Íslandsmetin falla í Hveragerði Aldís Hafsteinsdóttir skrifar 18. apríl 2022 11:00 Hveragerði er það sveitarfélag sem hvað hraðast vex á Íslandi. Á árinu 2021 var fjölgun íbúa mest í Hveragerði þegar litið er til stærri sveitarfélaga. Á árinu 2021 var hlutfallslega mest byggt miðað við það húsnæði sem fyrir er og hér eru íbúar ánægðastir allra þegar Gallup spyr um ánægju með þjónustu sveitarfélaga. Þessar staðreyndir liggja fyrir. Þær eru góður mælikvarði á stöðuna eins og hún er í dag og gott leiðarljós okkar allra til framtíðar. Tækifærin í Hveragerði eru óþrjótandi. Það er hverjum manni augljóst sem staldrar við á Kambabrún og horfir yfir að hér fyrir austan fjall hefur byggst upp metnaðarfullt og mannmargt samfélag. Á kvöldin er svæðið milli Hveragerðis og Selfoss skipað þéttriðnu neti ljósa þar sem áður voru stórar eyður í náttmyrkrinu. Fátt mun verða til þess að stöðva þessa þróun. Út um allan heim eru svæði í kringum borgir í mikilli uppbyggingu og það á svo sannarlega við um Hveragerði. Mikilli fólksfjölgun fylgja áskoranir varðandi uppbyggingu innviða og hefur Hveragerðisbæ tekist að mæta þeim með góðum hætti. Nú eru til dæmis öll börn sem urðu eins árs fyrir 1. desember 2021 komin á leikskóla. Þykir það harla gott miðað við hversu krefjandi mikil íbúafjölgun getur verið. Aðrir innviðir hafa verið byggðir upp samhliða sem skýrir ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélagsins. Allt frá því að Eden og Michelsen drógu að sér mikinn fjölda ferðamanna hér á árum áður hefur Hveragerði verið ferðamannastaður. Ekki síst eru það hverirnir og hin einstaka náttúra sem hefur verið aðdráttaraflið. Undanfarið höfum við séð ríka þróun og sterkar vísbendingar í þá átt að Hveragerði verði enn stærri og fjölsóttari sem ferðamannastaður. Í Hveragerði hafa byggst upp glæsilegir gististaðir og er fjöldi metnaðarfullra fjölsóttra veitingastaða sem borið hafa hróður bæjarins víða. Hveragerði mun á næstu árum þróast enn frekar í þessa átt. Stórir aðilar sem hyggja á mikla uppbyggingu á sviði ferðaþjónustu og iðnaðar hafa fundið sér stað í bæjarfélaginu. Má þar nefna að lóðum hefur verið úthlutað fyrir glæsilegt baðlón við Varmá. Stærsta svifbraut á Íslandi verður sett upp í sumar og mikil ferðaþjónustutengd uppbygging er fyrirhuguð í dalnum ofan við bæinn, í okkar Kjarnaskógi. Ferðamannabrugghús er í bígerð, ein stærsta sælgætisgerð landsins hyggur á flutninga austur fyrir fjall, til Hveragerðisbæjar og eingingaverksmiðja er í startholunum svo fátt eitt sé talið Afleiddum störfum fjölgar í hinum ýmsu greinum og má því með sanni segja að atvinnumálum hefur verið vel sinnt á undanförnum misserum og sú markaðssetning og mikla umfjöllun sem Hveragerðisbær hefur notið sé að bera ríkulegan ávöxt. Á næstu árum er nauðsynlegt að endurskoða aðalskipulag bæjarins með hliðsjón af þeim fjölda stórra verkefna sem eru í gangi og þeirri fólksfjölgun sem orðin er staðreynd og framundan er. Meirihluti D-listans hefur sinnt skipulagsmálum af festu og með skýra sýn til framtíðar. Við komandi endurskoðun aðalskipulags mun bæjarstjórn vonandi bera gæfu til að halda í þau sérkenni og þann staðaranda sem einkennir Hveragerðisbæ. Blómabæinn sem kúrir í faðmi fjalla umvafinn einstakri náttúru, þar sem mannlífið er í blóma og þar sem fólk og fyrirtæki geta fundið sér góðan stað. Höfundur er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Hveragerði Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Hveragerði er það sveitarfélag sem hvað hraðast vex á Íslandi. Á árinu 2021 var fjölgun íbúa mest í Hveragerði þegar litið er til stærri sveitarfélaga. Á árinu 2021 var hlutfallslega mest byggt miðað við það húsnæði sem fyrir er og hér eru íbúar ánægðastir allra þegar Gallup spyr um ánægju með þjónustu sveitarfélaga. Þessar staðreyndir liggja fyrir. Þær eru góður mælikvarði á stöðuna eins og hún er í dag og gott leiðarljós okkar allra til framtíðar. Tækifærin í Hveragerði eru óþrjótandi. Það er hverjum manni augljóst sem staldrar við á Kambabrún og horfir yfir að hér fyrir austan fjall hefur byggst upp metnaðarfullt og mannmargt samfélag. Á kvöldin er svæðið milli Hveragerðis og Selfoss skipað þéttriðnu neti ljósa þar sem áður voru stórar eyður í náttmyrkrinu. Fátt mun verða til þess að stöðva þessa þróun. Út um allan heim eru svæði í kringum borgir í mikilli uppbyggingu og það á svo sannarlega við um Hveragerði. Mikilli fólksfjölgun fylgja áskoranir varðandi uppbyggingu innviða og hefur Hveragerðisbæ tekist að mæta þeim með góðum hætti. Nú eru til dæmis öll börn sem urðu eins árs fyrir 1. desember 2021 komin á leikskóla. Þykir það harla gott miðað við hversu krefjandi mikil íbúafjölgun getur verið. Aðrir innviðir hafa verið byggðir upp samhliða sem skýrir ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélagsins. Allt frá því að Eden og Michelsen drógu að sér mikinn fjölda ferðamanna hér á árum áður hefur Hveragerði verið ferðamannastaður. Ekki síst eru það hverirnir og hin einstaka náttúra sem hefur verið aðdráttaraflið. Undanfarið höfum við séð ríka þróun og sterkar vísbendingar í þá átt að Hveragerði verði enn stærri og fjölsóttari sem ferðamannastaður. Í Hveragerði hafa byggst upp glæsilegir gististaðir og er fjöldi metnaðarfullra fjölsóttra veitingastaða sem borið hafa hróður bæjarins víða. Hveragerði mun á næstu árum þróast enn frekar í þessa átt. Stórir aðilar sem hyggja á mikla uppbyggingu á sviði ferðaþjónustu og iðnaðar hafa fundið sér stað í bæjarfélaginu. Má þar nefna að lóðum hefur verið úthlutað fyrir glæsilegt baðlón við Varmá. Stærsta svifbraut á Íslandi verður sett upp í sumar og mikil ferðaþjónustutengd uppbygging er fyrirhuguð í dalnum ofan við bæinn, í okkar Kjarnaskógi. Ferðamannabrugghús er í bígerð, ein stærsta sælgætisgerð landsins hyggur á flutninga austur fyrir fjall, til Hveragerðisbæjar og eingingaverksmiðja er í startholunum svo fátt eitt sé talið Afleiddum störfum fjölgar í hinum ýmsu greinum og má því með sanni segja að atvinnumálum hefur verið vel sinnt á undanförnum misserum og sú markaðssetning og mikla umfjöllun sem Hveragerðisbær hefur notið sé að bera ríkulegan ávöxt. Á næstu árum er nauðsynlegt að endurskoða aðalskipulag bæjarins með hliðsjón af þeim fjölda stórra verkefna sem eru í gangi og þeirri fólksfjölgun sem orðin er staðreynd og framundan er. Meirihluti D-listans hefur sinnt skipulagsmálum af festu og með skýra sýn til framtíðar. Við komandi endurskoðun aðalskipulags mun bæjarstjórn vonandi bera gæfu til að halda í þau sérkenni og þann staðaranda sem einkennir Hveragerðisbæ. Blómabæinn sem kúrir í faðmi fjalla umvafinn einstakri náttúru, þar sem mannlífið er í blóma og þar sem fólk og fyrirtæki geta fundið sér góðan stað. Höfundur er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun