Eflum iðn- og tæknimenntun í Fjarðabyggð Birgir Jónsson skrifar 16. apríl 2022 12:00 Varla er talað um menntun á Íslandi án þess að minnst sé á að það vanti iðn- og tæknimenntað fólk. Það á við á Austurlandi eins og annars staðar og hefur m.a. verið bent á þennan skort í Sóknaráætlunum landshlutans í þó nokkurn tíma. Í þeirri nýjustu, sem er fyrir árin 2020-2024, er sérstaklega tiltekið að það vanti fólk með sérmenntun í ákveðnum iðngreinum. En hvernig er hægt að bregðast við því? Í Sóknaráætluninni er sett það markmið að auka fjarnám í ákveðnum iðngreinum en til hvers að auka fjarnám þegar við höfum framúrskarandi verkmenntaskóla hér í okkar sveitarfélagi? Í Fjarðabyggð er hægt er að leggja stund á iðngreinar við framúrskarandi aðstæður, með færum kennurum í Verkmenntaskóla Austurlands. Það vandamál sem skólinn stendur hinsvegar frammi fyrir er baráttan um nemendur því til þess að geta haldið úti námi þarf jú nemendur. Það er því nauðsynlegt að kveikja áhuga nemenda á iðn- og verkgreinum strax í grunnskóla. Í viðmiðunarstundaskrá grunnskólanna er gert ráð fyrir að rúm 15% námstíma nemenda í 8.-10. bekk fari í list- og verkgreinar. Þá skuli skipta þeim tíma jafnt og því eru 7-8% námstímans sem er ætlaður í þessar greinar. Það veltur þó á því að kennarar sem hafa þekkingu og áhuga á slíkum greinum séu til staðar og aðstaða sé fyrir hendi í skólum. Af minni reynslu veit ég að þetta getur verið afar misjafnt eftir skólum og það getur jafnvel farið svo að ákveðnar greinar séu jafnvel ekki kenndar. Samstarf skóla í Fjarðabyggð hefur gefist vel Fyrir um ári síðan hittust stjórnendur Verkmenntaskóla Austurlands og skólastjórar grunnskólanna í Fjarðabyggð með það fyrir augum að vinna saman að því að auka tækifæri nemenda til menntunar í iðn- og tæknigreinum. Ætlunin var að nemendur á unglingastigi kæmu í Verkmenntaskólann og nytu þeirrar aðstöðu og fagþekkingar sem er þar innanhúss. Í kjölfarið var sótt um styrk í Sprotasjóð og fékkst smávægilegur styrkur til þess að koma verkefninu af stað. Varð úr að nemendur úr 9. og 10. bekk úr öllum grunnskólum Fjarðabyggðar komu í Verkmenntaskólann á haustdögum og gátu þar valið á milli sex iðn- og tæknigreina. Hver nemandi var síðan í tveimur greinum í alls átta skipti þótt Covid hefði sett strik í reikninginn í lokin og nemendur 9. bekkjar náðu ekki að klára sín skipti. Mikil ánægja var með verkefnið og í könnun sem gerð var meðal 10. bekkinga og forsjáraðila þeirra mátti sjá að um og yfir 90% þeirra voru ánægð með verkefnið. Meðal kosta verkefnisins töldu nemendur að þeir hefðu lært nýja hluti og kynnst jafnöldrum frá öðrum byggðakjörnum. Verkefnið hefur því glætt áhuga nemenda á iðn- og tækninámi, sem er jákvætt því það er nauðsynlegt fyrir nemendur að kynna sér allt sem er í boði til að geta valið sér nám sem þeir hafa áhuga á. Eflum þær stoðir sem við höfum nú þegar Þegar við ræðum um að fjölga þurfi iðn- og tæknimenntuðum þurfum við að byrja á byrjuninni. Við þurfum að kynna nemendur fyrir þeim möguleikum sem felast í slíku námi og þurfum að gera þeim kleift að kynnast því af eigin raun. Við þurfum að hvetja ungmenni til þess að velja sér þá braut ef áhuginn stefnir í þá átt. Samvinnu verkefni grunnskólanna í Fjarðabyggð og Verkmenntaskóla Austurlands hefur gefist vel, og Framsókn í Fjarðabyggð vill stuðla að því að því verði haldið áfram og samvinna skólanna efld frekar. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og glæða þannig áhuga barnanna. Þá vill Framókn í Fjarðabyggðf einnig að standa vörð um og efla Verkmenntaskóla Austurlands þannig að hann geti þjónustað samfélagið sem best. Höfundur er gæðastjóri og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands. Hann skipar 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Framhaldsskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Varla er talað um menntun á Íslandi án þess að minnst sé á að það vanti iðn- og tæknimenntað fólk. Það á við á Austurlandi eins og annars staðar og hefur m.a. verið bent á þennan skort í Sóknaráætlunum landshlutans í þó nokkurn tíma. Í þeirri nýjustu, sem er fyrir árin 2020-2024, er sérstaklega tiltekið að það vanti fólk með sérmenntun í ákveðnum iðngreinum. En hvernig er hægt að bregðast við því? Í Sóknaráætluninni er sett það markmið að auka fjarnám í ákveðnum iðngreinum en til hvers að auka fjarnám þegar við höfum framúrskarandi verkmenntaskóla hér í okkar sveitarfélagi? Í Fjarðabyggð er hægt er að leggja stund á iðngreinar við framúrskarandi aðstæður, með færum kennurum í Verkmenntaskóla Austurlands. Það vandamál sem skólinn stendur hinsvegar frammi fyrir er baráttan um nemendur því til þess að geta haldið úti námi þarf jú nemendur. Það er því nauðsynlegt að kveikja áhuga nemenda á iðn- og verkgreinum strax í grunnskóla. Í viðmiðunarstundaskrá grunnskólanna er gert ráð fyrir að rúm 15% námstíma nemenda í 8.-10. bekk fari í list- og verkgreinar. Þá skuli skipta þeim tíma jafnt og því eru 7-8% námstímans sem er ætlaður í þessar greinar. Það veltur þó á því að kennarar sem hafa þekkingu og áhuga á slíkum greinum séu til staðar og aðstaða sé fyrir hendi í skólum. Af minni reynslu veit ég að þetta getur verið afar misjafnt eftir skólum og það getur jafnvel farið svo að ákveðnar greinar séu jafnvel ekki kenndar. Samstarf skóla í Fjarðabyggð hefur gefist vel Fyrir um ári síðan hittust stjórnendur Verkmenntaskóla Austurlands og skólastjórar grunnskólanna í Fjarðabyggð með það fyrir augum að vinna saman að því að auka tækifæri nemenda til menntunar í iðn- og tæknigreinum. Ætlunin var að nemendur á unglingastigi kæmu í Verkmenntaskólann og nytu þeirrar aðstöðu og fagþekkingar sem er þar innanhúss. Í kjölfarið var sótt um styrk í Sprotasjóð og fékkst smávægilegur styrkur til þess að koma verkefninu af stað. Varð úr að nemendur úr 9. og 10. bekk úr öllum grunnskólum Fjarðabyggðar komu í Verkmenntaskólann á haustdögum og gátu þar valið á milli sex iðn- og tæknigreina. Hver nemandi var síðan í tveimur greinum í alls átta skipti þótt Covid hefði sett strik í reikninginn í lokin og nemendur 9. bekkjar náðu ekki að klára sín skipti. Mikil ánægja var með verkefnið og í könnun sem gerð var meðal 10. bekkinga og forsjáraðila þeirra mátti sjá að um og yfir 90% þeirra voru ánægð með verkefnið. Meðal kosta verkefnisins töldu nemendur að þeir hefðu lært nýja hluti og kynnst jafnöldrum frá öðrum byggðakjörnum. Verkefnið hefur því glætt áhuga nemenda á iðn- og tækninámi, sem er jákvætt því það er nauðsynlegt fyrir nemendur að kynna sér allt sem er í boði til að geta valið sér nám sem þeir hafa áhuga á. Eflum þær stoðir sem við höfum nú þegar Þegar við ræðum um að fjölga þurfi iðn- og tæknimenntuðum þurfum við að byrja á byrjuninni. Við þurfum að kynna nemendur fyrir þeim möguleikum sem felast í slíku námi og þurfum að gera þeim kleift að kynnast því af eigin raun. Við þurfum að hvetja ungmenni til þess að velja sér þá braut ef áhuginn stefnir í þá átt. Samvinnu verkefni grunnskólanna í Fjarðabyggð og Verkmenntaskóla Austurlands hefur gefist vel, og Framsókn í Fjarðabyggð vill stuðla að því að því verði haldið áfram og samvinna skólanna efld frekar. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og glæða þannig áhuga barnanna. Þá vill Framókn í Fjarðabyggðf einnig að standa vörð um og efla Verkmenntaskóla Austurlands þannig að hann geti þjónustað samfélagið sem best. Höfundur er gæðastjóri og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands. Hann skipar 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun