Kjósum oftar í Kópavogi Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 19. apríl 2022 08:30 Frá því vinstri græn buðu fyrst fram í Kópavogi hefur alltaf verið lögð áhersla á íbúalýðræði, sem nú er ýmist kallað þátttökulýðræði eða íbúasamráð. VG fékk samþykkta fyrstu tillögu um þetta efni í Kópavogi í nóvember 2012. Um svipað leyti var farið af stað með verkefni á Akureyri og í Reykjavík þ.s. íbúum gafst kostur á að velja um hvaða verkefni til bætingar umhverfisins ættu að njóta forgangs. Öll þessi verkefni byggja á hugmyndafræðinni um þátttökufjárlagagerð sem hefur verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Kjósum um skipulagsbreytingar Næstu skref í þessa átt ættu að vera aukin aðkoma íbúa þegar kemur að skipulagsbreytingum í grónum hverfum. Það væri hægt að gera með því að bjóða íbúum, ýmist í hverfinu sem í hlut á, eða öllum bænum, að velja milli nokkurra valkosta um breytt skipulag. Þannig væru auknar líkur á að samstaða næðist og að sátt yrði um lokaniðurstöðuna. Markmiðið væri þá ekki að hámarka arðsemi þeirra sem ættu byggingarrétt, heldur að sátt náist í samfélaginu. Nýlegt dæmi um þetta í Kópavogi eru Traðar- og Fannborgarreitirnir. Skipulag og uppbygging reitanna hefur mætt andstöðu meðal íbúa, að stærstum hluta til vegna mikils byggingarmagns, en einnig vegna skuggavarps, umferðaraukningar, aðgengis, áhrifa á veður og vinda og fleiri þátta. Það er alltaf þannig þegar byggt er í grónum hverfum að sjónarmið eru mismunandi og íbúarnir sem fyrir eru vilja hafa eitthvað um málið að segja. Hagsmunir íbúanna eru nefnilega ekkert ómerkilegri en hagsmunir verktakanna. En þá þarf sveitarfélagið, í samvinnu við íbúana, að finna lausnir. Rafrænar íbúakosningar Íbúakosningar geta nú orðið verið rafrænar og auðvelt að leita sjónarmiða íbúa með þeim hætti. Það er ekki nóg að geta gert athugasemdir við skipulag sem í raun er þegar ákveðið, oft vegna hagsmuna verktaka. Slíkum athugasemdum er oftast ýtt út af borðinu og fólk fær á tilfinninguna að það hafi engin raunveruleg áhrif. Þessu er auðvelt að breyta, en til þess þarf vilja. Þann vilja hafa vinstri græn. Göngum lengra með VG. Höfundur er læknir og oddviti VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Vinstri græn Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Frá því vinstri græn buðu fyrst fram í Kópavogi hefur alltaf verið lögð áhersla á íbúalýðræði, sem nú er ýmist kallað þátttökulýðræði eða íbúasamráð. VG fékk samþykkta fyrstu tillögu um þetta efni í Kópavogi í nóvember 2012. Um svipað leyti var farið af stað með verkefni á Akureyri og í Reykjavík þ.s. íbúum gafst kostur á að velja um hvaða verkefni til bætingar umhverfisins ættu að njóta forgangs. Öll þessi verkefni byggja á hugmyndafræðinni um þátttökufjárlagagerð sem hefur verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Kjósum um skipulagsbreytingar Næstu skref í þessa átt ættu að vera aukin aðkoma íbúa þegar kemur að skipulagsbreytingum í grónum hverfum. Það væri hægt að gera með því að bjóða íbúum, ýmist í hverfinu sem í hlut á, eða öllum bænum, að velja milli nokkurra valkosta um breytt skipulag. Þannig væru auknar líkur á að samstaða næðist og að sátt yrði um lokaniðurstöðuna. Markmiðið væri þá ekki að hámarka arðsemi þeirra sem ættu byggingarrétt, heldur að sátt náist í samfélaginu. Nýlegt dæmi um þetta í Kópavogi eru Traðar- og Fannborgarreitirnir. Skipulag og uppbygging reitanna hefur mætt andstöðu meðal íbúa, að stærstum hluta til vegna mikils byggingarmagns, en einnig vegna skuggavarps, umferðaraukningar, aðgengis, áhrifa á veður og vinda og fleiri þátta. Það er alltaf þannig þegar byggt er í grónum hverfum að sjónarmið eru mismunandi og íbúarnir sem fyrir eru vilja hafa eitthvað um málið að segja. Hagsmunir íbúanna eru nefnilega ekkert ómerkilegri en hagsmunir verktakanna. En þá þarf sveitarfélagið, í samvinnu við íbúana, að finna lausnir. Rafrænar íbúakosningar Íbúakosningar geta nú orðið verið rafrænar og auðvelt að leita sjónarmiða íbúa með þeim hætti. Það er ekki nóg að geta gert athugasemdir við skipulag sem í raun er þegar ákveðið, oft vegna hagsmuna verktaka. Slíkum athugasemdum er oftast ýtt út af borðinu og fólk fær á tilfinninguna að það hafi engin raunveruleg áhrif. Þessu er auðvelt að breyta, en til þess þarf vilja. Þann vilja hafa vinstri græn. Göngum lengra með VG. Höfundur er læknir og oddviti VG í Kópavogi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun