Þú átt 5.741.000 kr. Emilía Björt Írísardóttir Bachmann skrifar 28. apríl 2022 07:01 Já þú last þetta rétt. Sem Reykvíkingur átt þú tæpar sex milljónir króna. Þær eru samt ekkert í vasanum þínum eða heimilisbókaldinu, þó svo að það geti hentað mér að setja þetta svona fram til að ná athygli þinni. Ekkert frekar en að þú finnir fyrir skuldum Reykjavíkurborgar á eigin skinni, líkt og stjórnarmeðlimur SUS vildi meina í grein sinni á Vísi fyrr í vikunni. Reykjavíkurborg á, fyrir hvern íbúa, tæpar 2,7 milljónir í eignum umfram skuldir og stendur vel. Það er fyrir samstæðuna alla. Minnihlutinn vill síður tala um borgarsjóð, aðalsjóð borgarinnar. Þann hluta Reykjavíkurborgar sem er ekki fyrirtæki, heldur veitir okkur þjónustu og er greiddur af okkur skattgreiðendum. Í þeim samanburði er nefnilega Reykjavíkurborg með lægsta skuldahlutfallið á höfuðborgarsvæðinu. Hin sveitarfélögin, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær (þið vitið, þessi sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir) hafa öll hærra skuldahlutfall bæjarsjóðs en Reykjavík. Svo er skuldahlutfall ríkissjóðs meira en tvöfalt á við borgina, og hver stýrir aftur fjármálaráðuneytinu? Veskin okkar eru ekki beintengd fjárreiðum sveitarfélaganna. Það sem skiptir þar mestu er hvort við fáum nærþjónustu. Skuldir borgarinnar koma ekki í veg fyrir að borgin geti sinnt sínu lögbundna þjónustuhlutverki, lækkað skatta og eflt innviði eins og gert hefur verið á þessu kjörtímabili. Staðan þyrfti að vera miklum mun verri til að svo væri. Að benda á skuldir fyrirtækja í eigu borgarinnar án þess að nefna eignir og veltu þeirra, og að láta eins og þær hafi áhrif á lífsskilyrði borgarbúa, er meira en bara villandi framsetning. Það eru hrein ósannindi. Af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu er skuldastaða a-hluta rekstrarins, sem sér um þjónustu við almenning, best í Reykjavík. Hún er kannski ekki frábær, en hún er engu að síður eðlileg í ljósi þeirrar miklu uppbyggingar sem borgin hefur staðið í, þar sem fjárfest er í stafrænni þjónustu, endurbyggingu á skólum og byggingu á sundlaugum og íþróttamannvirkjum. Fyrir borg í vexti, líkt og Reykjavík er, er ákveðin skuldsetning mikilvæg. Að auki er hægt að horfa til þeirrar þjónustu sem borgin veitir og leiðir til þess að fólk sem þarf á þjónustu á halda flytur til Reykjavíkur, vegna þjónustuskorts í nágrannasveitarfélögum (sjá hlutfall félagslegra íbúða o.fl.), og þess að borgin heldur öðrum sveitarfélögum uppi með framlögum í Jöfnunarsjóð. Sé horft á heildarmyndina er staðan mjög góð, sérstaklega í samanburði við nágrannanna. Borgin veitir meiri þjónustu en önnur sveitarfélög og stóð að mikilli innspýtingu í heimsfaraldrinum. Á liðnu kjörtímabili var metuppbygging íbúða í Reykjavík, en síðustu ár var um helmingur allrar uppbyggingar í landinu í Reykjavík þótt aðeins þriðjungur þjóðarinnar búi í borginni. Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst mikilvægt að búa í mannvænni, aðgengilegri og grænni borg þar sem fjármunum er viturlega varið í mikilvæga innviði og ábyrga fjárfestingu. Fyrir því hefur Viðreisn beitt sér í borgarstjórn og það munum við áfram gera. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík og er forseti Uppreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Já þú last þetta rétt. Sem Reykvíkingur átt þú tæpar sex milljónir króna. Þær eru samt ekkert í vasanum þínum eða heimilisbókaldinu, þó svo að það geti hentað mér að setja þetta svona fram til að ná athygli þinni. Ekkert frekar en að þú finnir fyrir skuldum Reykjavíkurborgar á eigin skinni, líkt og stjórnarmeðlimur SUS vildi meina í grein sinni á Vísi fyrr í vikunni. Reykjavíkurborg á, fyrir hvern íbúa, tæpar 2,7 milljónir í eignum umfram skuldir og stendur vel. Það er fyrir samstæðuna alla. Minnihlutinn vill síður tala um borgarsjóð, aðalsjóð borgarinnar. Þann hluta Reykjavíkurborgar sem er ekki fyrirtæki, heldur veitir okkur þjónustu og er greiddur af okkur skattgreiðendum. Í þeim samanburði er nefnilega Reykjavíkurborg með lægsta skuldahlutfallið á höfuðborgarsvæðinu. Hin sveitarfélögin, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær (þið vitið, þessi sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir) hafa öll hærra skuldahlutfall bæjarsjóðs en Reykjavík. Svo er skuldahlutfall ríkissjóðs meira en tvöfalt á við borgina, og hver stýrir aftur fjármálaráðuneytinu? Veskin okkar eru ekki beintengd fjárreiðum sveitarfélaganna. Það sem skiptir þar mestu er hvort við fáum nærþjónustu. Skuldir borgarinnar koma ekki í veg fyrir að borgin geti sinnt sínu lögbundna þjónustuhlutverki, lækkað skatta og eflt innviði eins og gert hefur verið á þessu kjörtímabili. Staðan þyrfti að vera miklum mun verri til að svo væri. Að benda á skuldir fyrirtækja í eigu borgarinnar án þess að nefna eignir og veltu þeirra, og að láta eins og þær hafi áhrif á lífsskilyrði borgarbúa, er meira en bara villandi framsetning. Það eru hrein ósannindi. Af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu er skuldastaða a-hluta rekstrarins, sem sér um þjónustu við almenning, best í Reykjavík. Hún er kannski ekki frábær, en hún er engu að síður eðlileg í ljósi þeirrar miklu uppbyggingar sem borgin hefur staðið í, þar sem fjárfest er í stafrænni þjónustu, endurbyggingu á skólum og byggingu á sundlaugum og íþróttamannvirkjum. Fyrir borg í vexti, líkt og Reykjavík er, er ákveðin skuldsetning mikilvæg. Að auki er hægt að horfa til þeirrar þjónustu sem borgin veitir og leiðir til þess að fólk sem þarf á þjónustu á halda flytur til Reykjavíkur, vegna þjónustuskorts í nágrannasveitarfélögum (sjá hlutfall félagslegra íbúða o.fl.), og þess að borgin heldur öðrum sveitarfélögum uppi með framlögum í Jöfnunarsjóð. Sé horft á heildarmyndina er staðan mjög góð, sérstaklega í samanburði við nágrannanna. Borgin veitir meiri þjónustu en önnur sveitarfélög og stóð að mikilli innspýtingu í heimsfaraldrinum. Á liðnu kjörtímabili var metuppbygging íbúða í Reykjavík, en síðustu ár var um helmingur allrar uppbyggingar í landinu í Reykjavík þótt aðeins þriðjungur þjóðarinnar búi í borginni. Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst mikilvægt að búa í mannvænni, aðgengilegri og grænni borg þar sem fjármunum er viturlega varið í mikilvæga innviði og ábyrga fjárfestingu. Fyrir því hefur Viðreisn beitt sér í borgarstjórn og það munum við áfram gera. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík og er forseti Uppreisnar í Reykjavík.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar