Manstu fyrsta starfið? Ásta Kristín Guðmundsdóttir og Anna Sigríður Hafliðadóttir skrifa 17. apríl 2022 08:00 Þú manst líklega vel eftir þinni fyrstu vinnu og þeim fjölbreyttu tilfinningum sem henni fylgdi. Í bleiklituðum baksýnisspegli ungdómsins rifjast fljótlega upp hversu stór hluti félagslegi parturinn var af vinnunni. Vinnufélagarnir skipta okkur nefnilega máli. Oft myndast svo góður vinskapur milli fólks að vinskapurinn lifir áfram, jafnvel þegar fólk skiptir um vinnustað. Það að vinna, eiga félaga, borga skatta og gefa til samfélagsins, skiptir okkur miklu máli. Öll viljum við tilheyra. Leiðandi sveitarfélög Vinstri græn í Kópavogi vilja að sveitarfélögin verði leiðandi í atvinnuþátttöku fólks með skerta vinnugetu. Það er ennþá þannig að stór hluti öryrkja fær ekki tækifæri til að fara á vinnumarkaðinn. Hér á landi eru flest störf 100% stöður en margir einstaklingar geta ekki unnið fulla vinnu. Þessir einstaklingar vilja ekkert síður leggja sitt af mörkum. Sveitarfélögin geta boðið upp á hlutastörf og sveigjanleg störf, jafnt á við 100% störf. Það sem til þarf er breyting á þeirri hugsun Íslendinga að vinna sé eingöngu vinna ef um 100% vinnu er að ræða. Stór hluti öryrkja vill og getur unnið en þeim er ekki mætt þar sem þau eru. Þar missir atvinnulífið og samfélagið allt, af miklum mannauði og góðum vinnufélögum. Sveitarfélög ættu að geta boðið upp á margskonar hlutastörf sem henta þessum fjölbreytta hópi fólks, til að mynda í skólum, leikskólum, hjúkrunarheimilum, eða á öðrum starfsstöðvum. Gangi sveitarfélög á undan með góðu fordæmi verður vonandi stutt í að almenni vinnumarkaðurinn sjái hag sinn í að vera með fleiri og fjölbreyttari störf fyrir þennan fjölbreytta hóp einstaklinga. Kjarabætur stéttarfélaganna Það er líka vert er að hafa í huga þær kjarabætur sem fólk á vinnumarkaði vinnur sér inn hjá sínum stéttarfélögunum. Öryrkjar hafa engin stéttarfélög til að leita til, eins og þau okkar sem erum á vinnumarkaði. Þar af leiðandi geta öryrkjar ekki leigt sér sumarbústaði né sótt endurgreiðslur fyrir ýmsum ívilnunum eins og að sækja námskeið eða ráðstefnur til að auka við þekkingu sína eða stunda nám, og verða því af miklu. Það mætti líka skoða að stofna félag fyrir þau sem eru á örorku en geta ekki unnið. Þar gætu þau sótt um ljúfa viku í sumarbústað eða sóst eftir endurgreiðslu fyrir námi, endurmenntun eða ráðstefnum til að bæta við sína þekkingu. Frekari breytingar þarf til – höldum dampi Núverandi kerfi gerir öryrkjum erfitt fyrir að stunda vinnu. Bætur þeirra skerðast 65 aura á móti krónu. Þar af leiðandi getur það komið verr út fyrir einstaklinga á örorkubótum að reyna að vinna með. Fari einstaklingur yfir ákveðin mörk getur hann þurft að endurgreiða ansi háa fjárhæð til baka sem getur leitt til mikillar fátæktar sem getur orðið erfitt að komast upp úr. Við vitum að margt er í bígerð í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu í málefnum öryrkja og að nú þegar hefur mikið áunnist. Ráðherra er byrjaður að breyta og bæta flókið og margslungið örorkukerfið. Börn örorkulífeyrisþega geta nú búið heima og verið í námi til 26 ára aldurs án þess að skerða bætur foreldris/foreldra án kröfunnar um 100% nám. Ráðherra hefur brugðist við dómi Hæstaréttar um greiðslur til örorkulífeyrisþega byggða á búsetu hér á landi með reglugerðabreytingum. Vinnan við leiðréttingu til þeirra sem fengu lægri greiðslur byggðar á lengd búsetu á Íslandi er einnig hafin. Við viljum sjá frekari breytingar, er varða atvinnumöguleika öryrkja, koma í gagnið sem allra fyrst. Einföldum kerfið svo öryrkjar eigi auðveldara með að stunda vinnu, eignast vinnufélaga, nýja vini til frambúðar, og fái að tilheyra að vild. Við skorum á félagsmálayfirvöld, í samvinnu við ráðuneyti félags og vinnumarkaðs, að beita sér sérstaklega á þessum vettvangi. Lagabreytingar þurfa að líta dagsins ljós sem fyrst, en vilji sveitarfélaganna skiptir líka mjög miklu. Við eigum öll að fá tækifæri til að vinna eftir getu og sveitarfélögin eiga að sækjast eftir vinnuframlagi þeirra sem hafa skerta starfsgetu. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, formaður VG í Kópavogi og skipar 2. sæti á lista VG í Kópavogi. Anna Sigríður Hafliðadóttir, markaðssérfræðingur og skipar 3. sæti á lista VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þú manst líklega vel eftir þinni fyrstu vinnu og þeim fjölbreyttu tilfinningum sem henni fylgdi. Í bleiklituðum baksýnisspegli ungdómsins rifjast fljótlega upp hversu stór hluti félagslegi parturinn var af vinnunni. Vinnufélagarnir skipta okkur nefnilega máli. Oft myndast svo góður vinskapur milli fólks að vinskapurinn lifir áfram, jafnvel þegar fólk skiptir um vinnustað. Það að vinna, eiga félaga, borga skatta og gefa til samfélagsins, skiptir okkur miklu máli. Öll viljum við tilheyra. Leiðandi sveitarfélög Vinstri græn í Kópavogi vilja að sveitarfélögin verði leiðandi í atvinnuþátttöku fólks með skerta vinnugetu. Það er ennþá þannig að stór hluti öryrkja fær ekki tækifæri til að fara á vinnumarkaðinn. Hér á landi eru flest störf 100% stöður en margir einstaklingar geta ekki unnið fulla vinnu. Þessir einstaklingar vilja ekkert síður leggja sitt af mörkum. Sveitarfélögin geta boðið upp á hlutastörf og sveigjanleg störf, jafnt á við 100% störf. Það sem til þarf er breyting á þeirri hugsun Íslendinga að vinna sé eingöngu vinna ef um 100% vinnu er að ræða. Stór hluti öryrkja vill og getur unnið en þeim er ekki mætt þar sem þau eru. Þar missir atvinnulífið og samfélagið allt, af miklum mannauði og góðum vinnufélögum. Sveitarfélög ættu að geta boðið upp á margskonar hlutastörf sem henta þessum fjölbreytta hópi fólks, til að mynda í skólum, leikskólum, hjúkrunarheimilum, eða á öðrum starfsstöðvum. Gangi sveitarfélög á undan með góðu fordæmi verður vonandi stutt í að almenni vinnumarkaðurinn sjái hag sinn í að vera með fleiri og fjölbreyttari störf fyrir þennan fjölbreytta hóp einstaklinga. Kjarabætur stéttarfélaganna Það er líka vert er að hafa í huga þær kjarabætur sem fólk á vinnumarkaði vinnur sér inn hjá sínum stéttarfélögunum. Öryrkjar hafa engin stéttarfélög til að leita til, eins og þau okkar sem erum á vinnumarkaði. Þar af leiðandi geta öryrkjar ekki leigt sér sumarbústaði né sótt endurgreiðslur fyrir ýmsum ívilnunum eins og að sækja námskeið eða ráðstefnur til að auka við þekkingu sína eða stunda nám, og verða því af miklu. Það mætti líka skoða að stofna félag fyrir þau sem eru á örorku en geta ekki unnið. Þar gætu þau sótt um ljúfa viku í sumarbústað eða sóst eftir endurgreiðslu fyrir námi, endurmenntun eða ráðstefnum til að bæta við sína þekkingu. Frekari breytingar þarf til – höldum dampi Núverandi kerfi gerir öryrkjum erfitt fyrir að stunda vinnu. Bætur þeirra skerðast 65 aura á móti krónu. Þar af leiðandi getur það komið verr út fyrir einstaklinga á örorkubótum að reyna að vinna með. Fari einstaklingur yfir ákveðin mörk getur hann þurft að endurgreiða ansi háa fjárhæð til baka sem getur leitt til mikillar fátæktar sem getur orðið erfitt að komast upp úr. Við vitum að margt er í bígerð í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu í málefnum öryrkja og að nú þegar hefur mikið áunnist. Ráðherra er byrjaður að breyta og bæta flókið og margslungið örorkukerfið. Börn örorkulífeyrisþega geta nú búið heima og verið í námi til 26 ára aldurs án þess að skerða bætur foreldris/foreldra án kröfunnar um 100% nám. Ráðherra hefur brugðist við dómi Hæstaréttar um greiðslur til örorkulífeyrisþega byggða á búsetu hér á landi með reglugerðabreytingum. Vinnan við leiðréttingu til þeirra sem fengu lægri greiðslur byggðar á lengd búsetu á Íslandi er einnig hafin. Við viljum sjá frekari breytingar, er varða atvinnumöguleika öryrkja, koma í gagnið sem allra fyrst. Einföldum kerfið svo öryrkjar eigi auðveldara með að stunda vinnu, eignast vinnufélaga, nýja vini til frambúðar, og fái að tilheyra að vild. Við skorum á félagsmálayfirvöld, í samvinnu við ráðuneyti félags og vinnumarkaðs, að beita sér sérstaklega á þessum vettvangi. Lagabreytingar þurfa að líta dagsins ljós sem fyrst, en vilji sveitarfélaganna skiptir líka mjög miklu. Við eigum öll að fá tækifæri til að vinna eftir getu og sveitarfélögin eiga að sækjast eftir vinnuframlagi þeirra sem hafa skerta starfsgetu. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, formaður VG í Kópavogi og skipar 2. sæti á lista VG í Kópavogi. Anna Sigríður Hafliðadóttir, markaðssérfræðingur og skipar 3. sæti á lista VG í Kópavogi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun