Eflum iðn- og tæknimenntun í Fjarðabyggð Birgir Jónsson skrifar 16. apríl 2022 12:00 Varla er talað um menntun á Íslandi án þess að minnst sé á að það vanti iðn- og tæknimenntað fólk. Það á við á Austurlandi eins og annars staðar og hefur m.a. verið bent á þennan skort í Sóknaráætlunum landshlutans í þó nokkurn tíma. Í þeirri nýjustu, sem er fyrir árin 2020-2024, er sérstaklega tiltekið að það vanti fólk með sérmenntun í ákveðnum iðngreinum. En hvernig er hægt að bregðast við því? Í Sóknaráætluninni er sett það markmið að auka fjarnám í ákveðnum iðngreinum en til hvers að auka fjarnám þegar við höfum framúrskarandi verkmenntaskóla hér í okkar sveitarfélagi? Í Fjarðabyggð er hægt er að leggja stund á iðngreinar við framúrskarandi aðstæður, með færum kennurum í Verkmenntaskóla Austurlands. Það vandamál sem skólinn stendur hinsvegar frammi fyrir er baráttan um nemendur því til þess að geta haldið úti námi þarf jú nemendur. Það er því nauðsynlegt að kveikja áhuga nemenda á iðn- og verkgreinum strax í grunnskóla. Í viðmiðunarstundaskrá grunnskólanna er gert ráð fyrir að rúm 15% námstíma nemenda í 8.-10. bekk fari í list- og verkgreinar. Þá skuli skipta þeim tíma jafnt og því eru 7-8% námstímans sem er ætlaður í þessar greinar. Það veltur þó á því að kennarar sem hafa þekkingu og áhuga á slíkum greinum séu til staðar og aðstaða sé fyrir hendi í skólum. Af minni reynslu veit ég að þetta getur verið afar misjafnt eftir skólum og það getur jafnvel farið svo að ákveðnar greinar séu jafnvel ekki kenndar. Samstarf skóla í Fjarðabyggð hefur gefist vel Fyrir um ári síðan hittust stjórnendur Verkmenntaskóla Austurlands og skólastjórar grunnskólanna í Fjarðabyggð með það fyrir augum að vinna saman að því að auka tækifæri nemenda til menntunar í iðn- og tæknigreinum. Ætlunin var að nemendur á unglingastigi kæmu í Verkmenntaskólann og nytu þeirrar aðstöðu og fagþekkingar sem er þar innanhúss. Í kjölfarið var sótt um styrk í Sprotasjóð og fékkst smávægilegur styrkur til þess að koma verkefninu af stað. Varð úr að nemendur úr 9. og 10. bekk úr öllum grunnskólum Fjarðabyggðar komu í Verkmenntaskólann á haustdögum og gátu þar valið á milli sex iðn- og tæknigreina. Hver nemandi var síðan í tveimur greinum í alls átta skipti þótt Covid hefði sett strik í reikninginn í lokin og nemendur 9. bekkjar náðu ekki að klára sín skipti. Mikil ánægja var með verkefnið og í könnun sem gerð var meðal 10. bekkinga og forsjáraðila þeirra mátti sjá að um og yfir 90% þeirra voru ánægð með verkefnið. Meðal kosta verkefnisins töldu nemendur að þeir hefðu lært nýja hluti og kynnst jafnöldrum frá öðrum byggðakjörnum. Verkefnið hefur því glætt áhuga nemenda á iðn- og tækninámi, sem er jákvætt því það er nauðsynlegt fyrir nemendur að kynna sér allt sem er í boði til að geta valið sér nám sem þeir hafa áhuga á. Eflum þær stoðir sem við höfum nú þegar Þegar við ræðum um að fjölga þurfi iðn- og tæknimenntuðum þurfum við að byrja á byrjuninni. Við þurfum að kynna nemendur fyrir þeim möguleikum sem felast í slíku námi og þurfum að gera þeim kleift að kynnast því af eigin raun. Við þurfum að hvetja ungmenni til þess að velja sér þá braut ef áhuginn stefnir í þá átt. Samvinnu verkefni grunnskólanna í Fjarðabyggð og Verkmenntaskóla Austurlands hefur gefist vel, og Framsókn í Fjarðabyggð vill stuðla að því að því verði haldið áfram og samvinna skólanna efld frekar. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og glæða þannig áhuga barnanna. Þá vill Framókn í Fjarðabyggðf einnig að standa vörð um og efla Verkmenntaskóla Austurlands þannig að hann geti þjónustað samfélagið sem best. Höfundur er gæðastjóri og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands. Hann skipar 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Framhaldsskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Varla er talað um menntun á Íslandi án þess að minnst sé á að það vanti iðn- og tæknimenntað fólk. Það á við á Austurlandi eins og annars staðar og hefur m.a. verið bent á þennan skort í Sóknaráætlunum landshlutans í þó nokkurn tíma. Í þeirri nýjustu, sem er fyrir árin 2020-2024, er sérstaklega tiltekið að það vanti fólk með sérmenntun í ákveðnum iðngreinum. En hvernig er hægt að bregðast við því? Í Sóknaráætluninni er sett það markmið að auka fjarnám í ákveðnum iðngreinum en til hvers að auka fjarnám þegar við höfum framúrskarandi verkmenntaskóla hér í okkar sveitarfélagi? Í Fjarðabyggð er hægt er að leggja stund á iðngreinar við framúrskarandi aðstæður, með færum kennurum í Verkmenntaskóla Austurlands. Það vandamál sem skólinn stendur hinsvegar frammi fyrir er baráttan um nemendur því til þess að geta haldið úti námi þarf jú nemendur. Það er því nauðsynlegt að kveikja áhuga nemenda á iðn- og verkgreinum strax í grunnskóla. Í viðmiðunarstundaskrá grunnskólanna er gert ráð fyrir að rúm 15% námstíma nemenda í 8.-10. bekk fari í list- og verkgreinar. Þá skuli skipta þeim tíma jafnt og því eru 7-8% námstímans sem er ætlaður í þessar greinar. Það veltur þó á því að kennarar sem hafa þekkingu og áhuga á slíkum greinum séu til staðar og aðstaða sé fyrir hendi í skólum. Af minni reynslu veit ég að þetta getur verið afar misjafnt eftir skólum og það getur jafnvel farið svo að ákveðnar greinar séu jafnvel ekki kenndar. Samstarf skóla í Fjarðabyggð hefur gefist vel Fyrir um ári síðan hittust stjórnendur Verkmenntaskóla Austurlands og skólastjórar grunnskólanna í Fjarðabyggð með það fyrir augum að vinna saman að því að auka tækifæri nemenda til menntunar í iðn- og tæknigreinum. Ætlunin var að nemendur á unglingastigi kæmu í Verkmenntaskólann og nytu þeirrar aðstöðu og fagþekkingar sem er þar innanhúss. Í kjölfarið var sótt um styrk í Sprotasjóð og fékkst smávægilegur styrkur til þess að koma verkefninu af stað. Varð úr að nemendur úr 9. og 10. bekk úr öllum grunnskólum Fjarðabyggðar komu í Verkmenntaskólann á haustdögum og gátu þar valið á milli sex iðn- og tæknigreina. Hver nemandi var síðan í tveimur greinum í alls átta skipti þótt Covid hefði sett strik í reikninginn í lokin og nemendur 9. bekkjar náðu ekki að klára sín skipti. Mikil ánægja var með verkefnið og í könnun sem gerð var meðal 10. bekkinga og forsjáraðila þeirra mátti sjá að um og yfir 90% þeirra voru ánægð með verkefnið. Meðal kosta verkefnisins töldu nemendur að þeir hefðu lært nýja hluti og kynnst jafnöldrum frá öðrum byggðakjörnum. Verkefnið hefur því glætt áhuga nemenda á iðn- og tækninámi, sem er jákvætt því það er nauðsynlegt fyrir nemendur að kynna sér allt sem er í boði til að geta valið sér nám sem þeir hafa áhuga á. Eflum þær stoðir sem við höfum nú þegar Þegar við ræðum um að fjölga þurfi iðn- og tæknimenntuðum þurfum við að byrja á byrjuninni. Við þurfum að kynna nemendur fyrir þeim möguleikum sem felast í slíku námi og þurfum að gera þeim kleift að kynnast því af eigin raun. Við þurfum að hvetja ungmenni til þess að velja sér þá braut ef áhuginn stefnir í þá átt. Samvinnu verkefni grunnskólanna í Fjarðabyggð og Verkmenntaskóla Austurlands hefur gefist vel, og Framsókn í Fjarðabyggð vill stuðla að því að því verði haldið áfram og samvinna skólanna efld frekar. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og glæða þannig áhuga barnanna. Þá vill Framókn í Fjarðabyggðf einnig að standa vörð um og efla Verkmenntaskóla Austurlands þannig að hann geti þjónustað samfélagið sem best. Höfundur er gæðastjóri og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands. Hann skipar 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun