Það er nægt byggingaland í Hafnarfirði Arnhildur Ásdís Kolbeins skrifar 28. apríl 2022 11:30 Allir þurfa þak yfir höfuðið. Ungu hjónin sem eru að hefja búskap með eða án barna, námsmaðurinn sem vill standa á eigin fótum, einstæðu foreldrarnir, einstaklingar á öllum aldri, farandverkafólk, miðaldra hjónin þar sem ungarnir eru flognir úr hreiðrinu, aldraðir, öryrkjar og hinar ýmsu fjölskyldugerðir. Þarfirnar eru mismunandi þar sem ólík íbúðaform henta ólíkum einstaklingum og fjölskyldum. Því er mikilvægt að fjölbreytt framboð húsnæðis sé fyrir hendi bæði til eignar og leigu. Viðvarandi skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hann stafar meðal annars af því hversu þunglamalegt skipulagsferlið er og af tregðu ráðandi meirihluta til að viðhalda nægu lóðaframboði. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins setur bæjarfélögum vissar skorður hvað varðar uppbyggingu nýrra svæða og er í núverandi svæðisskipulagi mikil áhersla lögð á þéttingu byggðar. Hafnarfjörður hefur því takmarkaða möguleika innan gildandi skipulags til að bæta við nýbyggingarsvæðum. Nægt landrými er hins vegar fyrir hendi og því allir möguleikar á því að mæta hinni miklu lóðaþörf . Þótt þéttingarreitir séu mikilvægir, þá er ljóst að byggingamagn á slíkum reitum verður alltaf takmarkað, auk þess sem mun dýrara er að byggja þéttingarreiti heldur en ný óbyggð svæði og húsnæði á slíkum svæðum hentar því ekki efnaminni fjölskyldum. Því er mikilvægt að endurskoða svæðisskipulagið strax að loknum kosningum til að lyfta þeim klafa sem er á skipulagsmálum bæjarins í dag. Á kjörtímabilinu sem nú er að renna sitt skeið, eða frá 1. janúar 2018 til 1. janúar 2022, hefur íbúum Hafnarfjarðar samkvæmt tölum Hagstofu einungis fjölgað um 1% eða um 351 íbúa á sama tíma og íbúafjölgun annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var miklu meiri eða allt að 23%. Hér er um algera stöðnun að ræða í Hafnarfirði sem að mestu leyti má rekja til heimatilbúins skorts á lóðaframboði. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaðnum hefur m.a. leitt til þeirrar óásættanlegu stöðu að atvinnuhúsnæði hefur í auknum mæli verið nýtt sem íbúðarhúsnæði en í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um búsetu í atvinnuhúsnæði kemur fram að slík búseta sé hlutfallslega langmest í Hafnarfirði eða 1,6% íbúa. Brunavörnum, öryggi og aðbúnaði íbúa er iðulega ábótavant í slíku húsnæði enda ekki ætlað til búsetu. Miðflokkurinn og óháðir í Hafnarfirði ætla að breyta byggðamörkum í svæðisskipulagi og tryggja aukið og fjölbreytt lóðaframboð fyrir íbúða- og atvinnuhúsnæði, auk þess að lækka lóðagjöld svo unnt sé að byggja hagkvæmari íbúðir. M-listinn vinnur fyrir þig! Höfundur skipar 2. sætið á M-lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Allir þurfa þak yfir höfuðið. Ungu hjónin sem eru að hefja búskap með eða án barna, námsmaðurinn sem vill standa á eigin fótum, einstæðu foreldrarnir, einstaklingar á öllum aldri, farandverkafólk, miðaldra hjónin þar sem ungarnir eru flognir úr hreiðrinu, aldraðir, öryrkjar og hinar ýmsu fjölskyldugerðir. Þarfirnar eru mismunandi þar sem ólík íbúðaform henta ólíkum einstaklingum og fjölskyldum. Því er mikilvægt að fjölbreytt framboð húsnæðis sé fyrir hendi bæði til eignar og leigu. Viðvarandi skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hann stafar meðal annars af því hversu þunglamalegt skipulagsferlið er og af tregðu ráðandi meirihluta til að viðhalda nægu lóðaframboði. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins setur bæjarfélögum vissar skorður hvað varðar uppbyggingu nýrra svæða og er í núverandi svæðisskipulagi mikil áhersla lögð á þéttingu byggðar. Hafnarfjörður hefur því takmarkaða möguleika innan gildandi skipulags til að bæta við nýbyggingarsvæðum. Nægt landrými er hins vegar fyrir hendi og því allir möguleikar á því að mæta hinni miklu lóðaþörf . Þótt þéttingarreitir séu mikilvægir, þá er ljóst að byggingamagn á slíkum reitum verður alltaf takmarkað, auk þess sem mun dýrara er að byggja þéttingarreiti heldur en ný óbyggð svæði og húsnæði á slíkum svæðum hentar því ekki efnaminni fjölskyldum. Því er mikilvægt að endurskoða svæðisskipulagið strax að loknum kosningum til að lyfta þeim klafa sem er á skipulagsmálum bæjarins í dag. Á kjörtímabilinu sem nú er að renna sitt skeið, eða frá 1. janúar 2018 til 1. janúar 2022, hefur íbúum Hafnarfjarðar samkvæmt tölum Hagstofu einungis fjölgað um 1% eða um 351 íbúa á sama tíma og íbúafjölgun annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var miklu meiri eða allt að 23%. Hér er um algera stöðnun að ræða í Hafnarfirði sem að mestu leyti má rekja til heimatilbúins skorts á lóðaframboði. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaðnum hefur m.a. leitt til þeirrar óásættanlegu stöðu að atvinnuhúsnæði hefur í auknum mæli verið nýtt sem íbúðarhúsnæði en í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um búsetu í atvinnuhúsnæði kemur fram að slík búseta sé hlutfallslega langmest í Hafnarfirði eða 1,6% íbúa. Brunavörnum, öryggi og aðbúnaði íbúa er iðulega ábótavant í slíku húsnæði enda ekki ætlað til búsetu. Miðflokkurinn og óháðir í Hafnarfirði ætla að breyta byggðamörkum í svæðisskipulagi og tryggja aukið og fjölbreytt lóðaframboð fyrir íbúða- og atvinnuhúsnæði, auk þess að lækka lóðagjöld svo unnt sé að byggja hagkvæmari íbúðir. M-listinn vinnur fyrir þig! Höfundur skipar 2. sætið á M-lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar