Borgarstjóri vaknar í íbúðalausri borg Ómar Már Jónsson skrifar 6. apríl 2022 09:31 Borgarstjóri skrifar grein í Fréttablaðið í gær sem hlýtur að vekja mikla eftirtekt enda er eins og hann sé að vakna upp af værum svefni þegar kemur að húsnæðismálum. Í grein sinni kallar hann eftir sérstökum húsnæðissáttmála og virðist vera að átta sig á því að staðan á húsnæðismarkaði sé með ólíkindum. Um leið segir hann að lóðir innan borgarmarka séu „í höndum einkaaðila og byggingarfélaga“ og ekkert annað sé í boði. Svo virðist sem hann vilji eingöngu íbúðir við þróunarása Borgarlínu. Samt er hann „stoltur af húsnæðisstefnu borgarinnar“. Viðurkennir þó að sig „(vanti) yfirsýn á húsnæðismarkaðinn,“ og bætir við einhverskonar óskalista: „Það vantar betri spár og áætlanir. Það vantar meira jafnvægi í uppbygginguna.” „Nú þurfum við að gera húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið.” „Fimmtán ára áætlun.” „Þéttingarreitir með fram Borgarlínu eru þar í fremstu röð.” „Algjör skortur er á heildstæðri húsnæðisstefnu fyrir Ísland,” segir borgarstjóri. Það er með ólíkindum að lesa þetta og menn hljóta að spyrja sig hvar borgarstjóri hefur verið undanfarin áratug. Það er eins og það hafi farið framhjá honum hver lögmæt verkefni sveitarfélaga eru en lögin um það eru skýr: „Sveitarstjórn ber ábyrgð á og hefur frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Í því skyni skal sveitarstjórn fylgjast með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu.” Það er auðséð af þessari grein borgarstjóra að hann veit ekki hver staðan er á húsnæðismarkaði þó hann beri ábyrgð á stefnumótun og aðgerðaáætlun á þessu sviði eins og kemur fram í lögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur skapað mikinn vanda sem nú lendir á borgarbúum, sem sjá má í gengdarlausum hækkunum á fasteigmum, leiguverð er í hæstu hæðum og fasteignagjöld aldrei hærri. Nánast ekkert húsnæði er til staðar fyrir ungt fólk sem vill eignast sitt eigið húsnæði. Þetta ástand kemur borginni sér vel, því til samanburðar þá hefur fasteignamat sem er beintengt upphæð fasteignagjalda á borgarbúa hækkað frá árinu 2013 til ársins 2021 um 107% meðan vísitöluhækkun neyðsluverðs hefur hækkað einungis um 41%. Hér þarf aðgerða við í álögum á borgarbúa. Byggingaframkvæmdir stöðvuðust Þegar opinber gögn eru skoðuð sést að árin eftir hrun var svo til hætt að byggja og það í heil sjö ár. Fjöldi íbúða sem voru byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu, árin 2011 og 2012, voru færri en voru byggðar á því svæði 1935! Myndin sýnir húsnæðisuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu og svo landinu öllu. Margoft hefur verið bent á húsnæðisskort í Reykjavík. Í raun hefur það blasað við allan síðasta áratug og fram til dagsins í dag. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fallið á prófinu um að skapa betri borg með húsnæði fyrir alla. Ég mun einbeita mér að því að stórauka lóðaframboð í Reykjavík fljótt og hratt fyrir alla og gera þannig miklu meira fyrir borgarbúa en gert hefur verið. Ég mun beita mér fyrir því að þegar við höfum náð tökum á gengdarlausri skuldaaukningu borgarinnar að fasteignagjöld hækki ekki umfram vísitöluverðshækkanir. Höfundur er oddviti X-Meiri borg og árið er MMXXII. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ómar Már Jónsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Borgarstjóri skrifar grein í Fréttablaðið í gær sem hlýtur að vekja mikla eftirtekt enda er eins og hann sé að vakna upp af værum svefni þegar kemur að húsnæðismálum. Í grein sinni kallar hann eftir sérstökum húsnæðissáttmála og virðist vera að átta sig á því að staðan á húsnæðismarkaði sé með ólíkindum. Um leið segir hann að lóðir innan borgarmarka séu „í höndum einkaaðila og byggingarfélaga“ og ekkert annað sé í boði. Svo virðist sem hann vilji eingöngu íbúðir við þróunarása Borgarlínu. Samt er hann „stoltur af húsnæðisstefnu borgarinnar“. Viðurkennir þó að sig „(vanti) yfirsýn á húsnæðismarkaðinn,“ og bætir við einhverskonar óskalista: „Það vantar betri spár og áætlanir. Það vantar meira jafnvægi í uppbygginguna.” „Nú þurfum við að gera húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið.” „Fimmtán ára áætlun.” „Þéttingarreitir með fram Borgarlínu eru þar í fremstu röð.” „Algjör skortur er á heildstæðri húsnæðisstefnu fyrir Ísland,” segir borgarstjóri. Það er með ólíkindum að lesa þetta og menn hljóta að spyrja sig hvar borgarstjóri hefur verið undanfarin áratug. Það er eins og það hafi farið framhjá honum hver lögmæt verkefni sveitarfélaga eru en lögin um það eru skýr: „Sveitarstjórn ber ábyrgð á og hefur frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Í því skyni skal sveitarstjórn fylgjast með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu.” Það er auðséð af þessari grein borgarstjóra að hann veit ekki hver staðan er á húsnæðismarkaði þó hann beri ábyrgð á stefnumótun og aðgerðaáætlun á þessu sviði eins og kemur fram í lögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur skapað mikinn vanda sem nú lendir á borgarbúum, sem sjá má í gengdarlausum hækkunum á fasteigmum, leiguverð er í hæstu hæðum og fasteignagjöld aldrei hærri. Nánast ekkert húsnæði er til staðar fyrir ungt fólk sem vill eignast sitt eigið húsnæði. Þetta ástand kemur borginni sér vel, því til samanburðar þá hefur fasteignamat sem er beintengt upphæð fasteignagjalda á borgarbúa hækkað frá árinu 2013 til ársins 2021 um 107% meðan vísitöluhækkun neyðsluverðs hefur hækkað einungis um 41%. Hér þarf aðgerða við í álögum á borgarbúa. Byggingaframkvæmdir stöðvuðust Þegar opinber gögn eru skoðuð sést að árin eftir hrun var svo til hætt að byggja og það í heil sjö ár. Fjöldi íbúða sem voru byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu, árin 2011 og 2012, voru færri en voru byggðar á því svæði 1935! Myndin sýnir húsnæðisuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu og svo landinu öllu. Margoft hefur verið bent á húsnæðisskort í Reykjavík. Í raun hefur það blasað við allan síðasta áratug og fram til dagsins í dag. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fallið á prófinu um að skapa betri borg með húsnæði fyrir alla. Ég mun einbeita mér að því að stórauka lóðaframboð í Reykjavík fljótt og hratt fyrir alla og gera þannig miklu meira fyrir borgarbúa en gert hefur verið. Ég mun beita mér fyrir því að þegar við höfum náð tökum á gengdarlausri skuldaaukningu borgarinnar að fasteignagjöld hækki ekki umfram vísitöluverðshækkanir. Höfundur er oddviti X-Meiri borg og árið er MMXXII.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar