Fjárfestana úr bílstjórasætinu Helga Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2022 07:00 Undanfarin ár hafa ákvarðanir um skipulagsmál í Kópavogi markast af þörfum fjárfesta sem í krafti mikils fjármagns kaupa upp eignir og svæði í trausti þess að hagnast að lokum á breyttu deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld, sem ber að annast deiliskipulag, hafa gengið í þeirra lið og heimilað þeim að taka frumkvæði í skipulagsmálum. Þannig hafa fjárfestar keypt eignir beinlínis til niðurrifs og síðan fengið heimildir bæjaryfirvalda til að gera vinnslutillögur um fordæmalaust byggingarmagn á „þróunarreitum“. Fjárfestarnir selja byggingarréttinn áfram til verktaka og ætlast til að fá eitthvað fyrir sinn snúð – milligöngu – sem hvergi er gert ráð fyrir í skipulags- og uppbyggingarreglum. Með þessu eykst kostnaður verktaka sem loks endurspeglast í síhækkandi íbúðarverði. Verði sem kaupendur axla. Skipulag fyrir fólk, ekki fjármagn Skipulagsáætlanir snúast um skynsamlega nýtingu lands með almannahagsmuni að leiðarljósi, þróun mannvæns samfélags, þjónustu og samgöngur, samræmt og fallegt útlit byggðar, lýðheilsu og lífsskilyrði fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Að lögum ber sveitarstjórn ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Með verklagi Kópavogsbæjar taka skammtíma hagnaðarsjónarmið völdin. Hagur bæjarbúa um uppbyggingu til aukinna lífsgæða, jafnt fyrir þá sem fyrir eru og hina sem boðnir eru velkomnir, er hinsvegar fyrir borð borinn. Þátttökulýðræði Vinir Kópavogs leggja höfuðáherslu á að þátttökulýðræðið þjóni tilgangi sínum. Íbúar í grennd deiliskipulagsreita eiga rétt á að hlustað sé á skoðanir þeirra, ekki bara til málamynda til að tikka í box. Lausnirnar verða betri með þannig verklagi og sáttin og traustið í samfélaginu líka. Þátttaka byggingarfyrirtækja og verktaka er nauðsynleg í uppbyggingu bæjarins. Fjárfestum sem milliliðum er ofaukið. Það þarf líka að vanda tímasetningar. Þegar bæjaryfirvöld hafa átt gott samtal við bæjarbúa og komin er niðurstaða um megin forsendur í skipulagi er fyrst tímabært að kalla athafnamennina til verka. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa ákvarðanir um skipulagsmál í Kópavogi markast af þörfum fjárfesta sem í krafti mikils fjármagns kaupa upp eignir og svæði í trausti þess að hagnast að lokum á breyttu deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld, sem ber að annast deiliskipulag, hafa gengið í þeirra lið og heimilað þeim að taka frumkvæði í skipulagsmálum. Þannig hafa fjárfestar keypt eignir beinlínis til niðurrifs og síðan fengið heimildir bæjaryfirvalda til að gera vinnslutillögur um fordæmalaust byggingarmagn á „þróunarreitum“. Fjárfestarnir selja byggingarréttinn áfram til verktaka og ætlast til að fá eitthvað fyrir sinn snúð – milligöngu – sem hvergi er gert ráð fyrir í skipulags- og uppbyggingarreglum. Með þessu eykst kostnaður verktaka sem loks endurspeglast í síhækkandi íbúðarverði. Verði sem kaupendur axla. Skipulag fyrir fólk, ekki fjármagn Skipulagsáætlanir snúast um skynsamlega nýtingu lands með almannahagsmuni að leiðarljósi, þróun mannvæns samfélags, þjónustu og samgöngur, samræmt og fallegt útlit byggðar, lýðheilsu og lífsskilyrði fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Að lögum ber sveitarstjórn ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Með verklagi Kópavogsbæjar taka skammtíma hagnaðarsjónarmið völdin. Hagur bæjarbúa um uppbyggingu til aukinna lífsgæða, jafnt fyrir þá sem fyrir eru og hina sem boðnir eru velkomnir, er hinsvegar fyrir borð borinn. Þátttökulýðræði Vinir Kópavogs leggja höfuðáherslu á að þátttökulýðræðið þjóni tilgangi sínum. Íbúar í grennd deiliskipulagsreita eiga rétt á að hlustað sé á skoðanir þeirra, ekki bara til málamynda til að tikka í box. Lausnirnar verða betri með þannig verklagi og sáttin og traustið í samfélaginu líka. Þátttaka byggingarfyrirtækja og verktaka er nauðsynleg í uppbyggingu bæjarins. Fjárfestum sem milliliðum er ofaukið. Það þarf líka að vanda tímasetningar. Þegar bæjaryfirvöld hafa átt gott samtal við bæjarbúa og komin er niðurstaða um megin forsendur í skipulagi er fyrst tímabært að kalla athafnamennina til verka. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar