Kjalarnesið á ís Guðni Ársæll Indriðason skrifar 24. apríl 2022 07:00 Kjalnesingar kusu að sameinast Reykjavík fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi, til að tryggja betri þjónustu og áframhaldandi uppbyggingu sem talið var að myndi ekki verða undir merkjum Kjalarneshrepps. Fyrir sameininguna var samþykkt stækkun Grundarhverfis. Um 50 lóðir voru í boði. Ákall hefur verið um það á Kjalarnesinu síðustu 18 ár að bjóða lóðir til að viðhalda eðlilegri þróun um íbúafjölda. Þrátt fyrir að um 20 lóðir séu til þá fæst engin vegna mögulegra fornminja eða vegna ófrágengins skipulags. Enginn vilji hefur verið til að bæta þar úr. Á þessum tíma hefur nemendum Klébergsskóla fækkað úr tæpum 200 í rúma 100. Þessi þróun veldur minni möguleikum á fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, lakari félagslegri stöðu barna, minni þjónustu á Kjalarnesi og flótta barnafjölskyldna. Ætla má af samkomulagi því sem gert var á milli Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar fyrir sameininguna að áframhald yrði á uppbyggingu og um leið yrði þjónusta aukin í samræmi við fjölgun íbúa. Í dag eru almenningssamgöngur á Kjalarnesi bornar uppi af landsbyggðarstrætó. Á upphafsárum landsbyggðarstrætó áttu Kjalnesingar von á að enginn strætó kæmi ef það væri ófært til Akureyrar. Eitthvað hafa ráðamenn séð að sér og dugar að það sé ófært undir Hafnarfjalli til að strætó sjáist ekki. Áreiðanlegri er þjónustan nú ekki. Sjálfbærni hverfisins er ekki áhugamál núverandi valdhafa borgarinnar. Gjarnan hafa Kjalnesingar talað um að Kjalarnesið gleymist alltaf. Ég tel að málið sé alvarlegra en það og Kjalarnesinu vísvitandi haldið til hliðar, nánast á ís. Það passar ekki inn í núverandi mynd uppbyggingar í Reykjavík um þéttingu og borgarlínu. Miðflokkurinn leggur áherslu á að úthverfin fái líka að þróast, eflast og styðja við þá byggð sem er þar nú þegar. Á Kjalarnesi eru miklir möguleikar fyrir eðlilega uppbyggingu sem getur gert Kjalarnesið sjálfbærara gagnvart þjónustu og atvinnu. Til þess þarf að skipuleggja íbúalóðir og atvinnulóðir við Grundarhverfi. X-M fyrir meira Kjalarnes. Höfundur er í 5. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kjalnesingar kusu að sameinast Reykjavík fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi, til að tryggja betri þjónustu og áframhaldandi uppbyggingu sem talið var að myndi ekki verða undir merkjum Kjalarneshrepps. Fyrir sameininguna var samþykkt stækkun Grundarhverfis. Um 50 lóðir voru í boði. Ákall hefur verið um það á Kjalarnesinu síðustu 18 ár að bjóða lóðir til að viðhalda eðlilegri þróun um íbúafjölda. Þrátt fyrir að um 20 lóðir séu til þá fæst engin vegna mögulegra fornminja eða vegna ófrágengins skipulags. Enginn vilji hefur verið til að bæta þar úr. Á þessum tíma hefur nemendum Klébergsskóla fækkað úr tæpum 200 í rúma 100. Þessi þróun veldur minni möguleikum á fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, lakari félagslegri stöðu barna, minni þjónustu á Kjalarnesi og flótta barnafjölskyldna. Ætla má af samkomulagi því sem gert var á milli Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar fyrir sameininguna að áframhald yrði á uppbyggingu og um leið yrði þjónusta aukin í samræmi við fjölgun íbúa. Í dag eru almenningssamgöngur á Kjalarnesi bornar uppi af landsbyggðarstrætó. Á upphafsárum landsbyggðarstrætó áttu Kjalnesingar von á að enginn strætó kæmi ef það væri ófært til Akureyrar. Eitthvað hafa ráðamenn séð að sér og dugar að það sé ófært undir Hafnarfjalli til að strætó sjáist ekki. Áreiðanlegri er þjónustan nú ekki. Sjálfbærni hverfisins er ekki áhugamál núverandi valdhafa borgarinnar. Gjarnan hafa Kjalnesingar talað um að Kjalarnesið gleymist alltaf. Ég tel að málið sé alvarlegra en það og Kjalarnesinu vísvitandi haldið til hliðar, nánast á ís. Það passar ekki inn í núverandi mynd uppbyggingar í Reykjavík um þéttingu og borgarlínu. Miðflokkurinn leggur áherslu á að úthverfin fái líka að þróast, eflast og styðja við þá byggð sem er þar nú þegar. Á Kjalarnesi eru miklir möguleikar fyrir eðlilega uppbyggingu sem getur gert Kjalarnesið sjálfbærara gagnvart þjónustu og atvinnu. Til þess þarf að skipuleggja íbúalóðir og atvinnulóðir við Grundarhverfi. X-M fyrir meira Kjalarnes. Höfundur er í 5. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun