Umferðarstjórnun með gervigreind Gunnar Sær Ragnarsson skrifar 25. apríl 2022 13:01 Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er löngu sprungin. Við höfum öll upplifað hefðbundna umferðarhnúta, og þeim tímum dagsins sem þeir myndast fjölgar. Ómarkvissa núverandi umferðarstjórnunar á höfuðborgarsvæðinu sýnir sig nú á fleiri tímum en einungis kringum átta til hálf tíu á morgnana og klukkan fjögur til hálf sex á daginn. Það liggur fyrir að þörf er á nýrri nálgun í umferðarstjórnun hér á höfuðborgarsvæðinu, en skipulag þess er öðruvísi en í erlendum borgum og krefst öðruvísi áherslna. Snjöll umferð Staðan í umferðarstjórnun er þessi í dag: úrelt tækni er nýtt þar sem ljósaskipti ákveðast fyrir fram (með örfáum undantekningum t.d. ljós við Kópavogslaug og við Garðaskóla) og örfáir starfsmenn fylgjast með. Erlendis fjölgar þeim borgum ört sem nýta gervigreind við umferðastjórnun. Þar er nýjasta tækni notuð til að leysa umferðarhnúta og koma farartækjum hraðar frá A til B. En hvernig getur gervigreind einfaldað umferðarstjórnun til muna? Hvað gerir hún? Á fyrstu dögum lærir hún umferðarmynstur og tekur mið af aðstæðum, veðráttu og tíma dags. Hún horfir á alla samgöngumáta, þ.e. bílar, almenningssamgöngur (aðallega strætóbílar hér á landi) ásamt gangandi og hjólandi vegfarendur. Gervigreindin notar myndavélar, skynjara og jafnvel forrit á borð við Google Maps við þann lærdóm. Með síaukandi þekkingu á umferðinni og þeim mynstrum sem það lærir getur gervigreindin stjórnað umferðinni, leyst umferðarhnúta og komið í veg fyrir flöskuhálsa. Með þessu bætist umferðarflæði allan daginn alla daga og gervigreindin leggur hönd á plóg við að leysa erfiða hnúta á háannatímum. Erlendar fyrirmyndir Þó svo að hugmynd um umferðarstjórnun hljómar útópísk þá er hún ekki ný af nálinni. Við værum ekki að finna upp hjólið. Erlendis færist nýting gervigreindar við umferðarstjórnun verulega í aukana og fyrirtæki sem bjóða upp á slíkar lausnir hafa haslað sér völl á markaði. Sem dæmi um borgir sem nýta þessa lausn má nefna Berlin, Barcelona, Singapore og Las Vegas. Víða á Norðurlöndunum er tæknin nýtt við umferðarstjórnun, en höfundur fann ekki heimildir fyrir því að hún sé nýtt þar í öllum fösum. Þá kemur til álita að í dæmatalningunni koma stórar borgir fram. Ísland er fámenn þjóð og á höfuðborgarsvæðinu búa töluvert færri íbúar en í þessum borgum. Í því samhengi er bent á borgina Hagen í Þýskalandi, en þar búa um 188 þúsund manns. Færri en hér á höfuðborgarsvæðinu. Í Hagen er gervigreind nýtt á ofangreindan máta við að stjórna umferð og leysa hnúta. Ef öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinast í verkefni um að innleiða notkun gervigreindar við umferðarstjórnun þá er það gerlegt. Stórhöfuðborgarsvæðinu til hagsbóta Samgöngur eru grunnstoð samfélagsins. Við viljum öll að þær séu eins góðar og hægt er. Góðar samgöngur eru hagræðing fyrir bæði atvinnulífið og samfélagið í heild. Foreldrar þurfa ekki að kvíða fyrir umferðinni við að sækja börnin sín í leik- eða grunnskóla eftir vinnu og fólk er líklegra til að koma tímanlega í skóla og vinnu. Enn fleiri dæmi má finna um ágæti góðra samgangna, sem myndu eflaust bætast með notkun gervigreindar. Einnig er um umhverfismál að ræða. Það minnkar losun ef bifreiðar komast fyrr á áfangastað og eru ekki stanslaust að hemla og gefa í. Megum ekki stíga á bremsuna Stjórnvöld hafa nú þegar brugðist við sprunginni umferð á höfuðborgarsvæðinu. Þar á innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mikið lof skilið. Hann hefur náð að mynda samkomulag sveitarfélaganna um samgöngusáttmála ásamt því að hefja framkvæmdir við nýja Sundabrú, loksins. Blessunarlega erum við með ráðherra sem hefur stigið stór skref, en við getum þó ekki stigið á bremsuna. Við þurfum að gefa í og leita fleiri lausna á stöðu umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Ein þeirra lausna ætti að vera sú að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu taki höndum saman og innleiði notkun gervigreindar við umferðarstjórnun í samvinnu við ríkið í þágu allra íbúa svæðisins. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er löngu sprungin. Við höfum öll upplifað hefðbundna umferðarhnúta, og þeim tímum dagsins sem þeir myndast fjölgar. Ómarkvissa núverandi umferðarstjórnunar á höfuðborgarsvæðinu sýnir sig nú á fleiri tímum en einungis kringum átta til hálf tíu á morgnana og klukkan fjögur til hálf sex á daginn. Það liggur fyrir að þörf er á nýrri nálgun í umferðarstjórnun hér á höfuðborgarsvæðinu, en skipulag þess er öðruvísi en í erlendum borgum og krefst öðruvísi áherslna. Snjöll umferð Staðan í umferðarstjórnun er þessi í dag: úrelt tækni er nýtt þar sem ljósaskipti ákveðast fyrir fram (með örfáum undantekningum t.d. ljós við Kópavogslaug og við Garðaskóla) og örfáir starfsmenn fylgjast með. Erlendis fjölgar þeim borgum ört sem nýta gervigreind við umferðastjórnun. Þar er nýjasta tækni notuð til að leysa umferðarhnúta og koma farartækjum hraðar frá A til B. En hvernig getur gervigreind einfaldað umferðarstjórnun til muna? Hvað gerir hún? Á fyrstu dögum lærir hún umferðarmynstur og tekur mið af aðstæðum, veðráttu og tíma dags. Hún horfir á alla samgöngumáta, þ.e. bílar, almenningssamgöngur (aðallega strætóbílar hér á landi) ásamt gangandi og hjólandi vegfarendur. Gervigreindin notar myndavélar, skynjara og jafnvel forrit á borð við Google Maps við þann lærdóm. Með síaukandi þekkingu á umferðinni og þeim mynstrum sem það lærir getur gervigreindin stjórnað umferðinni, leyst umferðarhnúta og komið í veg fyrir flöskuhálsa. Með þessu bætist umferðarflæði allan daginn alla daga og gervigreindin leggur hönd á plóg við að leysa erfiða hnúta á háannatímum. Erlendar fyrirmyndir Þó svo að hugmynd um umferðarstjórnun hljómar útópísk þá er hún ekki ný af nálinni. Við værum ekki að finna upp hjólið. Erlendis færist nýting gervigreindar við umferðarstjórnun verulega í aukana og fyrirtæki sem bjóða upp á slíkar lausnir hafa haslað sér völl á markaði. Sem dæmi um borgir sem nýta þessa lausn má nefna Berlin, Barcelona, Singapore og Las Vegas. Víða á Norðurlöndunum er tæknin nýtt við umferðarstjórnun, en höfundur fann ekki heimildir fyrir því að hún sé nýtt þar í öllum fösum. Þá kemur til álita að í dæmatalningunni koma stórar borgir fram. Ísland er fámenn þjóð og á höfuðborgarsvæðinu búa töluvert færri íbúar en í þessum borgum. Í því samhengi er bent á borgina Hagen í Þýskalandi, en þar búa um 188 þúsund manns. Færri en hér á höfuðborgarsvæðinu. Í Hagen er gervigreind nýtt á ofangreindan máta við að stjórna umferð og leysa hnúta. Ef öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinast í verkefni um að innleiða notkun gervigreindar við umferðarstjórnun þá er það gerlegt. Stórhöfuðborgarsvæðinu til hagsbóta Samgöngur eru grunnstoð samfélagsins. Við viljum öll að þær séu eins góðar og hægt er. Góðar samgöngur eru hagræðing fyrir bæði atvinnulífið og samfélagið í heild. Foreldrar þurfa ekki að kvíða fyrir umferðinni við að sækja börnin sín í leik- eða grunnskóla eftir vinnu og fólk er líklegra til að koma tímanlega í skóla og vinnu. Enn fleiri dæmi má finna um ágæti góðra samgangna, sem myndu eflaust bætast með notkun gervigreindar. Einnig er um umhverfismál að ræða. Það minnkar losun ef bifreiðar komast fyrr á áfangastað og eru ekki stanslaust að hemla og gefa í. Megum ekki stíga á bremsuna Stjórnvöld hafa nú þegar brugðist við sprunginni umferð á höfuðborgarsvæðinu. Þar á innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mikið lof skilið. Hann hefur náð að mynda samkomulag sveitarfélaganna um samgöngusáttmála ásamt því að hefja framkvæmdir við nýja Sundabrú, loksins. Blessunarlega erum við með ráðherra sem hefur stigið stór skref, en við getum þó ekki stigið á bremsuna. Við þurfum að gefa í og leita fleiri lausna á stöðu umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Ein þeirra lausna ætti að vera sú að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu taki höndum saman og innleiði notkun gervigreindar við umferðarstjórnun í samvinnu við ríkið í þágu allra íbúa svæðisins. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun