Sterkari saman Jóhanna M. Þorvaldsdóttir skrifar 25. apríl 2022 15:31 Það eru ekki mörg sveitarfélög sem geta státað sig af því að hafa námsframboð á öllum skólastigum. Sveitarfélagið okkar, Borgarbyggð, býr svo vel að hafa fimm leikskóla, tvo grunnskóla, menntaskóla og tvo háskóla. Innra starf hvers skóla er einstakt þar sem þeir hafa í gegnum tíðina mótað eigin áherslur hver fyrir sig og í samstarfi við aðra. Eitt mikilvægasta verkefni sveitarstjórnar hverju sinni er að standa við bakið á og efla lærdómssamfélag hvers sveitarfélags fyrir sig sem skólarnir, nemendur, starfsfólk og íbúar mynda. Fjórða iðnbyltingin er nú í veldisvexti og á sama tíma er ofarlega á baugi mikilvægi þess að undirbúa nemendur fyrir störf framtíðarinnar sem í raun og veru enginn veit hvers eðlis verða. Því er mikilvægt að skólarnir séu vel búnir þegar kemur að tækni. Eitt tæki per nemanda í unglingadeild ætti að vera markmið næstu ára. Með aukinni áherslu á upplýsingatækni, upplýsingalæsi, ábyrga netnotkun, stafræna borgaravitund og notkun á tólum tæknarinnar í sveitarfélaginu öllu. Skólarnir þurfa frelsi og tækifæri til nýsköpunar í skólastarfi, til eflingar á innra starfi. Þar sem vinnuaðstaða og umhverfi nemenda og starfsfólks er til fyrirmyndar. Til þess þurfum við að skoða vandlega með öllum þeim aðilum sem skólasamfélagið mynda, hver þörfin er og hvernig við getum mætt henni. Í þessu samhengi er mikilvægt að hlusta á raddir nemenda því hver veit betur en þjónustuþegarnir sjálfir í hvers konar umhverfi, aðstæðum og með hvað hætti þeim hentar best að sinna námi sínu. Samfylkingin og Viðreisn stefna ekki að lokunum skóla í uppsveitum heldur vilja ýta undir uppbyggingu og fólksfjölgun á þeim svæðum. Þörf er fyrir frekari fjölgun lóða í þéttbýliskjörnum og raunar er nú þegar hafin skipulagsvinna að stóru hverfi við Reykholt. Verið er að klára gatnagerð á Varmalandi og á Hvanneyri á svæði sem búið er að skipuleggja. Þá er einnig unnið að því að finna fleiri ákjósanlegar lóðir, fyrir fjölgun íbúa og fjölbreytta atvinnustarfsemi. Það blasir því við að tækifærin til uppbyggingar í Borgarbyggð eru mörg en til þess að laða fólk að þarf öll grunnþjónusta að vera til staðar. Það er markmið Samfylkingar og Viðreisnar á næsta kjörtímabili að efla menntastefnu Borgarbyggðar og koma skólum sveitarfélagsins í fremstu röð. Það er mikilvægt að gera með uppbyggingu innviða og fagþekkingar skólasamfélagsins. Þar sem lýðræðisleg vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi þar sem raddir allra fá áheyrn. Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Borgarbyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Það eru ekki mörg sveitarfélög sem geta státað sig af því að hafa námsframboð á öllum skólastigum. Sveitarfélagið okkar, Borgarbyggð, býr svo vel að hafa fimm leikskóla, tvo grunnskóla, menntaskóla og tvo háskóla. Innra starf hvers skóla er einstakt þar sem þeir hafa í gegnum tíðina mótað eigin áherslur hver fyrir sig og í samstarfi við aðra. Eitt mikilvægasta verkefni sveitarstjórnar hverju sinni er að standa við bakið á og efla lærdómssamfélag hvers sveitarfélags fyrir sig sem skólarnir, nemendur, starfsfólk og íbúar mynda. Fjórða iðnbyltingin er nú í veldisvexti og á sama tíma er ofarlega á baugi mikilvægi þess að undirbúa nemendur fyrir störf framtíðarinnar sem í raun og veru enginn veit hvers eðlis verða. Því er mikilvægt að skólarnir séu vel búnir þegar kemur að tækni. Eitt tæki per nemanda í unglingadeild ætti að vera markmið næstu ára. Með aukinni áherslu á upplýsingatækni, upplýsingalæsi, ábyrga netnotkun, stafræna borgaravitund og notkun á tólum tæknarinnar í sveitarfélaginu öllu. Skólarnir þurfa frelsi og tækifæri til nýsköpunar í skólastarfi, til eflingar á innra starfi. Þar sem vinnuaðstaða og umhverfi nemenda og starfsfólks er til fyrirmyndar. Til þess þurfum við að skoða vandlega með öllum þeim aðilum sem skólasamfélagið mynda, hver þörfin er og hvernig við getum mætt henni. Í þessu samhengi er mikilvægt að hlusta á raddir nemenda því hver veit betur en þjónustuþegarnir sjálfir í hvers konar umhverfi, aðstæðum og með hvað hætti þeim hentar best að sinna námi sínu. Samfylkingin og Viðreisn stefna ekki að lokunum skóla í uppsveitum heldur vilja ýta undir uppbyggingu og fólksfjölgun á þeim svæðum. Þörf er fyrir frekari fjölgun lóða í þéttbýliskjörnum og raunar er nú þegar hafin skipulagsvinna að stóru hverfi við Reykholt. Verið er að klára gatnagerð á Varmalandi og á Hvanneyri á svæði sem búið er að skipuleggja. Þá er einnig unnið að því að finna fleiri ákjósanlegar lóðir, fyrir fjölgun íbúa og fjölbreytta atvinnustarfsemi. Það blasir því við að tækifærin til uppbyggingar í Borgarbyggð eru mörg en til þess að laða fólk að þarf öll grunnþjónusta að vera til staðar. Það er markmið Samfylkingar og Viðreisnar á næsta kjörtímabili að efla menntastefnu Borgarbyggðar og koma skólum sveitarfélagsins í fremstu röð. Það er mikilvægt að gera með uppbyggingu innviða og fagþekkingar skólasamfélagsins. Þar sem lýðræðisleg vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi þar sem raddir allra fá áheyrn. Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar