Vertu úti Hafnfirðingurinn þinn! Árni Þór Finnsson skrifar 20. apríl 2022 23:00 Bæjarlistinn vill styðja við náttúruvitund og fjölbreytta útivist íbúa Hafnarfjarðar. Koma þarf á öflugu samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um uppbyggingu og rekstur þjónustu- og fræðslumiðstöðvar, viðhald og gerð stíga, bæta aðgengi hreyfihamlaðra við Hvaleyrarvatn og vinna í bættri aðstöðu fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman og eiga góða stund. Hafnfirðingar búa í námunda við stórkostlegar náttúruperlur t.d. útivistarsvæðið við Hvaleyrarvatn, Stórhöfða, Seldal, Undirhlíðar, Valaból og Helgafell svo fátt eitt sé nefnt. Tryggja þarf fjármagn til stígagerðar og viðhalds á þeim, gerð og uppsetningu fræðsluskilta, vegvísa og yfirlitskorta á svæðinu. Gera þarf íbúum Hafnarfjarðar kleift að njóta þeirrar náttúru sem upplandið hefur upp á að bjóða með fullnægjandi og auðveldu aðgengi að viðunandi upplýsingum og merkingum. Huga þarf að því að koma á fót þjónustu- og fræðslumiðstöð með samningi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Slík miðstöð hefði m.a. það hlutverk að þjónusta leik- og grunnskóla með það að leiðarljósi að efla og auka náttúruvitund nemenda með útikennslu, leiðbeina um mikilvægi náttúrunnar, hvernig eigi að umgangast hana auk þess að fræða um flóru og fánu svæðisins. Þá væri slík miðstöð kjörin til að efla getu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar til að sinna fræðsluerindum fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem félagið hefur unnið ötullega að í gegnum tíðina. Svæðið er fyrir alla og útivist er fyrir alla sem hana vilja stunda. Gera þarf hreyfihömluðum og þeim sem styðja sig við hjálpartæki kleift að njóta þess sem svæðið í kringum Hvaleyrarvatn hefur upp á að bjóða. Það er hægt með skipulögðu átaki í að slétta stíginn og styrkja kanta á þeim tveimur kílómetrum sem göngustígurinn umhverfis Hvaleyrarvatn er. Koma þarf upp aðstöðu fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman. Gera má leiksvæði úr efnivið sem fellur til við grisjun skógarins og byggingu grillhúss í námunda við vatnið. Það er engum vafa undirorpið að útivist eða útivera á fallegu, grónu svæði eykur á vellíðan flestra sem slíkt stunda. Það er hlutverk bæjarins að gera íbúum sveitarfélagsins kleift að njóta alls þess besta sem það hefur upp á að bjóða hverju sinni. Það er lýðheilsumál! Höfundur skipar 3. sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Bæjarlistinn vill styðja við náttúruvitund og fjölbreytta útivist íbúa Hafnarfjarðar. Koma þarf á öflugu samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um uppbyggingu og rekstur þjónustu- og fræðslumiðstöðvar, viðhald og gerð stíga, bæta aðgengi hreyfihamlaðra við Hvaleyrarvatn og vinna í bættri aðstöðu fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman og eiga góða stund. Hafnfirðingar búa í námunda við stórkostlegar náttúruperlur t.d. útivistarsvæðið við Hvaleyrarvatn, Stórhöfða, Seldal, Undirhlíðar, Valaból og Helgafell svo fátt eitt sé nefnt. Tryggja þarf fjármagn til stígagerðar og viðhalds á þeim, gerð og uppsetningu fræðsluskilta, vegvísa og yfirlitskorta á svæðinu. Gera þarf íbúum Hafnarfjarðar kleift að njóta þeirrar náttúru sem upplandið hefur upp á að bjóða með fullnægjandi og auðveldu aðgengi að viðunandi upplýsingum og merkingum. Huga þarf að því að koma á fót þjónustu- og fræðslumiðstöð með samningi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Slík miðstöð hefði m.a. það hlutverk að þjónusta leik- og grunnskóla með það að leiðarljósi að efla og auka náttúruvitund nemenda með útikennslu, leiðbeina um mikilvægi náttúrunnar, hvernig eigi að umgangast hana auk þess að fræða um flóru og fánu svæðisins. Þá væri slík miðstöð kjörin til að efla getu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar til að sinna fræðsluerindum fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem félagið hefur unnið ötullega að í gegnum tíðina. Svæðið er fyrir alla og útivist er fyrir alla sem hana vilja stunda. Gera þarf hreyfihömluðum og þeim sem styðja sig við hjálpartæki kleift að njóta þess sem svæðið í kringum Hvaleyrarvatn hefur upp á að bjóða. Það er hægt með skipulögðu átaki í að slétta stíginn og styrkja kanta á þeim tveimur kílómetrum sem göngustígurinn umhverfis Hvaleyrarvatn er. Koma þarf upp aðstöðu fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman. Gera má leiksvæði úr efnivið sem fellur til við grisjun skógarins og byggingu grillhúss í námunda við vatnið. Það er engum vafa undirorpið að útivist eða útivera á fallegu, grónu svæði eykur á vellíðan flestra sem slíkt stunda. Það er hlutverk bæjarins að gera íbúum sveitarfélagsins kleift að njóta alls þess besta sem það hefur upp á að bjóða hverju sinni. Það er lýðheilsumál! Höfundur skipar 3. sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun