Skólar sem efla öll börn Þórdís Sigurðardóttir skrifar 26. apríl 2022 11:01 Við erum heppin hér á landi að við eigum nokkra framúrskarandi skóla. Það er hins vegar staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við það skólastarf sem verður æ flóknara með hverju degi. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Hlustum á kennara og skólastjórnendur Í samtölum mínum við kennara og stjórnendur nefna þau flest að það skortir tilfinnanlega á að á þau sé hlustað. Snilldin við það að hlusta er að þannig er hægt að læra. Það sem meira er, er að aðeins þannig er hægt að mæta þeim þörfum sem þarf til að skólar okkar geti verið framúrskarandi. Það skortir á stuðning til að mæta því flókna hlutverki sem það er að efla hvert og einasta barn. Yfirstjórn og stjórnsýsla skólamála í Reykjavík er svo flólin að skólastjórnendur vita jafnvel ekki hvert á að leita eftir stuðningi – og þegar það kemur í ljós þá hefst biðin. Rannsóknir um hvernig á að styðja kennara Þetta kemur heim og saman við rannsókn sem unnin var af kennaradeildinni í Háskólanum á Akureyri. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að stuðningur og ráðgjöf við kennara er víkjandi hjá skólaþjónustu sveitarfélaganna. Skólaþjónustan hefur þróast meira og meira út í það að vera klínísk síðastliðin 25 ár. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að þjónustan hefur þróast út í að taka á vanda nemenda og að greina þá, en kennslufræðilegur stuðningur við kennara er víkjandi. Það þýðir að kennarar upplifa sig eina með það flókna verkefni sem mætir þeim í að mæta ólíkum börnum með ólíkar þarfir. Það vantar stuðning til kennara til að þau geti í sínu daglega starfi mætt öllum börnum til að efla öll börn. Lausnin er sjálfræði skólanna Lausnin er til staðar og það er að hlusta á kennara sem þekkja best vandann sem blasir við á hverjum degi. Með því að færa valdið og ákvörðunartöku til þeirra verður hægt að aðlaga allt kerfið þannig að það þjóni kennurum og börnum í skólunum sjálfum. Niðurstaða af slíkri valdeflingu gæti t.d. orðið að það þurfi að bæta við meiri sérfræðiþekkingu innan skólanna og þannig verður meiri og heildstæðari þjónusta á þeirra hendi. Þannig fá kennarar aukið svigrúm að sinna sínu hlutverki sem er að mennta börnin, fylgjast með þroska, líðan og almennri velferð á sama tíma og skólinn í heild sinni nær að efla öll börn. Fræðasamfélagið Við ættum líka að hlusta betur á fræðasamfélagið. Það hafa verið unnar margar rannsóknir á starfsumhverfi kennara eins og sú sem ég vitna í hér að ofan. Einnig eru aðrar rannsóknir sem sýna mörg rauð flögg í skólakerfinu eins og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands (KÍ) og Svava Þórhildur Hjaltalín kennari hafa tjáð sig um. Það er hægt að hraða jákvæðri þróun með því að nýta niðurstöður úr rýndum rannsóknum sem benda á stórkostlega veikleika í skólakerfinu en ekki bara að bíða þangað til stjórnkerfið áttar sig á þeim og finnur hjá sjálfu sér hvernig þetta eigi að bregðast við - lausnin er ekki þar. Breytingar nauðsynlegar í pólitíkinni Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu sem felur í sér að hrista upp í kerfinu. Okkar nálgun er sú að valdið fari til skólanna og þjónustan verði undir þeirra forræði. Þegar kemur að skólamálum hefur Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár í Reykjavík. Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri. Við í Viðreisn viljum skóla sem efla öll börn og við ætlum að hefja samtal og aðgerðir þeirra aðila sem geta látið það gerast. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Sigurðardóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Við erum heppin hér á landi að við eigum nokkra framúrskarandi skóla. Það er hins vegar staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við það skólastarf sem verður æ flóknara með hverju degi. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Hlustum á kennara og skólastjórnendur Í samtölum mínum við kennara og stjórnendur nefna þau flest að það skortir tilfinnanlega á að á þau sé hlustað. Snilldin við það að hlusta er að þannig er hægt að læra. Það sem meira er, er að aðeins þannig er hægt að mæta þeim þörfum sem þarf til að skólar okkar geti verið framúrskarandi. Það skortir á stuðning til að mæta því flókna hlutverki sem það er að efla hvert og einasta barn. Yfirstjórn og stjórnsýsla skólamála í Reykjavík er svo flólin að skólastjórnendur vita jafnvel ekki hvert á að leita eftir stuðningi – og þegar það kemur í ljós þá hefst biðin. Rannsóknir um hvernig á að styðja kennara Þetta kemur heim og saman við rannsókn sem unnin var af kennaradeildinni í Háskólanum á Akureyri. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að stuðningur og ráðgjöf við kennara er víkjandi hjá skólaþjónustu sveitarfélaganna. Skólaþjónustan hefur þróast meira og meira út í það að vera klínísk síðastliðin 25 ár. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að þjónustan hefur þróast út í að taka á vanda nemenda og að greina þá, en kennslufræðilegur stuðningur við kennara er víkjandi. Það þýðir að kennarar upplifa sig eina með það flókna verkefni sem mætir þeim í að mæta ólíkum börnum með ólíkar þarfir. Það vantar stuðning til kennara til að þau geti í sínu daglega starfi mætt öllum börnum til að efla öll börn. Lausnin er sjálfræði skólanna Lausnin er til staðar og það er að hlusta á kennara sem þekkja best vandann sem blasir við á hverjum degi. Með því að færa valdið og ákvörðunartöku til þeirra verður hægt að aðlaga allt kerfið þannig að það þjóni kennurum og börnum í skólunum sjálfum. Niðurstaða af slíkri valdeflingu gæti t.d. orðið að það þurfi að bæta við meiri sérfræðiþekkingu innan skólanna og þannig verður meiri og heildstæðari þjónusta á þeirra hendi. Þannig fá kennarar aukið svigrúm að sinna sínu hlutverki sem er að mennta börnin, fylgjast með þroska, líðan og almennri velferð á sama tíma og skólinn í heild sinni nær að efla öll börn. Fræðasamfélagið Við ættum líka að hlusta betur á fræðasamfélagið. Það hafa verið unnar margar rannsóknir á starfsumhverfi kennara eins og sú sem ég vitna í hér að ofan. Einnig eru aðrar rannsóknir sem sýna mörg rauð flögg í skólakerfinu eins og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands (KÍ) og Svava Þórhildur Hjaltalín kennari hafa tjáð sig um. Það er hægt að hraða jákvæðri þróun með því að nýta niðurstöður úr rýndum rannsóknum sem benda á stórkostlega veikleika í skólakerfinu en ekki bara að bíða þangað til stjórnkerfið áttar sig á þeim og finnur hjá sjálfu sér hvernig þetta eigi að bregðast við - lausnin er ekki þar. Breytingar nauðsynlegar í pólitíkinni Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu sem felur í sér að hrista upp í kerfinu. Okkar nálgun er sú að valdið fari til skólanna og þjónustan verði undir þeirra forræði. Þegar kemur að skólamálum hefur Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár í Reykjavík. Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri. Við í Viðreisn viljum skóla sem efla öll börn og við ætlum að hefja samtal og aðgerðir þeirra aðila sem geta látið það gerast. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun