Gulur, rauður, grænn og blár Lieselot Simoen skrifar 12. apríl 2022 11:02 Undanfarin ár hefur umræðan um leikskólastigið aukist og í dag eru leikskólakennarar að berjast fyrir því að starfsaðstæður þeirra verði bættar og verði a.m.k. sambærilegar þeim sem finna má í grunnskólum. Þessi umræða er ekki svört eða hvít heldur er hún gul, rauð, græn og blá. Þetta er flókin umræða. Það er ekki til nein töfralausn eða ein rétt leið, en umræðuna verður að taka. Leikskólar framtíðarinnar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn (28. grein/1992) segir: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra, einkum: koma á skyldu til grunnmenntunar sem allir geti notið ókeypis“. Er leikskólinn sem fyrsta skólastigið ekki grunnmenntun? Það er mikið álag á leikskólakennara og aðra starfsmenn í leikskólum og augljóst er að ríki og sveitarfélög þurfa að grípa inn í. En hvernig gerum við það? Ef leikskólum landsins er lokað fyrr á daginn þá lamast samfélagið, því foreldrar þurfa að sækja börn sín. Ef leikskólakennarar minnka viðveru inn á deildum þá væri til dæmis hægt að bjóða upp á frístund fyrir leikskólabörn. Þá er samt hægt að velta fyrir sér hvort það sé gott fyrir börnin að skipt verði um hluta af starfsfólkinu. Hvernig verður stéttaskiptingin þá innan leikskóla þegar leikskólakennarar eru með öðruvísi vinnutíma og aðstæður en leikskólaleiðbeinendur sem hafa líka unnið frábært starf í mörg ár. Hlutverk leikskólans Leikskólar hafa þrjú meginhlutverk. Það fyrsta er að mennta börnin og örva þau í þroska. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, hann er menntastofnun. Í öðru lagi hefur leikskólinn hagrænt (e. economical) hlutverk. Að foreldrar geta farið út á vinnumarkaðinn á nýjan leik að loknu fæðingarorlofi og snúið hjólum hagkerfisins (atvinnulífsins). Þriðja hlutverkið er hið félagslega hlutverk þar sem leikskólarnir geta unnið gegn ójafnrétti. Um þetta hlutverk má gjarnan fjalla meira hér á landi. Óhætt er að segja að margir fræðimenn hafi fjallað um hvernig leikskólastarf geti tekist á við félagslegt óréttlæti. Það felur meðal annars í sér að leikskólar berjast gegn félagslegri útskúfun. Mikilvægt er að það sé tækifæri til að félagslegt net þróist í nærsamfélaginu og að stutt sé við félagslega þátttöku fjölskyldna sem nýta leikskólapláss. Stytting opnunartíma Ef leikskólar stytta opnunartíma mun það hafa áhrif á viðkvæmasta fólkið í okkar samfélagi. Foreldrar og sérstaklega einstæðir foreldrar með lítið félagslegt net þyrftu kannski að minnka starfshlutfall til að geta sótt börn sín tímalega. Það eru einnig foreldrar sem eru í vaktavinnu eða eru að vinna langar vegalengdir frá Árborg. Þess ber að geta að undirrituð er ekki að mæla með að vistunartími barns lengist, heldur að skoða og prófa nýjar nálganir í leikskólastarfi. Börn sem eiga að minnsta kosti annað foreldri með erlendan bakgrunn eru í meiri áhættu á að búa við fátækt. Innflytjendur eru til dæmis oft í láglaunastörfum og hafa því ekki efni á því að lækka starfshlutfall sitt. Hvað þá ef um er að ræða einstætt foreldri í þessum aðstæðum. Mikilvægi frístundarstyrks til að auka jöfnuð Tíminn sem börn, sem búa við fátækt, eiga í félagslegum samskiptum við önnur börn fyrir utan skóla takmarkast oft vegna skorts á heimilinu. Það eru ekki til peningar. Þessi tími er samt gríðarlega mikilvægur fyrir uppbyggingu sjálfstrausts og sjálfsmyndar þeirra. Það er ekki hægt að undirstrika nóg mikilvægi þess að standa vörð um fjárhagslega stöðu barnafjölskyldna, meðal annars með að lækka lágmarksaldur til að sækja um frístundarstyrk í sveitarfélaginu, en hann miðast nú við 5 ára aldur. Við viljum búa til fjölskylduvænt samfélag en ekki samfélag sem ýtir undir fátækt. Stytting vinnuvikunnar er ekki komin það langt að það hafi áhrif á dvalartíma leikskólabarna. Á meðan flestir eru ennþá að vinna 36-40 klst vinnuviku verður samfélagið ekki fjölskylduvænna. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög hefji umræðu um þessi mál. Þar þurfa að vera fulltrúar alls samfélagsins, ekki aðeins fulltrúar úr há- og millistétt. Það er okkar ábyrgð að hlusta á rödd allra og sérstaklega þeirra sem eru í viðkvæmri félagslegri stöðu. Stöndum saman! Höfundur er leikskólastjóri og skipar 13. sætið á lista Áfram Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur umræðan um leikskólastigið aukist og í dag eru leikskólakennarar að berjast fyrir því að starfsaðstæður þeirra verði bættar og verði a.m.k. sambærilegar þeim sem finna má í grunnskólum. Þessi umræða er ekki svört eða hvít heldur er hún gul, rauð, græn og blá. Þetta er flókin umræða. Það er ekki til nein töfralausn eða ein rétt leið, en umræðuna verður að taka. Leikskólar framtíðarinnar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn (28. grein/1992) segir: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra, einkum: koma á skyldu til grunnmenntunar sem allir geti notið ókeypis“. Er leikskólinn sem fyrsta skólastigið ekki grunnmenntun? Það er mikið álag á leikskólakennara og aðra starfsmenn í leikskólum og augljóst er að ríki og sveitarfélög þurfa að grípa inn í. En hvernig gerum við það? Ef leikskólum landsins er lokað fyrr á daginn þá lamast samfélagið, því foreldrar þurfa að sækja börn sín. Ef leikskólakennarar minnka viðveru inn á deildum þá væri til dæmis hægt að bjóða upp á frístund fyrir leikskólabörn. Þá er samt hægt að velta fyrir sér hvort það sé gott fyrir börnin að skipt verði um hluta af starfsfólkinu. Hvernig verður stéttaskiptingin þá innan leikskóla þegar leikskólakennarar eru með öðruvísi vinnutíma og aðstæður en leikskólaleiðbeinendur sem hafa líka unnið frábært starf í mörg ár. Hlutverk leikskólans Leikskólar hafa þrjú meginhlutverk. Það fyrsta er að mennta börnin og örva þau í þroska. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, hann er menntastofnun. Í öðru lagi hefur leikskólinn hagrænt (e. economical) hlutverk. Að foreldrar geta farið út á vinnumarkaðinn á nýjan leik að loknu fæðingarorlofi og snúið hjólum hagkerfisins (atvinnulífsins). Þriðja hlutverkið er hið félagslega hlutverk þar sem leikskólarnir geta unnið gegn ójafnrétti. Um þetta hlutverk má gjarnan fjalla meira hér á landi. Óhætt er að segja að margir fræðimenn hafi fjallað um hvernig leikskólastarf geti tekist á við félagslegt óréttlæti. Það felur meðal annars í sér að leikskólar berjast gegn félagslegri útskúfun. Mikilvægt er að það sé tækifæri til að félagslegt net þróist í nærsamfélaginu og að stutt sé við félagslega þátttöku fjölskyldna sem nýta leikskólapláss. Stytting opnunartíma Ef leikskólar stytta opnunartíma mun það hafa áhrif á viðkvæmasta fólkið í okkar samfélagi. Foreldrar og sérstaklega einstæðir foreldrar með lítið félagslegt net þyrftu kannski að minnka starfshlutfall til að geta sótt börn sín tímalega. Það eru einnig foreldrar sem eru í vaktavinnu eða eru að vinna langar vegalengdir frá Árborg. Þess ber að geta að undirrituð er ekki að mæla með að vistunartími barns lengist, heldur að skoða og prófa nýjar nálganir í leikskólastarfi. Börn sem eiga að minnsta kosti annað foreldri með erlendan bakgrunn eru í meiri áhættu á að búa við fátækt. Innflytjendur eru til dæmis oft í láglaunastörfum og hafa því ekki efni á því að lækka starfshlutfall sitt. Hvað þá ef um er að ræða einstætt foreldri í þessum aðstæðum. Mikilvægi frístundarstyrks til að auka jöfnuð Tíminn sem börn, sem búa við fátækt, eiga í félagslegum samskiptum við önnur börn fyrir utan skóla takmarkast oft vegna skorts á heimilinu. Það eru ekki til peningar. Þessi tími er samt gríðarlega mikilvægur fyrir uppbyggingu sjálfstrausts og sjálfsmyndar þeirra. Það er ekki hægt að undirstrika nóg mikilvægi þess að standa vörð um fjárhagslega stöðu barnafjölskyldna, meðal annars með að lækka lágmarksaldur til að sækja um frístundarstyrk í sveitarfélaginu, en hann miðast nú við 5 ára aldur. Við viljum búa til fjölskylduvænt samfélag en ekki samfélag sem ýtir undir fátækt. Stytting vinnuvikunnar er ekki komin það langt að það hafi áhrif á dvalartíma leikskólabarna. Á meðan flestir eru ennþá að vinna 36-40 klst vinnuviku verður samfélagið ekki fjölskylduvænna. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög hefji umræðu um þessi mál. Þar þurfa að vera fulltrúar alls samfélagsins, ekki aðeins fulltrúar úr há- og millistétt. Það er okkar ábyrgð að hlusta á rödd allra og sérstaklega þeirra sem eru í viðkvæmri félagslegri stöðu. Stöndum saman! Höfundur er leikskólastjóri og skipar 13. sætið á lista Áfram Árborgar.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun