Draumlaus maður uppsker aðeins hversdagsleikann: Um menningarmöguleika í sveitarfélaginu Árborg Jón Özur Snorrason og Pétur Már Guðmundsson skrifa 21. apríl 2022 14:01 Menning er jafn mikilvæg og matur stendur í óskrifaðri bók. En til þess að svo verði þarf að metta grunnþarfirnar fyrst. Sjá til þess að allir hafi í sig og á og jafna möguleika. Gæta jafnréttis og réttlætis á öllum sviðum samfélagsins. Þess vegna er öflugt velferðakerfi forsenda öflugs menningarlífs enda hefur menning verið skilgreind sem lífsmynstur heilla samfélaga. Fárfesting í menningarstarfsemi er einhver sú gjöfulasta og arðvænlegasta fjárfesting sem sveitarfélög geta lagt í. Það hafa til að mynda rannsóknir Ágústar Einarssonar prófessors sýnt. Fjölbreytt menningarstarfsemi eykur lífsgæði fólks og vekur ánægju og gleði, fyllir upp í eyður hversdagsins, dýpkar hugsanir og slær á fordóma. Menningarstarf er þó að miklu leyti sjálfsprottið og unnið að frumkvæði einstaklinga en slík starfsemi þarfnast velvilja og fjárhagslegs stuðnings opinbera aðila svo hún haldi velli og eflist. Í sveitarfélaginu Árborg er margt vel gert í menningarmálum. Má í því sambandi nefna bæjarhátíðirnar Vor í Árborg og Kótilettuna og ekki síður starfsemi bókasafnsins sem er menningarstofnun. Enda er gróska á á svæðinu og sprotar víða. Einstaklingar og félög um allar koppagrundir að skapa spennandi verkefni, starfrækja gallerí, halda sýningar, standa fyrir uppákomum, reka markaði, og stuðla að öflugu leikhúslífi og tónlistarstarfi svo nokkuð sé nefnt. Bakkastofa og Bókabæir, Brimrót og Haustgildi, Konubókastofa og kórastarf í margvíslegri mynd og meira að segja skilar starfsemi Gullkistunnar á Laugarvatni sér inn í sveitarfélagið. Samvinna í þessum efnum er lykilorðið og fyrir henni stöndum við í Vinstri grænum. Það má aldrei líta á menningarmál sem vandamál frekar sem tækifæri til að auðga mannlífið. Sveitarfélög þurfa þess vegna að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum. Í því sambandi er hægt að líta til annarra sem hafa náð að merkja sig öflugri menningarstarfsemi eins og Ísafjörð, Seyðisfjörð, Stöðvarfjörð og Akureyri með öflugu starfi Gilfélagsins. Menningarstarfsemi má heldur aldrei verða of staðbundin. Hún þarf að vera alþjóðleg í hugsun því þá eflist sérstaða hins staðbundna. Skáldsagan af Bjarti í Sumarhúsum er mjög staðbundin saga, bundin íhaldsömu og grimmu bændasamfélagi - en af því að hún er sögð á alþjóðlegan hátt - skilja hana allir hvort sem þeir búa í New York eða á Grenivík. Annað alþjóðlegt ljós á menningarstarfsemi eru styrkveitingar sem mögulegar eru úr erlendum sjóðum. Í gegnum norrænt samstarf er menning studd og styrkt vitandi að fjárfesting í þeirri starfsemi skilar sér margfalt til baka, fjárhagslega en líka í ímynd, orðspori og lífsgæðum. Þetta er eitt af því sem við í Vinstri grænum viljum efla í sveitarfélaginu Árborg komumst við til áhrifa. Við myndum byrja á því að skilgreina menningarstarfsemina sem fyrir er, styrkleika hennar og veikleika, sjá í hverju fjölbreytileiki hennar og möguleikar eru fólgnir - og síðan laða að okkur menningartengd verkefni. Árborg þarf því að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum, í senn raunhæf og líka óraunhæf (því ekkert fær staðist stóra drauma). Þeir rætast ekki nema menn eigi sér drauma. Draumlaus maður uppsker aðeins hversdagsleikann. Hér mætti nefna sýningarsal fyrir myndlist, tónleikasal, stærra leiksvið fyrir eitt fremsta áhugleikfélag landsins, myndlistarskóla, listasmiðjur (og ritsmiðjur) fyrir aldraða, fullorðna, grunn- og leikskólanemendur, lista- og bókmenntahátíð, menningarfélag sem hægt væri að stofna og síðast en ekki síst Barnabókastofu - en sveitarfélaginu hefur boðist að reka að hluta slíka starfsemi - í gegnum Bókabæina austanfjalls - með gjöf á stærsta barnabókasafni landsins - en því erindi hefur aldrei verið svarað. Blásum í lúðra, sláum og strjúkum strengina og klöppum í takt eins og gert er í einum besta tónlistarskóla landsins sem staðsettur er í sveitarfélaginu Árborg. GÖNGUM LENGRA. Höfundar skipa 3. og 6. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Menning Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Menning er jafn mikilvæg og matur stendur í óskrifaðri bók. En til þess að svo verði þarf að metta grunnþarfirnar fyrst. Sjá til þess að allir hafi í sig og á og jafna möguleika. Gæta jafnréttis og réttlætis á öllum sviðum samfélagsins. Þess vegna er öflugt velferðakerfi forsenda öflugs menningarlífs enda hefur menning verið skilgreind sem lífsmynstur heilla samfélaga. Fárfesting í menningarstarfsemi er einhver sú gjöfulasta og arðvænlegasta fjárfesting sem sveitarfélög geta lagt í. Það hafa til að mynda rannsóknir Ágústar Einarssonar prófessors sýnt. Fjölbreytt menningarstarfsemi eykur lífsgæði fólks og vekur ánægju og gleði, fyllir upp í eyður hversdagsins, dýpkar hugsanir og slær á fordóma. Menningarstarf er þó að miklu leyti sjálfsprottið og unnið að frumkvæði einstaklinga en slík starfsemi þarfnast velvilja og fjárhagslegs stuðnings opinbera aðila svo hún haldi velli og eflist. Í sveitarfélaginu Árborg er margt vel gert í menningarmálum. Má í því sambandi nefna bæjarhátíðirnar Vor í Árborg og Kótilettuna og ekki síður starfsemi bókasafnsins sem er menningarstofnun. Enda er gróska á á svæðinu og sprotar víða. Einstaklingar og félög um allar koppagrundir að skapa spennandi verkefni, starfrækja gallerí, halda sýningar, standa fyrir uppákomum, reka markaði, og stuðla að öflugu leikhúslífi og tónlistarstarfi svo nokkuð sé nefnt. Bakkastofa og Bókabæir, Brimrót og Haustgildi, Konubókastofa og kórastarf í margvíslegri mynd og meira að segja skilar starfsemi Gullkistunnar á Laugarvatni sér inn í sveitarfélagið. Samvinna í þessum efnum er lykilorðið og fyrir henni stöndum við í Vinstri grænum. Það má aldrei líta á menningarmál sem vandamál frekar sem tækifæri til að auðga mannlífið. Sveitarfélög þurfa þess vegna að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum. Í því sambandi er hægt að líta til annarra sem hafa náð að merkja sig öflugri menningarstarfsemi eins og Ísafjörð, Seyðisfjörð, Stöðvarfjörð og Akureyri með öflugu starfi Gilfélagsins. Menningarstarfsemi má heldur aldrei verða of staðbundin. Hún þarf að vera alþjóðleg í hugsun því þá eflist sérstaða hins staðbundna. Skáldsagan af Bjarti í Sumarhúsum er mjög staðbundin saga, bundin íhaldsömu og grimmu bændasamfélagi - en af því að hún er sögð á alþjóðlegan hátt - skilja hana allir hvort sem þeir búa í New York eða á Grenivík. Annað alþjóðlegt ljós á menningarstarfsemi eru styrkveitingar sem mögulegar eru úr erlendum sjóðum. Í gegnum norrænt samstarf er menning studd og styrkt vitandi að fjárfesting í þeirri starfsemi skilar sér margfalt til baka, fjárhagslega en líka í ímynd, orðspori og lífsgæðum. Þetta er eitt af því sem við í Vinstri grænum viljum efla í sveitarfélaginu Árborg komumst við til áhrifa. Við myndum byrja á því að skilgreina menningarstarfsemina sem fyrir er, styrkleika hennar og veikleika, sjá í hverju fjölbreytileiki hennar og möguleikar eru fólgnir - og síðan laða að okkur menningartengd verkefni. Árborg þarf því að setja sér markmið og leiðir í menningarmálum, í senn raunhæf og líka óraunhæf (því ekkert fær staðist stóra drauma). Þeir rætast ekki nema menn eigi sér drauma. Draumlaus maður uppsker aðeins hversdagsleikann. Hér mætti nefna sýningarsal fyrir myndlist, tónleikasal, stærra leiksvið fyrir eitt fremsta áhugleikfélag landsins, myndlistarskóla, listasmiðjur (og ritsmiðjur) fyrir aldraða, fullorðna, grunn- og leikskólanemendur, lista- og bókmenntahátíð, menningarfélag sem hægt væri að stofna og síðast en ekki síst Barnabókastofu - en sveitarfélaginu hefur boðist að reka að hluta slíka starfsemi - í gegnum Bókabæina austanfjalls - með gjöf á stærsta barnabókasafni landsins - en því erindi hefur aldrei verið svarað. Blásum í lúðra, sláum og strjúkum strengina og klöppum í takt eins og gert er í einum besta tónlistarskóla landsins sem staðsettur er í sveitarfélaginu Árborg. GÖNGUM LENGRA. Höfundar skipa 3. og 6. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun