Lærum af aðlögun náms í heimsfaraldri Anna Kristín Jensdóttir skrifar 6. apríl 2022 11:31 Mennt er máttur er máltæki sem oft er notað þegar rætt er um menntun. Ýmsir sáttmálar hafa verið samþykktir á undanförnum árum til að tryggja borgurum menntun við hæfi. Þá hefur stefnan um skóla án aðgreiningar verið færð í lög og reglur á Íslandi. Hér á landi er tíu ára skólaskylda sem er mikilvægur tími í þroska einstaklinga. Í henni felst að allir nemendur eigi rétt á að stunda nám í sínum hverfisskóla með þeim stuðningi sem til þarf. Á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar þurfti að aðlaga skólastarf eftir ástandinu í þjóðfélaginu hverju sinni. Ákveðinn hópur fólks þurfti að fara sérstaklega varlega þar sem þeir einstaklingar voru í áhættuhópi á að veikjast illa ef þeir fengju veiruna. Oft var um að ræða einstaklinga sem eru langveikir eða mikið fatlaðir og misstu þeir þess vegna oft meira úr skóla vegna spítalavista, læknisheimsókna eða heimsókna til annarra sérfræðinga. En réttur þeirra til náms er enn sá sami og tókst með samtakamætti og nýrri hugsun að tryggja nám þessa hóps við þessu erfiðu aðstæður.. Af því sögðu er hægt að læra margt af heimsfaraldri þegar kemur að aðlögun náms fyrir þennan hóp. Þannig var fjarnám líkt og annað nám skipulagt á tímum samkomutakmarkana. Sú nálgun gæti gagnast þessum hópi vel, þegar upp koma aðstæður sem halda nemanda frá skóla. Með fjarnámi minnka líkurnar á að nemandi missi mikið úr námi auk þess sem hægt er að hjálpa nemendum að taka þátt í félagsstarfi þrátt fyrir fjarveru. Með því minnka líkurnar á félagslegri einangrun þessara nemenda, sem rannsóknir sýna að getur verið töluverð. Til að tryggja nám allra ætti að búa til áætlun um fjarnám og þróa innleiðingu þess á næsta kjörtímabili. Slíka áætlun þyrfti að vinna í samráði við skólakerfið, heilbrigðiskerfið og aðra sérfræðinga í málefnum barna og unglinga á grunnskólaaldri. Auk þess að gagnast langveikum nemendum gæti þessi nálgun einnig gagnast nemendum sem eru frá í skemmri tíma vegna slysa eða veikinda. Fjarnám myndi því vera góð viðbót við stuðning við skyldunám auk þess sem það tryggir réttinn til náms eins og bundinn er í lög. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mennt er máttur er máltæki sem oft er notað þegar rætt er um menntun. Ýmsir sáttmálar hafa verið samþykktir á undanförnum árum til að tryggja borgurum menntun við hæfi. Þá hefur stefnan um skóla án aðgreiningar verið færð í lög og reglur á Íslandi. Hér á landi er tíu ára skólaskylda sem er mikilvægur tími í þroska einstaklinga. Í henni felst að allir nemendur eigi rétt á að stunda nám í sínum hverfisskóla með þeim stuðningi sem til þarf. Á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar þurfti að aðlaga skólastarf eftir ástandinu í þjóðfélaginu hverju sinni. Ákveðinn hópur fólks þurfti að fara sérstaklega varlega þar sem þeir einstaklingar voru í áhættuhópi á að veikjast illa ef þeir fengju veiruna. Oft var um að ræða einstaklinga sem eru langveikir eða mikið fatlaðir og misstu þeir þess vegna oft meira úr skóla vegna spítalavista, læknisheimsókna eða heimsókna til annarra sérfræðinga. En réttur þeirra til náms er enn sá sami og tókst með samtakamætti og nýrri hugsun að tryggja nám þessa hóps við þessu erfiðu aðstæður.. Af því sögðu er hægt að læra margt af heimsfaraldri þegar kemur að aðlögun náms fyrir þennan hóp. Þannig var fjarnám líkt og annað nám skipulagt á tímum samkomutakmarkana. Sú nálgun gæti gagnast þessum hópi vel, þegar upp koma aðstæður sem halda nemanda frá skóla. Með fjarnámi minnka líkurnar á að nemandi missi mikið úr námi auk þess sem hægt er að hjálpa nemendum að taka þátt í félagsstarfi þrátt fyrir fjarveru. Með því minnka líkurnar á félagslegri einangrun þessara nemenda, sem rannsóknir sýna að getur verið töluverð. Til að tryggja nám allra ætti að búa til áætlun um fjarnám og þróa innleiðingu þess á næsta kjörtímabili. Slíka áætlun þyrfti að vinna í samráði við skólakerfið, heilbrigðiskerfið og aðra sérfræðinga í málefnum barna og unglinga á grunnskólaaldri. Auk þess að gagnast langveikum nemendum gæti þessi nálgun einnig gagnast nemendum sem eru frá í skemmri tíma vegna slysa eða veikinda. Fjarnám myndi því vera góð viðbót við stuðning við skyldunám auk þess sem það tryggir réttinn til náms eins og bundinn er í lög. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar