þá hefðbundna duftgröf. Nú hefur Sigríður tekið málið lengra og vill setja á laggirnar bálstofu og lýsir hún í greininni þeim yfirburðum sem hennar bálstofa muni hafa umfram þá bálstofu sem kirkjugarðaráð hefur lagt til að byggð verði á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð að ekki sé talað um bálstofuna í Fossvogi. Í grein SB er því miður að finna endurteknar rangfærslur sem nauðsynlegt er að leiðrétta til að kaffistofugestir hennar fái rétta mynd af málinu. Hvað vakir fyrir SB með slíkum rangfærslum er ógjörningur að vita, því hún ætti að vita betur. Í upphafi greinarinnar segir SB:„Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist.“ Athugasemd: Þessi fullyrðing er röng. Lög um kirkjugarða snúast ekki um trúmálastarfsemi. Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) sem sjá um rúmlega 50% af jarðsetningum í landinu er stýrt af einstaklingum úr ýmsum áttum, frá Kirkjunni, fríkirkjum auk þess sem lífsskoðunarfélagið Siðmennt á fulltrúa í stjórn KGRP. Í athafnarrýmum í Fossvogi fara einnig fram útfarir þeirra sem eru utan trúfélaga. Í grein sinni kynnir SB til sögunnar nýjan valkost: „Valkostur sem er óháður trúar- og lífsskoðunarfélögum en hjartanlega opinn öllum og kallast Tré lífsins.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi valkostur sé háður trúar- og lífsskoðun þeirra sem njóta þjónustunnar, en þannig er það alls ekki. SB segir einnig: „Tré lífsins vill taka við bálfaraþjónustu hér á landi auk þess að bjóða óháð rými fyrir athafnir.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi athafnarými séu háð trúfélagaaðild.Af hverju er þessu haldið fram þegar SB veit betur? KGRP hafa um áratugaskeið þjónað öllum sem leita eftir þjónustu og það er alkunna að þeir sem eru utan trúfélaga velja athafnarými í Fossvogi enda stendur það öllum opið. Undir liðnum „Ákvörðunarvaldið er hjá stjórnvöldum“ segir SB meðal annars: Á að halda í horfinu með óbreyttu fyrirkomulagi og fela stofnun á vegum þjóðkirkjunnar að halda áfram að sjá um framkvæmd bálfara um ófyrirsjáanlega framtíð? Á að láta eitt trúfélag umfram önnur fá háar upphæðir úr ríkissjóði til að byggja nýja bálstofu í Gufuneskirkjugarði? Á að bjóða fjölbreyttu samfélagi á 21. öld upp á einn valkost við lífslok? Athugasemd: Þessar staðhæfingar dæma sig sjálfar. Þær eru allar settar fram til að koma þeirri hugsun inn hjá lesendum að núverandi fyrirkomulag sé með allt öðrum hætti en það er í raun og veru. Þeim sem vilja kynna sér þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um nýja bálstofu bendi ég á skýrslu sem Kirkjugarðaráð hefur látið vinna fyrir dómsmálaráðuneytið og nálgast má á þessari vefslóð. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma (KGRP). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kirkjugarðar Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim. Fyrir nokkrum árum setti Sigríður Bylgja fram hugmynd um breytingar á greftrun duftkera sem fólst aðallega í því að jarðsetja tré með hverju duftkeri og nefndi hún framkvæmdina „að gróðursetja duftker”. Hugmyndafræðin var vissulega falleg en vart framkvæmanleg þar sem hvert tré sem vex upp tekur 8 til 10 fm sem er margfalt það landrými sem þarf undir venjulega gröf hvað þá hefðbundna duftgröf. Nú hefur Sigríður tekið málið lengra og vill setja á laggirnar bálstofu og lýsir hún í greininni þeim yfirburðum sem hennar bálstofa muni hafa umfram þá bálstofu sem kirkjugarðaráð hefur lagt til að byggð verði á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð að ekki sé talað um bálstofuna í Fossvogi. Í grein SB er því miður að finna endurteknar rangfærslur sem nauðsynlegt er að leiðrétta til að kaffistofugestir hennar fái rétta mynd af málinu. Hvað vakir fyrir SB með slíkum rangfærslum er ógjörningur að vita, því hún ætti að vita betur. Í upphafi greinarinnar segir SB:„Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist.“ Athugasemd: Þessi fullyrðing er röng. Lög um kirkjugarða snúast ekki um trúmálastarfsemi. Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) sem sjá um rúmlega 50% af jarðsetningum í landinu er stýrt af einstaklingum úr ýmsum áttum, frá Kirkjunni, fríkirkjum auk þess sem lífsskoðunarfélagið Siðmennt á fulltrúa í stjórn KGRP. Í athafnarrýmum í Fossvogi fara einnig fram útfarir þeirra sem eru utan trúfélaga. Í grein sinni kynnir SB til sögunnar nýjan valkost: „Valkostur sem er óháður trúar- og lífsskoðunarfélögum en hjartanlega opinn öllum og kallast Tré lífsins.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi valkostur sé háður trúar- og lífsskoðun þeirra sem njóta þjónustunnar, en þannig er það alls ekki. SB segir einnig: „Tré lífsins vill taka við bálfaraþjónustu hér á landi auk þess að bjóða óháð rými fyrir athafnir.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi athafnarými séu háð trúfélagaaðild.Af hverju er þessu haldið fram þegar SB veit betur? KGRP hafa um áratugaskeið þjónað öllum sem leita eftir þjónustu og það er alkunna að þeir sem eru utan trúfélaga velja athafnarými í Fossvogi enda stendur það öllum opið. Undir liðnum „Ákvörðunarvaldið er hjá stjórnvöldum“ segir SB meðal annars: Á að halda í horfinu með óbreyttu fyrirkomulagi og fela stofnun á vegum þjóðkirkjunnar að halda áfram að sjá um framkvæmd bálfara um ófyrirsjáanlega framtíð? Á að láta eitt trúfélag umfram önnur fá háar upphæðir úr ríkissjóði til að byggja nýja bálstofu í Gufuneskirkjugarði? Á að bjóða fjölbreyttu samfélagi á 21. öld upp á einn valkost við lífslok? Athugasemd: Þessar staðhæfingar dæma sig sjálfar. Þær eru allar settar fram til að koma þeirri hugsun inn hjá lesendum að núverandi fyrirkomulag sé með allt öðrum hætti en það er í raun og veru. Þeim sem vilja kynna sér þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um nýja bálstofu bendi ég á skýrslu sem Kirkjugarðaráð hefur látið vinna fyrir dómsmálaráðuneytið og nálgast má á þessari vefslóð. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma (KGRP).
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun