Umfjöllun og viðtöl: Vestri – ÍR 81-92 | Ekkert undir en samt hörkuleikur Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar 31. mars 2022 22:17 Úr fyrri leik Vestra og ÍR á tímabilinu. Vísir/Bára Dröfn ÍR-ingar unnu ellefu stiga sigur gegn Vestra í lokaumferð Subway-deildar karla í kvöld, 92-81. Vestri kom af miklu krafti inn í leikinn, þrátt fyrir að vera fallnir fyrir leik. Það átti sannarlega að fara niður með höfuðið hátt uppi. Stuð á bekknum og mikið fagnað hverju stigi sem datt. ÍR’ingar fóru um miðbið fyrsta leikhluta að síga aðeins fram úr Vestra en góð þriggja stiga karfa í lokin sá til þess að munurinn var aðeins sex stig að honum loknum. Vestri byrjaði annan leikhluta alls ekki vel, ÍR setur niður 3 körfur áður en Vestri nær í stig og voru því komnir í 12 stiga forustu í byrjun annars leikhluta. Um miðjan leikhlutann kastar Vestri frá sér boltanum í tvígang og ÍR gengur á lagið, kemur sér í 15 stiga forustu og ætla ekkert að gefa eftir. Dýrkeypt mistök hjá Vestramönnum þar. Endar leikhlutinn þannig að ÍR eiga tíu stig á Vestra. Þriðji leikhlutinn fór vel af stað, bæði lið á fullu og ekki tomma gefinn eftir. Þegar um ein mínúta er eftir jafnar Vestri loksins leikinn og greinilegt að menn eru að spila upp á stoltið hérna. Er staðan 71-71 þegar þriðji leikhluti klárast. Vestri byrjaði fjórða leikhluta vel og komust yfir. Þeir hinsvegar virðast ekki hafa áttað sig á því að leikinn þarf að klára og fá 14 stig beint í andlitið. Tólf stiga munur á liðunum eftir þennan slæma kafla hjá Vestra og erfiðar mínútur eftir af leiknum. Eftir þetta fóru þeir að kasta frá sér boltanum og hreinlega gáfu ÍR sigurinn. Smá þyngd á pedalann og þeir hefðu getað stolið sigrinum í kvöld. En fór sem fór og Vestri tapar síðasta leik tímabilsins. Af hverju vann ÍR Þegar reyndi loksins virkilega á þá í lok þriðja og byrjun fjórða leikhluta að þá stóðu þeir af sér áhlaupið og gáfu í í framhaldi af því. Bæði lið ætluðu sannarlega að sigra í kvöld og gáfu allt í þetta. ÍR hinsvegar gerði færri mistök og það skilar sigrum. Hverjir stóðu upp úr? Jordan Semple stóð upp úr hjá ÍR, er með 21 framtakspunkt og spilar aðeins 25. mínútur eftir að hafa verið kominn í villuvandræði. Steig upp á mikilvægum tímum. Hjá Vestra var Rubi óstöðvandi í áhlaupinu þeirra en slökknaði því miður á honum í fjórða og náði ekki að halda áfram góðu gengi sínu. Hvað gekk illa? Vestri var að elta allan tímann, þegar þeir loksins komust yfir í byrjun fjórða leikhluta, þá var eins og vindurinn væri barinn úr þeim og ÍR gekk á lagið. Hefði Vestri náð að halda þessum meðbyr aðeins lengra inn í fjórða leikhlutann, hver veit hvað hefði gerst. Hvað gerist næst? Vestri fer niður í næstefstu deild og ÍR heldur sæti sínu. Ísak Wium: „Við ætluðum bara að sigra og gerðum ekki mikið meira en það“ Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR-inga.Vísir/Hulda Margrét „Við ætluðum okkur bara að vinna þennan leik og gerðum ekki mikið meira en það“ sagði Ísak Wium, sem stendur vaktina í covid veikindum Friðriks, þegar hann var spurður út í leik sinna manna, sem voru þunnskipaðir í dag. „Vorum ekki góðir varnarlega, sérstaklega í þriðja leikhluta þegar við fengum á okkur 29 stig“ sagði Ísak um hvar hann vildi að sýnir menn hefðu bætt sig í kvöld. „Við buðum Nemanja upp í þann dans sem hann kann hvað best og hann gekk á lagið“ „ÍR er aldrei sátt með 10. Sætið, en þetta tímabil var mjög kaflaskipt þar sem er skipt um bæði þjálfara og erlenda leikmenn. Hefðum við haft þennan hóp lengur, þá hefði þetta geta farið betur“ sagði Ísak sem var ánægður með að yngri strákarnir væru snerta aðeins gólfið. Pétur Már: „Erfitt tímabil sem við byrjuðum ágætlega“ Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, þakkaði leikmönnum liðsins fyrir sitt framlag í vetur.Vísir/Hulda Margrét Pétur var ánægður með sína menn framan af tímabili, þeir voru að gefa öllum leik og menn að stíga upp. Hinsvegar setti strik í reikninginn þegar fjárhagsvandræði bönkuðu á dyrnar. „Við reyndum bara að aðlaga okkur að þeim aðstæðum en gekk það erfiðlega“ sagði Pétur sem vildi senda sérstakar þakkir á sína leikmenn sem gáfu allt í þetta þrátt fyrir aðstæður og gáfu ÍR alvöru leik hérna í kvöld. „Bensínið var kannski ekki alveg búið en við gerðum mistök ásamt því að dómararnir að því virtust gera nokkur mistök líka. Við hefðum þurft að vera aðeins skynsamari þarna í lokin“ „Hápunktar tímabilsins eru auðvitað sigrarnir sem og að við gáfum mörgum liðum hörku leik“ sagði Pétur vígreifur en vildi ekkert gefa upp um næsta tímabil þegar hann var spurður út í það. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla ÍR Vestri
ÍR-ingar unnu ellefu stiga sigur gegn Vestra í lokaumferð Subway-deildar karla í kvöld, 92-81. Vestri kom af miklu krafti inn í leikinn, þrátt fyrir að vera fallnir fyrir leik. Það átti sannarlega að fara niður með höfuðið hátt uppi. Stuð á bekknum og mikið fagnað hverju stigi sem datt. ÍR’ingar fóru um miðbið fyrsta leikhluta að síga aðeins fram úr Vestra en góð þriggja stiga karfa í lokin sá til þess að munurinn var aðeins sex stig að honum loknum. Vestri byrjaði annan leikhluta alls ekki vel, ÍR setur niður 3 körfur áður en Vestri nær í stig og voru því komnir í 12 stiga forustu í byrjun annars leikhluta. Um miðjan leikhlutann kastar Vestri frá sér boltanum í tvígang og ÍR gengur á lagið, kemur sér í 15 stiga forustu og ætla ekkert að gefa eftir. Dýrkeypt mistök hjá Vestramönnum þar. Endar leikhlutinn þannig að ÍR eiga tíu stig á Vestra. Þriðji leikhlutinn fór vel af stað, bæði lið á fullu og ekki tomma gefinn eftir. Þegar um ein mínúta er eftir jafnar Vestri loksins leikinn og greinilegt að menn eru að spila upp á stoltið hérna. Er staðan 71-71 þegar þriðji leikhluti klárast. Vestri byrjaði fjórða leikhluta vel og komust yfir. Þeir hinsvegar virðast ekki hafa áttað sig á því að leikinn þarf að klára og fá 14 stig beint í andlitið. Tólf stiga munur á liðunum eftir þennan slæma kafla hjá Vestra og erfiðar mínútur eftir af leiknum. Eftir þetta fóru þeir að kasta frá sér boltanum og hreinlega gáfu ÍR sigurinn. Smá þyngd á pedalann og þeir hefðu getað stolið sigrinum í kvöld. En fór sem fór og Vestri tapar síðasta leik tímabilsins. Af hverju vann ÍR Þegar reyndi loksins virkilega á þá í lok þriðja og byrjun fjórða leikhluta að þá stóðu þeir af sér áhlaupið og gáfu í í framhaldi af því. Bæði lið ætluðu sannarlega að sigra í kvöld og gáfu allt í þetta. ÍR hinsvegar gerði færri mistök og það skilar sigrum. Hverjir stóðu upp úr? Jordan Semple stóð upp úr hjá ÍR, er með 21 framtakspunkt og spilar aðeins 25. mínútur eftir að hafa verið kominn í villuvandræði. Steig upp á mikilvægum tímum. Hjá Vestra var Rubi óstöðvandi í áhlaupinu þeirra en slökknaði því miður á honum í fjórða og náði ekki að halda áfram góðu gengi sínu. Hvað gekk illa? Vestri var að elta allan tímann, þegar þeir loksins komust yfir í byrjun fjórða leikhluta, þá var eins og vindurinn væri barinn úr þeim og ÍR gekk á lagið. Hefði Vestri náð að halda þessum meðbyr aðeins lengra inn í fjórða leikhlutann, hver veit hvað hefði gerst. Hvað gerist næst? Vestri fer niður í næstefstu deild og ÍR heldur sæti sínu. Ísak Wium: „Við ætluðum bara að sigra og gerðum ekki mikið meira en það“ Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR-inga.Vísir/Hulda Margrét „Við ætluðum okkur bara að vinna þennan leik og gerðum ekki mikið meira en það“ sagði Ísak Wium, sem stendur vaktina í covid veikindum Friðriks, þegar hann var spurður út í leik sinna manna, sem voru þunnskipaðir í dag. „Vorum ekki góðir varnarlega, sérstaklega í þriðja leikhluta þegar við fengum á okkur 29 stig“ sagði Ísak um hvar hann vildi að sýnir menn hefðu bætt sig í kvöld. „Við buðum Nemanja upp í þann dans sem hann kann hvað best og hann gekk á lagið“ „ÍR er aldrei sátt með 10. Sætið, en þetta tímabil var mjög kaflaskipt þar sem er skipt um bæði þjálfara og erlenda leikmenn. Hefðum við haft þennan hóp lengur, þá hefði þetta geta farið betur“ sagði Ísak sem var ánægður með að yngri strákarnir væru snerta aðeins gólfið. Pétur Már: „Erfitt tímabil sem við byrjuðum ágætlega“ Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, þakkaði leikmönnum liðsins fyrir sitt framlag í vetur.Vísir/Hulda Margrét Pétur var ánægður með sína menn framan af tímabili, þeir voru að gefa öllum leik og menn að stíga upp. Hinsvegar setti strik í reikninginn þegar fjárhagsvandræði bönkuðu á dyrnar. „Við reyndum bara að aðlaga okkur að þeim aðstæðum en gekk það erfiðlega“ sagði Pétur sem vildi senda sérstakar þakkir á sína leikmenn sem gáfu allt í þetta þrátt fyrir aðstæður og gáfu ÍR alvöru leik hérna í kvöld. „Bensínið var kannski ekki alveg búið en við gerðum mistök ásamt því að dómararnir að því virtust gera nokkur mistök líka. Við hefðum þurft að vera aðeins skynsamari þarna í lokin“ „Hápunktar tímabilsins eru auðvitað sigrarnir sem og að við gáfum mörgum liðum hörku leik“ sagði Pétur vígreifur en vildi ekkert gefa upp um næsta tímabil þegar hann var spurður út í það.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum